Ólafíustofa

Kæru landar! Verið hjartanlega velkomin á skrifstofu safnaðarins í Pilestedet Park 20 í Ósló. Ólafíustofa er opin mánudaga til fimmtudaga milli kl. 10.00-14.00.
Heitt á könnunni, íslensk dagblöð og aðgangur að interneti.

 

Ólafíustofa er við Pilestedet Park 20 í Ósló. Þar eru höfuðstöðvar safnaðarins sem og lítil kapella og fundaraðstaða.

Ólafíustofa er opin mánudaga til fimmtudaga milli kl. 10.00-14.00.

Í Ólafíustofu er heitt á könnunni, íslensk dagblöð og aðgangur að interneti. Verið hjartanlega velkomin.

Sími: 450 79 733.

Starfsmaður: Berglind Gunnarsdóttir
Netfang: starfsmadur@kirkjan.no
Vefsíða: www.kirkjan.no
Pilestedet Park 20
1.hæð -, 0176 Oslo

[googlemaps width=400 height=200]

Sóknarprestur: sr. Inga Harðardóttir.

 

Leiðtogar í sunnudagaskólum og æskulýðshópum eru starfandi víða um Noreg. Fylgist með auglýsingum um helgihald hér á síðunni og á facebook síðunni okkar: facebook.com/islenskisofnudurinn/

 

_____________
Íslenskir AA-fundir í Osló alla fimmtudaga kl. 19 og sunnudagskvöld kl.19. Fundirnir eru í Ólafíustofu við Pilestredet Park 20 í Ósló

Íslenskir Al-Anon fundir í Osló alla fimmtudaga kl. 20. Fundirnir eru í Ólafíustofu við Pilestredet Park 20 í Osló. netfang: alanonioslo@gmail.com

 

Textar í gluggum Ólafíustofu:

Gluggi 1

Yfir voru ættarlandi,

aldafaðir, skildi halt.

Veit því heillir, ver það grandi,

virstu að leiða ráð þess allt.

Ástargeislum úthellt björtum

yfir lands vors hæð og dal.

Ljós þitt glæð í lýðsins hjörtum,

ljós, er aldrei slokkna skal.

Steingrímur Thorsteinsson

 

Gluggi 2

Ó, ljóssins faðir, lof sé þér,

að líf og heilsu gafstu mér

og föður minn og móður.

Nú sest ég upp, því sólin skín,

þú sendir ljós þitt inn til mín.

Ó, hvað þú, Guð, ert góður!

Matthías Jochumsson

 

Gluggi 3

Heill þínu starfi, þú sögulands svanni!

Sigur í stríðinu: “Ljós, meira ljós!”

Haldirðu áfram þótt hömlurnar banni

Hlýtur þú sigur og ódauðlegt hrós.

Ók. höf. þýð. MJ

 

Skrifstofa innigluggi

“Og hann lét lífsins ljós skína inn í dauðþreytta meðvitund mína, gaf mér hið fólgna manna að eta, sagði við mig, eins og hann einn getur sagt: “ Ég mun alls ekki sleppa þér og eigi heldur yfirgefa þig.” – Á þeim stundum skildist mér að það var ekki ég, sem hélt í hann, heldur hann, sem hélt í mig.”

Ólafía Jóhannsdóttir (1863- 1924)

Skrifstofa sóknarprests

Gluggi 1 -Þitt orð er lampi fóta minn og ljós á vegum mínum. (Sl.119.105)

Gluggi 2 – Jesús sagði. “Ég er ljós heimsins. Sá sem fylgir mér mun ekki ganga í myrkri heldur hafa ljós lífsins. (Jóh. 8.12)