Stefna og starfsáætlun

 

Stefna og starfsáherslur Íslenska safnaðarins í Noregi

Stefna

Íslenski söfnuðurinn í Noregi er hluti af Þjóðkirkju Íslands. Söfnuðurinn
deilir grunngildum og markmiðum starfsins með Íslensku Þjóðkirkjunni. Hér er
lýst stefnu og áherslum í safnaðarstarfi og rekstri sem tekur mið af þeirri
sérstöðu að vera kirkja meðal Íslendinga erlendis.

Starfsáherslur Íslenska safnaðarins í Noregi birtast í eftirfarandi
verkefnum, sem skipulögð og unnin eru í samvinnu sóknarprests,
sóknarnefndar, launaðra leiðtoga og sjálfboðaliða.

Íslenski söfnuðurinn í Noregi er:

Hreyfing fólks sem á samleið í trúnni á Guð sem Jesús Kristur birtir og
boðar.

Litríkt og vaxandi samfélag sem nærir kristna trúariðkun og andlegt líf.

Íslensk menningarmiðstöð þar sem rækt er lögð við íslenska tungu, tónlist
og sögu.

Virkjar fólk í starfi sínu og eflir það til þjónustu við Guð og náungann.

Leggur áherslu á barna- og unglingastarf.

 

Aðalverkefni                                                                                                                                                               Stoðverkefni

Boðun
Helgihald og kirkjutónlistBarna- og unglingastarf

Kærleiksþjónusta og hjálparstarf

Fræðslustarf

Menning

Samkirkjustarf

FjármálHúsnæði

Aðstaða

Starfsmannamál

Upplýsingamál

Manntalsgerð

Samstarf

 

 

Aðalverkefni

Boðun: Söfnuðurinn boðar kristna trú meðal Islendinga í Noregi á
grundvelli evangelískrar Lútherskrar trúar og í samræmi við stefnu og
starfsáherslur Þjóðkirkju Íslands.

Helgihald og kirkjutónlist: Söfnuðurinn stendur fyrir reglulegu
helgihaldi í Ósló, Bergen, Stavanger, Tromsö,Fredrikstad, Drammen og fleiri
stöðum.  Stefnt er að því að skipuleggja helgihald á þeim stöðum í Noregi
þar sem Íslendingar og íslendingafélög óska eftir.

Til að efla helgihaldið skal unnið að….

1.       Aukinni messusókn og eflingu kirkjutónlistar um landið með því
að bjóða upp á fjölbreytt helgihald ásamt því að fá góða gesti í heimsókn.

2.       Virkjun hópa til þátttöku í helgihaldinu með því að stuðla að því að fá fólki hlutverk af ýmsum toga.

3.       Stuðningur við íslenskt kórastarf.

4.       Fræðsla um messuliði til aukins skilnings og lifandi þátttöku.

5.       Sköpun andlegs rýmis og athvarfs til umhugsunar, bænar og
kyrrðar.

Barna- og unglingastarf: Unga kynslóðin skal vera í öndvegi í starfi
safnaðarins. Foreldrahópar eru skipulagðir á vegum safnaðarins. Boðið er upp
á reglulegt sunnudagaskólastarf með vönduðu barnaefni. Áherslan er á
biblíufræðslu og þjálfun í íslensku. Almennar guðsþjónustur miða einnig að
þátttöku allrar fjölskyldunnar. Fermingarfræðsla er skipulögð af
sóknarpresti með námi í fermingarbúðum tvisvar á ári, verkefnavinnu á netinu
og fræðslustundum þar sem við verður komið. Eftir fermingu er unglinum boðið
að vera með í æskulýðsfélagi sem fer a.m.k eina ferð á ári til Íslands eða
hittist innan Noregs. Barna- og unglingastarf er félagi í ÆSKÞ
æskulýðssambandi Þjóðkirkjunnar.

Kærleiksþjónusta og hjálparstarf: Prestur veitir liðsinni og sálgæslu
þeim sem eftir því leita. Söfnuðurinn vill hjálpa til við að rjúfa múra
fátæktar og einangrun einstæðinga, langveikra og aðstandenda þeirra.
Söfnuðurinn vill efla starf fyrir eldri borgara og skipuleggja
heimsóknarþjónustu til þeirra sem ekki komast til kirkju.

Fræðslustarf: Söfnuðurinn vill vekja áhuga á og fræða um kristna trú og
kristið gildismat. Leitast skal við að koma á framfæri trúarlegu fræðsluefni
á íslensku fyrir börn og fullorðna. Söfnuðurinn vill styðja við
íslenskukennslu fyrir börn og- fullorðna? Söfnuðurinn gefur öllum 10 ára
börnum biblíuna í samstarfi við Gídeonfélagið. Því fylgir fræðsla um
Biblíuna. Stefnt er að því að halda einn fyrirlestur sem tengist kristni eða
kristinni lífsýn fyrir fullorðna á ári hverju. Stefnt er að því að halda
fjölskylduhelgi með fræðslu, leik og samveru að leiðarljósi.

Menning: Íslenski söfnuðurinn í Noregi leggur rækt við íslenska tungu og
menningu í breiðum skilningi. Söfnuðurinn stuðlar að listflutningi íslensks
efnis í helgihaldi, t.d. tónlist, leiklist og styður félagslíf Íslendinga í
Noregi á menningarlegum grundvelli. Söfnuðurinn er tilbúinn til samstarfs um
kynningu á Íslandi.

Samkirkjustarf: Íslenski söfnuðurinn í Noregi leggur rækt við samvinnu og
samstarf við Norsku kirkjuna. Söfnuðurinn tekur þátt í sameiginlegum
guðsþjónustum erlendra safnaða í Ósló t.d á Alþjólegum bænadegi kvenna.
Samstarf og samráð er haft við aðra íslenska söfnuði erlendis.

Stoðverkefni

Fjármál, húsnæði og aðstaða: Söfnuðurinn gerir árlega fjárhagsáætlun þar
sem tekið er mið af ofangreindri stefnumörkun safnaðarins. Söfnuðurinn
leitast við að fá aðstöðu fyrir starfsemina í Norsku kirkjunni eða kirkjum
annarra norðulandaþjóða. Söfnuðurinn greiðir sanngjarna leigu til þeirra sem
veljast til samstarfs eða sýnir þakklætisvott sinn með öðrum hætti, þar sem
ekki er óskað endurgjalds. Söfnuðurinn er með skrifstofu í Ósló. Allt
skipulagt starf safnaðarins skal vera aðgengilegt fötluðum.

Starfsmannamál: Söfnuðurinn býður launuðum leiðtogum og sjálfboðaliðum
safnaðarstarfsins upp á námskeið og þjálfun í samvinnu við biskupsstofu á
Íslandi. Sjálfboðaliðum skal veitt viðurkenning og umbun. Leitast skal við
að greiða fyrir unnin störf, ef fjárhagur og forsendur eru fyrir hendi.
Safnaðarstjórn/sóknarnefnd ákveður upphæðir þóknana í ársbyrjun ár hvert.
Söfnuðurinn hefur í öndvegi fjölskylduvæna starfsmannastefnu.

Upplýsingamál: Unnið skal að upplýsingamiðlun. Stefnt er að útgáfu
Fréttabréfs 2-3 sinnum á ári. Halda skal úti vandaðri
heimasíðu. Sóknarprestur sendir út messuauglýsingu í samstarfi við tengiliði
safnaðarins. Söfnuðurinn skal hafa samstarf við Íslendingafélögin í Noregi í
bæði í tengslum við messukaffi og messuauglýsingar.

Manntalsgerð: Stefnt er að því að hafa á skrá alla þá Íslendinga sem hafa
íslenskar og norskar kennitölur og skráðir eru í Þjóðkirkju Íslands. Halda
skal vel utan um sóknarmanntal safnaðarins og uppfæra fjórum sínnum á ári.

 

Samstarf: Söfnuðurinn skal eiga gott samstarf við Íslendingafélögin
víðsvegar um Noreg, Sendiráð Íslands, Ískórinn sem og aðra þá aðila sem
styðja og efla vilja starf Íslenska safnaðarins í Noregi.