Íslenski söfnuðurinn í Noregi > Ólafíustofa > Listanefnd

Listanefnd

 

Í listanefnd sitja:

Eysteinn Hilmarsson

Hjörleifur Valsson

Vignir Freyr Helgason

Margrét Backman

Sr. Ragnheiður Karítas Pétursdóttir

 

 

Skipulagsskrá fyrir Listanefnd Íslenska safnaðarins í Noregi.

 

§ 1           Hlutverk og starfssvið

Listanefndin heldur utan um allt listastarf á vegum safnaðarins. Það gerir hún með því að:

  • Skipuleggja listviðburði í tengslum við helgihald
  • Hafa umsjón með tónlistarflutningi í helgihaldi þegar sóknarprestur óskar þess.
  • Hafa umsjón með viðburðum skv. beiðni sóknarnefndar.
  • Skipuleggja sjálfstæða listviðburði.
  • Hafa umsjón með listmunum og listaverkum í eigu safnaðarins og vali á þeim.

 

Listviðburðir á vegum safnaðarins skulu vera farvegur fyrir íslenska listamenn og aðra til að kynna sig og list sína.

Nefndin skal í verkefnavali hafa að leiðarljósi kristilegan boðskap, gildi og siðferði.

§ 2           Starfsemi

Nefndin starfar með fjárframlögum frá sóknarnefnd skv. fjárhagsáætlun.

Nefndinni er heimilt að sækja um styrki og selja aðgang að listviðburðum til að fjármagna starfsemi sína

Fundarseta í nefndinni er ólaunuð

§ 3           Skipan nefndar

Listanefnd saman stendur af fimm meðlimum Íslenska safnaðarins.

  • Þrír skulu kosnir á aðalsafnaðarfundi til fjögurra ára í senn
  • Einn er tilnefndur af sóknarnefnd til eins árs í senn
  • Einnig situr sóknarprestur í nefndinni.

Óski nefndarmaður að hætta störfum í nefndinni skal nýr meðlimur kosinn í hans stað á næsta aðalsafnaðarfundi til fjögurra ára.

 

Samþykkt á aðalsafnaðarfundi 4. Maí 2014.