Lýðveldishátíðin

17. júní hátíðarhöldin Lýðveldisháðin verður haldin sunnudaginn 14. júni við Nordberg kirkju í Ósló kl. 14 í samstarfi Íslendingafélagsins í Ósló og Íslenska safnaðarins.
Sendiherra Íslands í Noregi Dr. Sigríður Dúna Kristmundsdóttir verður með ávarp, formaður Íslendingafélagsins Sigrún Jóna Andradóttir býður fólkið velkomið. Ískórinn syngur nokkur lög og
Sr. Arna Grétarsdóttir verður með hugvekju og bæn og síðan kemur hin fagra fjallkona fram og fer með ljóð.
Skemmtinefnd Íslendingafélagsins verður með leiki fyrir alla fjölskylduna og einnig verður skrúðganga með lúðrasveitinni og Osvald í fararbroddi með íslenska fánann. Boðið verður upp á kaffi og kræsingar, en einnig verða seldar íslenskar SS pylsur, íslenski fáninn og íslenskt sælgæti. Verið hjartanlega velkomin.
 

Read More »

Fermingarmessa

Fermingarmessa verður í Seltjarnarneskirkju 28.júní kl.11. Fermd verða fermingarbörn safnaðarins í vetur. Organisti er Friðrik Vignir og kór Seltjarnarneskirkju leiðir safnaðarsöng. Verið hjartanlega velkomin til kirkju. Arna Grétarsdóttir prestur. 

Read More »

Æskulýðsmót í Vestmannaeyjum

Skráning stendur yfir á Landsmót æskulýðsfélaga Þjóðkirkjunnar. Þeir unglingar 14- 18 ára sem hafa tekið þátt í fermingarstörfum safnaðarins síðustu árin eða öðru kirkjulegu starfi eða eru skráðir í æskulýðshópinn eiga kost á að fara á mótið. Yfirskrift mótsins er: Tilkomi þitt ríki – Æskan telur! Flogið verður frá Ósló 15.október og til baka þann 19. Hægt er að skrá sig hjá sr. Örnu til 27.ágúst. Kosnaður verður að mestu greiddur af söfnuðinum. Hafið endilega samband til að fá frekari upplýsingar. Takmarkaður sætafjöldi! 

Read More »