Hátíðarmessa og sunnudagaskóli

Við hefjum vetrarstarf Íslenska safnaðarins með hátíðlegri og hlýlegri innsetningarmessu þann 8. september kl. 15.00 í Bøler kirke í Osló, en við fáum góða gesti frá Íslandi í heimsókn til okkar af því tilefni. Sr. Helga Soffía Konráðsdóttir, prófastur setur sr. Ingu Harðardóttur formlega í embætti en þær þjóna í messunni ásamt sr. Þorvaldi Víðissyni, […]

Read More »

Skírn

Falleg skírn fór fram í Nordmarka þar sem Alexandra Sól var borin til skírnar í faðmi sinna nánustu og skógarins, umvafin kærleika, hlýju og sólskini. Íslenski söfnuðurinn óskar fjölskyldunni innilega til hamingju. Guð blessi Alexöndru Sól. Megi gæfan þig geyma, megi Guð þér færa sigurlag, megi sól lýsa þína leið, megi ljós þitt skína sérhvern […]

Read More »

Fermingarfræðslan fer af stað

Fermingarfræðslan hjá Íslenska söfnuðinum er aðeins öðruvísi en hjá öðrum kirkjum þar sem fermingarbörnin eru dreifð um allan Noreg en öll fermingarbörnin taka þátt, sum með því að mæta í Ólafíustofu í Osló en önnur eru með á netinu. Við notum fjölbreytta og skapandi kennsluhætti, veltum lífinu og tilverunni fyrir okkur og vinnum allskonar verkefni […]

Read More »

Skírn

Í faðmi fjalla og fjarða liggur fallegi bærinn Balestrand í Sogn og Fjordane og þar var Georg svo lánsamur að vera borinn til skírnar í fallegri heimaskírn, umvafinn sinni nánustu fjölskyldu, kærleika þeirra og hlýju. Íslenski söfnuðurinn óskar fjölskyldunni innilega til hamingju með skírnina! Guð blessi Georg.   Ó, Jesús bróðir besti og barnavinur mesti, […]

Read More »

Tónleikar kórsins Vox Felix

Þann 19. ágúst mun kórinn Vox Felix heimsækja Osló og halda tónleika í Sænsku kirkjunni Margeret Kyrkan tónleikarnir eru klukkan 20:00.   Nánari upplýsingar er hægt að nálgast á Facebook viðburð tónleikanna. https://www.facebook.com/events/851183375278097/  

Read More »