Söfnuðurinn

Íslenski söfnuðurinn í Noregi er hluti af Þjóðkirkju Íslands og lýtur norskum lagaramma en íslenskri kirkjuskipan.
Söfnuðurinn var stofnaður formlega árið 1996 en áður hafði Íslendingum verið þjónað af sr. Jóni Dalbú Hróbjartssyni presti íslendinga í Svíþjóð.
Aðalfundur safnaðarins fer fram í tengslum við messu á hverju vori.
Fimm eru í sóknarnefnd og fimm til vara. Þessir fulltrúar safnaðarins eru kosnir á aðalfundi.
Margir sjálfboðaliðar starfa um landið fyrir söfnuðinn sem og sunnudagaskólakennarar. Þau sem vilja og hafa tök á því að bætast í þann hóp leiðtoga hafi samband við sóknarprest sr. Ingu Harðardóttur