Ólafíusjóður

Hægt er að sækja um styrki í Ólafíusjóð Íslenska safnaðarins í Noregi með því að fylla út umsókn  Olafiusjodurumsokn Umsóknir skulu sendar til stjórnar Ólafíusjóðs:

 

Ólafíusjóður

Íslenski söfnuðurinn í Noregi

Pilestredet Park 20

0176 Oslo.

 

Einnig er hægt að senda umsóknir með tölvupósti merkt trúnaðarmál á netfangið: [email protected]

 

Hægt er að leggja frjáls framlög inn á reikning Ólafíusjóðsins: 1503.13.65640. Framlög eru frádráttarbær frá skatti.

Í sjóðstjórn situr Sigurdís Reynisdóttir og Ágústa María Arnardóttir. Sjóðsstjórn nýtur stuðnings og liðssinis sr. Kristjáns Björnssonar, Skálholtsbiskup.

ATH! Enginn getur safnað framlögum í Ólafíusjóð nema með vitund sjóðsstjórnar!

 

Hér á eftir má lesa skipulagsskrá sjóðsins.

 

Skipulagsskrá  Ólafíusjóðs Íslenska safnaðarins í Noregi

 

 

1.gr.

 

Hjálparsjóður fyrir nauðstadda Íslendinga í Noregi, Ólafíusjóður Íslenska safnaðarins í Noregi, var stofnaður á auka aðalfundi Íslenska safnaðarins í Noregi 4. október 2009. Heiti sjóðsins er til minningar um Ólafíu Jóhannsdóttur, sem hjálpaði nauðstöddum konum í Osló upp úr aldamótunum 1900. Ólafía var mikil trúkona.

 

2.gr.

 

Sjóðnum er ætlað að mæta tímabundnum erfiðleikum t.d. í tengslum við veikindi, dauðsfall eða önnur áföll sem dunið geta yfir einstaklinga og fjölskyldur. Einnig skal kanna þörf á úthlutun fyrir jólin. Sjóðsstjórn metur þörf hverju sinni.

 

3. gr.

 

Til Ólafíusjóðs skal leggja NOK 50.000.- árlega og féið tekið af vaxtatekjum safnaðarins. Sjóðurinn skal hafa eigin bankareikning. Sjóðnum er og frjálst að auglýsa eftir framlögum frá  stofnunum, félagasamtökum, fyrirtækjum og einstaklingum. Sjóðurinn hefur einnig umsjón með framlögum safnaðarins til hjálparstarfs á Ísland, sem vistuð eru á sérstökum reikningi.

 

4.gr.

 

Sjóðurinn hefur þriggja manna stjórn og skal einn stjórnarmanna vera sóknarprestur safnaðarins. Hinir tveir eru kosnir á aðalfundi safnaðarins. Sjóðstjórn skiptir með sér verkum.

 

5. gr.

 

Leggja skal inn skriflegar umsókn um styrk til sjóðsins og skal sjóðurinn hafa sérstakt póstfang. Með allar umsóknir skal fara sem trúnaðarmál.

 

6. gr.

 

Sjóðurinn skal hefja störf 1, nóvember 2009. Framlög til nauðstaddra Íslendinga í Noregi fyrir þann tíma teljast ekki til framlaga sjóðsins.

 

 

Osló, 28. október 2009

 Samþykkt af safnaðarstjórn 14. júní 2010.