60 ára og eldri hittast

Á fimmtudaginn kemur Sigurdís Reynisdóttir í heimsókn í Ólafíustofu.
Sigurdís er sjúkraþjálfari og íþrótta- og heilsufræðingur..

Eftir að við höfum neytt léttrar máltíðar mun Sigurdís m.a. ræða um mikilvægi hreyfingar, á líkama og sál á ólíkum aldurskeiðum.

Það gefst einnig tækifæri til að bera fram spurningar og taka þátt í fræðandi og uppbyggjjulegu samtali.
Ef þú hefur áhuga og tækifæri til þess að koma og vera með, þó þú sért ekki orðin 60, ertu hjartanlega velkomin.

Messa og sunnudagaskóli

Guðsþjónusta  verður  á sunnudaginn 5.nóvember kl.14 i Nordberg kirkju.

Látinna ástvina og genginna kynslóða er minnst, .

Altarisganga og kveikt á kertum. Prestur tekur á móti fyrirbænarefnum.

Ískórinn syngur undir stjórn Gísla Jóhanns Grétarssonar. Kristín Magdalega Ágústsdóttir syngur einsöng.

Organisti er Gróa Hreinsdóttir.

Sunnudagaskólinn verður á sama tíma í umsjón Rebba og Rebekku.

Allir eru hjartanlega velkomnir og allar veitingar á kaffiborðið okkar eru vel þegnar.

 

 

 

 

In memorian

Tónlistarveisla, kaffi og kökur.
Sunnudaginn 22.okt. kl.15, komum við saman í minningu Ólafíu Jóhannesdóttur á fæðingardegi hennar.

Glæsileg tónlistar dagskrá stundarinnar er í höndum listanefndar safnaðarins. Ískórinn flytur verk Gisla Jóhanns Grétarssonar, Játningu Ólafíu.

Hjörleifur Valsson fiðluleikari og Gróa Hreinsdóttir píanoleikari, fara á kostum.

Hjartanlega velkomir til notalegrar samverustunda í húsi safnaðarins,

Ólafíustofu Pilestredet Park 20, 0176 Oslo

Fréttabréf haust 2017

Við viljum vekja athygli  á Fréttabréfinu okkar. 

Í sparnaðarskyni verður  þaö ekki sent út til til safnaðarmeðlima heldur verður eingönu á rafrænu formi. Áhugasamir geta  lesið Fréttabréfið  hér á heimsíðurnni og/ eða prentað það út.  Ef þið kjósið að fá Fréttabréfið í pappírsformi, en hafið ekki aðgengi að prentara, er bara að senda sr. Lilju Kristínu línu með nafni og heimiilsfangi. 

 

Leikhúsferð 60+

“En tjener for to herrer” 

Hópur 60 ára og eldri ætlar í leikhús laugardaginn 21. okt. kl. 18.00.  Sýningin sem varð fyrir valinu er “En tjener for to herrer” 

Söfnudurinn leggur út fyrir midum  en hlutur hvers og eins af midaverdi er 

kr.200, sem greiðast þegar við hittumst í leikhúsinu kl. 17:30.

 Vinsamlegast látið vita hvort þið hafið áhuga á að slást í hópinn fyrir  fimmtudaginn 12. okt.

Frekari upplysingar:  Snorri  Ásgeirsson og sr. Lilja Kristin 

Ólafíudagurinn

In Memorian Ólafía Jóhannsdóttir í Ólafíustofu sunnudaginn 22. október kl.15 -16:30

 Ár hvert býður Listanefnd safnaðarins upp á glæsilega tónlístar dagskrá á fæðingardegi Ólafíu í Ólafíustofu, Pilestredet Park 20, 0176 Oslo.

Ískórinn syngur og boðið er upp á léttar veitingar . Tekið á móti frjálsum framlögum  í  styrkarstjóð safnaðarins, Ólafíusjóðinn.

Verið hjartanlega velkomin til notalegrar samverustundar á sunnudaginn.

60 ára og eldri hittast

 

60 ára og eldri hittast á fimmtudaginn, 5.október i í Ólafíustofu  kl.12:00.. 

Byrjað er á kyrrðar- og íhugunarstund frá kl.12.15 til 12.30. 
Að helgistundinni lokinni er snæddur hádegisverður og dagskrá hafin.

Þátttakendur taka virkan þátt í að koma á framfæri hugmyndum að dagskrá eða skipuleggja starfið að einhverju leiti

 Fyrirhugad ad fara í leikhús  nú í október og sjá gamanleikritið  “En tjener for to herrer”  sem fengið hefur góða dóma

Við munum kanna áhugann og ræða um frekari tímasetningu á  fundinum.  

Stjórn íslenska safnaðarins hefur ákveðið að styrkja þetta framtak og niðurgreiða  verð aðgangsmiðans um helming fyrir 60ára og eldri, en áhugasömum  á öllum aldri er hjartanlega velkomið að slást í hópinn.

Nánari upplysingar  um frekara fyrirkomulag verða settar inn á heimsíðu safnaðarins eftir fundinn á fimmtudaginn

 

 

 

 

 

 

 

létt -messa í Oslo

Messa verður í Nordbergkirkju sunnudaginn 1.október kl.14.
Sungnir verða sálmar með léttu yfirbragði. Ískórinn leiðir sönginn undir stjórn Gísla J.Grétarssonar.
Vænst er þáttöku fermingarbarna.

Sunnudagaskóli á sama tíma og  hver veit nema þau Rebbi, Nebbi og Rebekka mæti líka?
Kjörið tækifæri fyrir börnin okkar að hitta önnur íslensk börn og viðhalda móðurmálinu.;) en

ekki síður fyrir fullorðna til að spjalla yfir kaffibolla og kökubita sem foreldrar fermingarbarna leggja til á borðið.

Allir eru hjartanlega velkomnir.

Samnorræn messa í gömlu Aker kirkjunni

 

images-2Norræn messa verður í gðmlu Aker kirkjunni í Ósló,  sunnudaginn 24.9  kl.11. (Gamle Aker kirke: Akersbakken 26 , 0172 Oslo )

Prestarnir sr. Ragnheiður Karítas Péturdóttir, sr. Per Andres Sandgren, sr. Anssi Elenius og sr.Morthen Dafinn Sørlie munu leiða messuna. sem fram fer á 4. norðurlandamálum.

 Ískórinn leiðir sönginn undir stjórn Gísla J. Grétarssonar.

 

Kaffi og spjall á eftir í safnaðarheimili kirkjunnar eftir messuna.

Íslenski, sænski og finnski söfnuðurnir í Noregi standa saman að þessari guðsþjonustu.

Athugið messutímann kl.11.

Verið hjartanlega velkomin!

Fjölskyldu messa

Messa fyrir alla fjölskylduna verður haldin sunnudaginn 3.september í  Nordberg kirkju kl.14.

Kirkjukaffi að messu lokinni. Fjölmennum og eigum saman góða og nærandi stund.