Alþjóðleg messa kl.11:00

Alþjóðleg messa verður haldin í Nordberg kirkju sunnudaginn 21.mai kl.11:00

Þær þjóðir sem halda guðsþjónustur sínar í Nordberg kirkju koma saman og fagna fjölbreytileika kristinna safnaða. 

Messan fer að mestu leyti fram á ensku, en fyrirbænir og söngvar eru flutt á fjölda tungumála.  Meðal þáttakenda er sr. Ragnheiður Karítas Pétursdóttir og Ískórinn undir stjórn Gísla Jóhanns Grétarssonar. Kristin Stang Meløe sóknarprestur leiðir stundina. Organisti er Ole Johannes Kosberg.  Tekið verður samskot sem mun ganga til “NMS”- Norsk missjon selskab.

Að lokinni messu er kirkjugestum boðið að þiggja kaffiveitingar sem eru að þessu sinni i umsjón afríska safnaðarins, Oromo.

VORFERÐ 60+

Fimmtudaginn 4.mai hittast 60 ára eldri í Ólafíustofu Pilestredet Park 20 í Osló.

 

 Fimmtudaginn 11.mai verður Vorferð.  Vorferðin er eins dags ferð i boði safnaðarins.  Mæting kl.9, en við leggjum af stað frá Ólafíustofu, Pilestredet Park 20 í Osló kl.9:15 . Við heimsækjum  Eiðsvoll bygginguna. Þar munum við fá leiðsögn um safnið og snæða léttan málsverð. Þá verður keyrt upp til dómkirkjurústanna í Hamar og þar verður stutt helgistund. Að Því loknu keyrum við í ca. 50.min. út i “óvissuna” ( leyndó) og snæðum middag áður en við höldum heim á leið til Oslo. ‘Aætlaður komutími er milli kl.19-20. Sjáumst hress og kát.

 

Fjölmennum í Nordberg kirkju á sunnudaginn

Aðalsafnaðarfundur verður haldinn þann 7.maí í Nordberg kirkju. 

Messa og sunnudagaskólinn hefst kl.14 og er fundurinn í safnaðarheimilinu strax á eftir.

 Dagskrá aðalsafnaðarfundar er að finna í eldri auglýsingu neðar á heimasíðunni. Fundargögn liggja frammi í Ólafíustofu.

Messa, sunnudagaskóli og aðalfundur safnaðarins

Messa verður í Nordberg kirkju, sunnudaginn 7.maí kl.14:00.
Ískórinn syngur undir stjórn Gísla Jóhanns Grétarssonar.
Prestar eru sr.Ragnheiður Karítas Pétursdóttir og sr.Lilja Kristin Þorsteinsdóttir. Sunnudagskólinn verður á sínum stað. Að þessu sinni er það Gróa Hreinsdóttir sem leiðir stundina, með musik, söng og sögum. Ad lokinni samverustund er öllum kirkjugestum boðið að þigga kaffiveitingar og hvattir til að mæta á aðalfund safnaðarins.

60 ára og eldri hittast

 

Fimmtudaginn 4.mai hittast 60 ára eldri í Ólafíustofu Pilestredet Park 20 í Osló.

Við mætum kl.12:00, en höldum frá Ólafíustofu kl.12:15 til Bygdøy. Þar munu sendiherrahjónin taka á móti okkur.  Eigum saman góðan dag 🙂 

 Fimmtudaginn 11.mai verður Vorferð.  Vorferðin er eins dags ferð i boði safnaðarins. Flott ef allir gætu verið mættir  kl.9 ,en við leggjum af stað frá Ólafíustofu kl.9:15 .

Heimsækjum  Eiðsvoll bygginguna. Þar munum við fá leiðsögn um safnið og snæða léttan málsverð. Þaðan munum við keyra upp til dómkirkjurústanna í Hamar og hafa stutta helgistund.

Að Því loknum keyrum við í ca. 50.min. út i “óvissuna” ( leyndó) og snæðum middag áður en við höldum heim á leið til Oslo. ‘Aætlaður komutími er milli kl.19-20.

Vinsamlegast látið sr.Lilju Kristínu vita um þáttöku fyrir 4.mai. Senda tölvupóst á  [email protected] eða sms 45638846. 

60 ára og eldri

Fimmtudaginn 27.april hittast 60 ára eldri í Ólafíustofu Pilestredet Park 20 í Osló.

Byrjað verður á stuttri kyrrðarstund kl. 12:15 sem sr. Lilja Kristín Þorsteinsdóttir leiðir áður en borðhald hefst kl. 12:30.

 Á boðstólnum verður léttur hádegisverður, plokkfiskur og rúgbrauð.  Endilega kíkið við í Ólafíustofu og njótum þess að eiga gott samfélag.

ATH!  Við ætlum einnig að hittast fimmtudaginn 4.mai í Ólafíustofu á hefðbundnum tíma. Þaðan munum við fara saman í heimsókn til Sendiherrans.

 Fimmtudaginn 11.mai verður Vorferð.  Vorferðin er eins dags ferð i boði safnaðarins. Flott ef allir gætu verið mættir  kl.9 ,en við leggjum af stað frá Ólafíustofu kl.9:15 .

Heimsækjum  Eiðsvoll bygginguna. Þar munum við fá leiðsögn um safnið og snæða léttan málsverð. Þaðan munum við keyra upp til dómkirkjurústanna í Hamar og hafa stutta helgistund.

Að Því loknum keyrum við í ca. 50.min. út i “óvissuna” ( leyndó) og snæðum middag áður en við höldum heim á leið til Oslo. ‘Aætlaður komutími er milli kl.19-20.

Vinsamlegast látið sr.Lilju Kristínu vita um þáttöku fyrir 4.mai. Senda tölvupóst á  [email protected] eða sms 45638846. 

Páskamessa 17.apríl í Nordberg kirkju

Hátíðarmessa verður á annan páskadag kl.14 í Nordberg kirkju í Osló.  Ískórinn leiðir sálma og messusvör undir stjórn Gísla Jóhanns Grétarssonar.  Sr. Ragnheiður Karítas Pétursdóttir predikar og þjónar fyrir altari. Sunnudagaskólinn og páskaeggjaleit verður með sr.Lilju Kristínu Þorsteinsdóttur.  Að lokinni messu eru allir  hjartanlega velkomnir í kirkjukaffið sem er í umsjá Íslendingafélagsins. Eigum saman góða og fögnum sigri lífsins.

Helgistund á Skírdag

Helgistund verður haldin í Ólafíustofu á Skirdag 13.apríl, kl.17:00.

Að lokinni helgistund er boðið upp á léttan málsverð.

Allir eru hjartanlega velkomnir.

Lokað í Dymilviku

‘Olafíustofa verður lokur í Dymilviku, frá 10. – 12.april

Aðalfundur safnaðarins

Aðalsafnaðarfundur verður haldinn þann 7.maí í Nordberg kirkju. Messa hefst kl.14 og er fundurinn í safnaðarheimilinu strax á eftir.

Boðað hefur verið til fundarins í fréttabréfi safnaðarins og í messum.

 

Dagskrá aðalsafnaðarfundar samkvæmt lögum safnaðarins:

  1. Formaður kannar hvort til fundar sé löglega boðað
  2. Kosning fundarstjóra og fundarritara

c .Skýrsla formanns

  1. Stefna stjórnar
  2. Skýrsla sóknarprests
  3. Fjárhagsáætlun og ársreikningar lagðir fram

g.Tillögur

  1. Kosning í stjórn og aðrar nefndir ef þörf krefur
  2. Önnur mál

Um aðalsafnaðarfund segir m.a í 2.gr. laga safnaðarins:

Aðalsafnaðarfundur fer með ákvörðunarvald safnaðarins í málum þeim sem undir fundinn heyra samkvæmt lögum eða lögmætum ákvörðunum.

Aðalsafnaðarfundur er vettvangur starfsskila og reiknisskila af hendi stjórnar safnaðarins og einstakra nefnda á vegum safnaðarins. Þar skulu rædd málefni safnaðarins, þar á meðal þau mál sem lögmælt er að undir fundinn séu borin.

Aðalsafnaðarfund skal að jafnaði halda fyrir maí lok. Til hans skal boðað með fjögurra vikna fyrivara. Aðra safnaðarfundi skal halda ef meirihluti stjórnar safnaðarins óskar þess, eða 150 safnaðarmanna sem atkvæðisrétt hafa á safnaðarfundum.

Tillögur til aðalfundar skulu berast safnaðarstjórn fyrir 1. mars ár hvert.

Safnaðarmenn njóta kosningarréttar og kjörgengis á safnaðarfundum þegar þeir eru fullra sextán ára.

 

 

Fundargögn liggja frammi í Ólafíustofu.