Minningarathöfn um prófessor Kjartan Ottósson

Minningarathöfn um Kjartan Ottósson (f.1956) prófessor í málvísindum og norrænum fræðum við Óslóarháskóla verður í Markus kirke,(Schwensens gt. 15, við Sankthanshaugen). miðvikudaginn 25.ágúst nk. kl.17. 

Kjartan Ottósson lést á Landspítalanum þann 28.  júní sl. og var jarðsunginn á Íslandi.

Blessuð sé minning hans.

Read More »

Latibær til Noregs

Frábær barna og fjölskylduskemmtun með íþróttaálfinum og Sollu stirðu þann 28.ágúst kl.18 í safnaðarheimili Lambertseterkirkju. (Langbölgen 33, 1101 Oslo). Verð nkr.100 pr.mann.

Sýningin er flutt inn af Guðmundi Gíslasyni sem er þakkað hjartanlega fyrir þetta frábæra framtak í þágu yngstu kynslóðarinnar.


Read More »

Hugmynd að barnakór

Íslenski söfnuðurinn er að kanna hvort að það sé áhugi fyrir því meðal foreldra að stofna barnakór sem myndi syngja á Aðventukvöldinu með Ískórnum. Æfingar myndu því bara verða fram að mánaðarmótum nóvember/desember. Hugmyndin er að æfa kannski 1-2 í mánuði og hafa íslenskan kórstjóra. Ef þið haldið að ykkar börn hefðu áhuga þá endilega sendið tölvupóst á starfsmadur@kirkjan.no 

Eins væri gott að heyra ef einhver hefði tök á að taka slíkan kór að sér.

 Read More »