Hangikjötsveisla 60 ára og eldri 12. janúar í Ólafíustofu

hangikjotFimmtudaginn 12. janúar klukkan 12:00 verður árleg hangikjötsveisla fyrir 60 ára og eldri haldin í Ólafíustofu, Pilestredet Park 20, á vegum Íslensku kirkjunnar í Noregi.

Það má gera ráð fyrir góðri stemningu og boðið verður upp á íslenskt hangikjöt og viðeigandi meðlæti.

Allir 60 ára og eldri hjartanlega velkomnir.

Við hlökkum til að sjá ykkur,

Osvald, Rebekka, Áslaug og Helga.

Jólakveðja

Kæru Íslendingjesubarnar í Noregi!

Við biðjum ykkur blessunar á heilagri jólahátið.

Megi barnið í jötunni færa frið, mildi og kærleika inn í hjörtu ykkar og jólastjarnan lýsa upp líf og veru ykkar alla.

Prestar, starfsfólk og sóknarnefnd

 

Hátíðarmessa annan jóladag í Nordberg kirkju Ósló kl. 14.

nordberg-kirke-julHátíðarmessa verður annan jóladag (26.desember) kl.14 í Nordberg kirkju í Ósló. Sr. Ragnheiður Karítas leiðir stundina.

Ískórinn leiðir sálmasöng og hátíðarmessutón undir stjórn Gísla J. Grétarssonar. Hjörleifur Valsson leikur á fiðlu. Organisti verður Ole Johannes Kosberg.

Kirkjukaffi og jólaball eftir messu í umsjá Íslendingafélagsins.  Dansað í kringum jólatré, sungið og leikið. Glaðningur fyrir yngstu kynslóðina.

Verið hjartanlega velkomin til hátíðarstundar.

Jólamessa og jólaball í Þrándheimi 18. desember kl. 14

bakke-kirkeJólamessa verður haldin næstkomandi sunnudag, 18. desember í Bakke kirkju í Þrándheimi kl. 14.
Sr. Birgir Ásgeirsson leiðir stundina og Hjörleifur Valsson leiðir tónlistina ásamt kór Kjartans.

Sunnudagaskólinn verður á sínum stað undir messunni.

Jólamessukaffi og jólaball eftir messuna í samkomuhúsi Bakke kirkju.
Það verður glaðningur  í boði fyrir börnin og vonandi fáum við einhverja skemmtilega í heimsókn.
Verið hjartanlega velkomin !

Jólaguðsþjónusta í Hellemyr kirkju í Kristiansand 18. desember kl. 14.

jolaball-sunde-kirkjaJólamessa og jólatrésskmmtun í Hellemyr kirkju í Kristiansand (Bydalsveien 19, 4628 Kristiansand S) 4.sunnudag í aðventu 18. desember kl.14.

Sr. Ragnheiður Karítas Pétursdóttir leiðir stundina. Margrét Ólöf Magnúsdóttur, djákni hefur umsjón með sunnudagaskólanum.

Fermingarbörnin kveikja á kertum aðventukransins og aðstoða við helgihaldið.

Ian Richards spilar á orgelið og Kristín Magdalena Ágústsdóttir syngur einsöng.

Jólatrésskemmtun verður á sínum stað eftir guðsþjónustuna í safnaðarheimilinu þar sem dansað verður í kring um jólatréð, Glaðningur handa yngstu kynslóðinni. Jólakaffiveitingar í umsjón Íslendingafélagsins á svæðinu.

Verið hjartanlega velkomin.

 

Aðventumessa í Sunde kirkju í Stavanger 11. desember kl. 14.

sunde-kirkjaSunnudaginn 11. desember, sem er þriðji sunnudagur í aðventu, verður aðventumessa í Sunde kirkju (Mjughøyden 9, 4048) Hafrsfjord/Stavanger, kl. 14. 

Stundina leiðir sr. Ragnheiður Karítas Pétursdóttir sóknarprestur Íslenska safnaðarins í Noregi. Einsöngvari er Katrín Ósk Óskarsdóttir. Organisti er Vidar Vikøren.

Fermingarbörnin sjá um að kveikja á aðventukransinum og aðstoða við helgihaldið.

Sunnudagaskólinn verður á sínum stað í umsjón Þórunnar Ágústu Þórsdóttur. Þar verður sögð jólasaga, sungið og farið í leiki og föndrað jólaföndur.

Að lokinni messu verður jólatrésskemmtun í safnaðarheimilinu í umsjón Íslenska Norska félagsins í Rogalandi og Ryfylke þar sem verður gengið í kringum jólatréð.

Fólk er beðið um að koma með á kaffihlaðborðið ef það hefur tök á því.

                                                                                                                   Verið hjartanlega velkomin!

 

 

 

Aðventumessa í Åssiden kirkju í Drammen 10. desember kl. 14.

assidenAðventumessa verður í Åssiden kirkju í Drammen (Åkerveien 2, 3024 Drammen) laugardaginn 10. desember kl.14.

Sr. Ragnheiður Karítas Pétursdóttir leiðir stundina. Ískórinn syngur og leiðir sálma- og messusöng undir stjórn Gísla J. Grétarssonar. Hjörleifur Valsson fiðluleikari spilar á fiðluna af sinni alkunnu snilld. Organisti og undirleikari er Gróa Hreinsdóttir.

Fermingarbörn aðstoða við messuhaldið.

Sunnudagaskólinn verður á sínum stað að venju á meðan á messu stendur í umsjón Rebekku Ingibjartsdóttur, þar sem sögð verður jólasaga, sungin lög og farið í leiki.

Jólaball í umsjón Íslendingafélagsins í Drammen verður á sínum stað eins og fyrri ár þar sem yngsta kynslóðin fær glaðning. Jólakirkjukaffi á eftir í safnaðarheimilinu. Verið hjartanlega velkomin til kirkju.

Upplestur úr Aðventu eftir Gunnar Gunnarsson 8. desember kl. 12 í Ólafíustofu

Fimmtudaginn adventa8. desember kl. 12 verður jólastemmning í Ólafíustofu, Pilestredet Park 20 í Osló þegar lesið verður upp úr bókinni Aðventu eftir skáldið og rithöfundinn Gunnar Gunnarsson. Við bjóðum upp á léttan hádegisverð og smákökur.

Aðventa kom út á íslensku árið 1939 og er ein vinsælasta bók Gunnars sem gefin hefur verið út á 10 tungumálum um víða veröld. Mörgum finnst sagan jafn ómissandi um jólin og jólaguðspjallið sjálft og lesa hana á hverju ári. Það hefur skapast hefð í Ólafíustofu á aðventunni að lesa upp úr þessari fallegu sögu Gunnars Gunnarssonar þar sem fólk getur kíkt við, hlustað og þegið léttar veitingar og átt saman gott samfélag.

Sagan segir frá hirðinum Benedikt sem leggur í ferð upp til fjalla á aðventunni í leit að kindum. Honum samferða eru bestu vinir hans, hundurinn Leó og hrúturinn Eitill. Þeir félagar lenda í hremmingum á leiðinni ásamt því að velta fyrir sér lífinu og tilverunni.

Við hvetjum fólk til að kíkja við í Ólafíustofu og heyra þessa dásamlegu sögu.

Verið öll hjartanlega velkomin til okkar á aðventunni.

Aðventumessa og jólatrésskemmtun í Skjold kirkju í Bergen 3. desember kl. 14

torgallmenningen-jul-hovedAðventumessa verður í Skjoldkirke, Skjoldlia 55, 5236 Bergen næstkomandi laugardag, 3. desember kl 14:00. Sóknarprestur íslensku kirkjunnar, sr. Ragnheiður Karítas Pétursdóttar þjónar fyrir altari. Söngstjóri er Tanja Johansen, Rebekka Ingibjartsdóttir spilar á fiðlu og Gróa Hreinsdóttir spilar undir á orgel.

Jólasunnudagaskólinn verður á sínum stað í umsjón Gígju Guðbrandsdóttur og Ólafar Halldóru Þórarinsdóttur þar sem verður sungið og sögð jólasaga og fleira skemmtilegt fyrir yngstu kynslóðina. Fermingarbörnin tendra ljósin á aðventukransinum og aðstoða í helgihaldinu.

Að messu lokinni verður kirkjukaffi og jólatréskemmtun í safnaðarheimilinu. Íslendingafélagið í Bergen sér um kaffi og saft, en gestir eru beðnir um að leggja veitingar á kaffiborðið.

Aðventuhátíð Íslendinga í Bergen og nágrenni er hátíðleg og skemmtileg stund þar sem íslensk jólastemming vaknar í hjörtum fólks. Verið hjartanlega velkomin !

Aðventuhátíð í Osló 27. nóvember kl. 13 í Høvik kirkju

Aðventuhátíð fyrir Oslóarsvæðið veadventrður haldin í Høvik kirkju, Sandviksveien 11, 1363 Sandvika, fyrsta sunnudag í aðventu (27.nóvember) kl.13. Listanefnd safnaðarins hefur sett saman metnaðarfulla dagskrá með stórsöngvurum, Ískórnum, sönghópnum Laffa og strengjasveit. Klassískar tónlistarperlur fylla dagskrána í flutningi einsöngvaranna Kolbeins Jóns Ketilssonar tenórs og Margrétar Brynjarsdóttur mezzosópran. Þröstur Eiríksson kantor mun leika á orgelið. Konsertmeistari er Hjörleifur Valsson.

Formaður safnaðarins Arnar Páll Michelsen setur hátíðina að venju með ávarpi. Sr. Ragnheiður Karítas Pétursdóttir sóknarprestur íslensku kirkjunnar flytur hátíðarræðu.

Fermingarbörnin tendra fyrsta kertið á aðventukransinum  og sunnudagaskólinn og krakkahornið verður á sínum stað fyrir yngstu börnin þar sem sögð verður jólasaga. Jólaföndurhorn og leikir í boði fyrir krakkana.

Að venju sér Íslendingafélagið um kirkjukaffi á eftir í safnaðarheimilinu.

Takið fyrsta sunnudag í aðventu frá, sunnudaginn 27.nóvember kl.13.

Verið hjartanlega velkomin.

Listanefnd Íslenska safnaðarins í Noregi