Leikhúsferð 60+

“En tjener for to herrer” 

Hópur 60 ára og eldri ætlar í leikhús laugardaginn 21. okt. kl. 18.00.  Sýningin sem varð fyrir valinu er “En tjener for to herrer” 

Söfnudurinn leggur út fyrir midum  en hlutur hvers og eins af midaverdi er 

kr.200, sem greiðast þegar við hittumst í leikhúsinu kl. 17:30.

 Vinsamlegast látið vita hvort þið hafið áhuga á að slást í hópinn fyrir  fimmtudaginn 12. okt.

Frekari upplysingar:  Snorri  Ásgeirsson og sr. Lilja Kristin 

Ólafíudagurinn

In Memorian Ólafía Jóhannsdóttir í Ólafíustofu sunnudaginn 22. október kl.15 -16:30

 Ár hvert býður Listanefnd safnaðarins upp á glæsilega tónlístar dagskrá á fæðingardegi Ólafíu í Ólafíustofu, Pilestredet Park 20, 0176 Oslo.

Ískórinn syngur og boðið er upp á léttar veitingar . Tekið á móti frjálsum framlögum  í  styrkarstjóð safnaðarins, Ólafíusjóðinn.

Verið hjartanlega velkomin til notalegrar samverustundar á sunnudaginn.

60 ára og eldri hittast

 

60 ára og eldri hittast á fimmtudaginn, 5.október i í Ólafíustofu  kl.12:00.. 

Byrjað er á kyrrðar- og íhugunarstund frá kl.12.15 til 12.30. 
Að helgistundinni lokinni er snæddur hádegisverður og dagskrá hafin.

Þátttakendur taka virkan þátt í að koma á framfæri hugmyndum að dagskrá eða skipuleggja starfið að einhverju leiti

 Fyrirhugad ad fara í leikhús  nú í október og sjá gamanleikritið  “En tjener for to herrer”  sem fengið hefur góða dóma

Við munum kanna áhugann og ræða um frekari tímasetningu á  fundinum.  

Stjórn íslenska safnaðarins hefur ákveðið að styrkja þetta framtak og niðurgreiða  verð aðgangsmiðans um helming fyrir 60ára og eldri, en áhugasömum  á öllum aldri er hjartanlega velkomið að slást í hópinn.

Nánari upplysingar  um frekara fyrirkomulag verða settar inn á heimsíðu safnaðarins eftir fundinn á fimmtudaginn

 

 

 

 

 

 

 

létt -messa í Oslo

Messa verður í Nordbergkirkju sunnudaginn 1.október kl.14.
Sungnir verða sálmar með léttu yfirbragði. Ískórinn leiðir sönginn undir stjórn Gísla J.Grétarssonar.
Vænst er þáttöku fermingarbarna.

Sunnudagaskóli á sama tíma og  hver veit nema þau Rebbi, Nebbi og Rebekka mæti líka?
Kjörið tækifæri fyrir börnin okkar að hitta önnur íslensk börn og viðhalda móðurmálinu.;) en

ekki síður fyrir fullorðna til að spjalla yfir kaffibolla og kökubita sem foreldrar fermingarbarna leggja til á borðið.

Allir eru hjartanlega velkomnir.

Samnorræn messa í gömlu Aker kirkjunni

 

images-2Norræn messa verður í gðmlu Aker kirkjunni í Ósló,  sunnudaginn 24.9  kl.11. (Gamle Aker kirke: Akersbakken 26 , 0172 Oslo )

Prestarnir sr. Ragnheiður Karítas Péturdóttir, sr. Per Andres Sandgren, sr. Anssi Elenius og sr.Morthen Dafinn Sørlie munu leiða messuna. sem fram fer á 4. norðurlandamálum.

 Ískórinn leiðir sönginn undir stjórn Gísla J. Grétarssonar.

 

Kaffi og spjall á eftir í safnaðarheimili kirkjunnar eftir messuna.

Íslenski, sænski og finnski söfnuðurnir í Noregi standa saman að þessari guðsþjonustu.

Athugið messutímann kl.11.

Verið hjartanlega velkomin!

Fjölskyldu messa

Messa fyrir alla fjölskylduna verður haldin sunnudaginn 3.september í  Nordberg kirkju kl.14.

Kirkjukaffi að messu lokinni. Fjölmennum og eigum saman góða og nærandi stund.

Fermingarfræðsla veturinn 2017 -2018

Skráning í fermingarfræðsluna fyrir veturinn 2017-18 er hafin.

Innritun fer fram hér á heimasíðurnni.

Fyrirkomulag fræðslunnar verður auglýst síðar og er skipulagt eftir búsetudreifingu barnanna. 

Fermingardagar fyrir 2018  á vegum íslensku kirkjunnar í Noregi:

Sunnudaginn 1. júlí kl. 11 í Seltjarnarneskirkju á Íslandi.

Mánudaginn 21.mai (annar í hvítasunnu) í Osló. Nordberg kirkja kl. 14.

Aðrar dagsetningar og staðsetningar í Noregi eftir samkomulagi við presta íslensku kirkjunnar.

Fermingarmessa á Íslandi

 

Fermingarmessa í Seltjarnarneskirkju 2.júlí kl.11:00.

 Prestar íslenska safnaðarins í Noregi, sr. Ragnheiður Karítas Pétursdóttir og sr. Lilja Kristín Þorsteinsdóttir, ferma börn sem eru búsett eru erlendis.

 Félagar úr Kammerkór Seltjarnarneskirkju leiða söngin.  Organisti er Glúmur Gylfason. Allir eru hjartanlega velkomnir.

Ólafíustofa

Skrifstofa safnaðarins er lokuð í júlí vegna sumarleyfa. 

Hægt er að ná í  presta safnaðarins, sr. Ragnheiði Karítas Pétursdóttur á netfangið [email protected] og í sima 45455106

og sr.Lilju Kristínu Þorsteinsdóttur  á netfangið [email protected] og í síma 45638846.

Guð gefi ykkur gott og gjöfult sumar.

 

Menighetens kontor er stengt i juli pga sommerferie, men dere kan ta kanotakt med prestene på telefon eller Internet.

Sokneprest Ragnheiður Karítas Pétursdóttir, [email protected] . Mobil 45455106.

Prest/kateket Lilja Kristin Þorsteinsdóttir, [email protected] . Mobil 45638846.

17.júní

 

 1. júní hátíðarhöld á vegjum íslenska safnaðarins í Noregi og Íslendingafélagsins í Osló.Hátíðarhöldin hefjast að þessu sinni við Korsvoll skole.
  Skrúðgangan fer þaðan kl. 13:30 og gengið verður að Nordberg kirkju.
  Þar mun Fjallkonan halda ávarp og Ískórinn syngur að því loknu undir stjórn Gísla Jóhanns Grétarssonar.
  Því næst verður stutt guðsþjónusta í kirkjunni áður en haldið verður áfram dagskránni á plani kirkjunnar.Meðal þess sem í boði verður er:

  Íslensk tónlist
  Veglegt kaffihlaðborð
  SS pylsur
  Íslenskt sælgæti
  Happdrætti með veglegum vinningum
  Andlitsmálun
  Hoppikastali
  Leikir með börnunum
  Börnunum býðst að fara á hestbak
  Óvæntar uppákomur

  Sjáumst í hátíðarskapi!