Alþjóðlegur bænadagur kvenna 4.mars í Nordberg kirkju kl.18.30

Bænastund með bænum sem konur frá Chile hafa undirbúið föstudagskvöldið 4. mars kl.18.30. Alþjóðlegur matur á eftir í safnaðarheimilinu. Norski söfnuðurinn, afríkanskur og kínverskur ástamt íslenska söfnuðinum leiða stundina. Verið hjartanlega velkomin.

Taize messa í Nordberg kirkju 6.mars kl.14

Taize messa verður í Nordberg kirkju kl.14 þann 6.mars. Hjörleifur Valsson sem er kirkjugestum vel kunnur leikur á fiðluna í messunni. Ískórinn leiðir sálmasöng og messusvör. Barnakórinn æfir og sunnudagaskólinn er á sínum stað. Fermingarbörnin aðstoða. Altarisganga. Bænabandið kynnt. Kirkjukaffi og spjall á eftir í safnaðarheimilinu í umsjá Íslendingafélagsins. Verið hjartanlega velkomin. Sr. Arna Grétarsdóttir.

Fjölskylduguðsþjónusta í Skien kirkju kl.13.30

Fjölskylduguðsþjónusta verður í Skien kirkju sunnudaginn 13. febrúar kl.13.30. Hlakka til að hitta Íslendinga og eiga notalega stund í þessari stóru og fallegu kirkju. Kaffi og spjall á eftir. Verið hjartanlega velkomin.

Fjölskylduguðsþjónusta í Nordberg kirkju

Fjölskylduguðsþjónusta kl.14 í Nordberg kirkju í Ósló. Sr. Sigrún Hermannsdóttir þjónar í afleysingum. Ískórinn syngur og Peggy verður við píanóið. Sunnudagaskólaleiðtogarnir á sínum stað. Líf og fjör í kirkjunni. Verið hjartanlega velkomin.

Messa í Nordberg kirkju á sunnudaginn 23.janúar kl.11

Þetta er sameiginleg messa með Nordbergsöfnuði og íslenska söfnuðinum og fer messan fram á báðum tungumálum. Sr. Arna predikar um trú, tákn og tilfinningar og verður predikuninni varpað upp á skjávarpa á norsku og ensku. Sr. Egil Nordber sóknarprestur þjónar fyrir altari ásamt sr. Örnu. Barnakórinn og Ískórinn syngur undir stjórn Ketil Grøtting. Peggy Loui Jenset situr við orgelið að venju. Kaffið og spjallið á sínum stað eftir messuna. Hlakka til að sjá ykkur á nýju ári. Verið hjartanlega velkomin. ATH! Messan hefst kl.11.

Hátíðarmessa og jólaball annan jóladag kl.14 í Ósló

Hátíðarmessa verður í Nordberg kirkju í Ósló annan jóladag kl.14. (26.desember). Ískórinn syngur og leiðir sálma og messusvör. Hjörleifur Valsson leikur á fiðlu og Lindita Ottarsson syngur einsöng. Barnakórinn syngur. Jólaball og kaffi á eftir í umsjá Íslendingafélagsins. Verið hjartanlega velkomin. 

Jólamessa og jólaball í Þrándheimi kl.13

Jólaguðsþjónusta í Tempe kirkju kl.13 n.k sunnudag 19. desember. Syngjum jólasálmana, kveikjum á aðventukertunum og hlustum á jólaguðspjallið. Á eftir býður Íslendingafélagið upp á kaffi og dansað verður kringum jólatré. Það hefur heyrst að jólasveinninn komi með íslenskt gotterí til barnanna. Verið hjartanlega velkomin.

Jólamessa í Stavanger kl.11 – Ískórinn syngur

Jólamessa og jólaball í Varden kirkju í Stavanger kl.11 sunnudaginn 12. desember. Katrín Ósk Óskarsdóttir syngur einsöng. Ískórinn syngur undir stjórn Ketil Grötting. Fermingarbörnin aðstoða. Jólaball og kaffihlaðborð á eftir í umsjá Íslendingafélagsins. Barnastarfið tekur virkan þátt. Verið hjartanlega velkomin.

Jólamessa og jólaball í Drammen og Bergen næstu helgi

4. desember (laugardagur) – Jólamessa í Åssiden kirkju í Drammen kl.14. Ískórinn syngur og leiðir sálmasöng. Jólaball og kaffi í umsjá norsk-íslenska vinafélagsins. Jólabasar. Allir geta komið með vörur á basarinn. Sunnudagaskólinn á sama tíma í umsjá Svölu.
 

5. desember – Jólamessa í Åsane kirkju í Bergen kl.14. Nýstofnaður Íslendingakór mun syngja. Ingibjartur Jónsson leikur á orgelið. Jólaball og kaffi á eftir í umsjá Íslendingafélagsins. Sunnudagaskólinn á sama tíma í umsjá Helgu.
 

Hlakka til að sjá ykkur. Arna Grétarsdóttir prestur.

Aðventuhátíð í Ósló kl.14 – fyrsta sunnudag í aðventu

Næsti sunnudagur 28.nóvember er fyrsti sunnudagur í aðventu og þá verður að venju mikil hátíð hjá söfnuðinum í Nordberg kirkju í Ósló kl.14. Ískórinn syngur ásamt barnakór safnaðarins undir styrkri stjórn Ketil Grøtting. Pálmi Gunnarsson og hljómsveit taka falleg jólalög. Davíð Þór Jónsson flytur hátíðarræðu. Formaður safnaðarstjórnar Gunnar Hólm setur hátíðina. Kaffi og kökur í umsjá Íslendingafélagsins í safnaðarheimilinu á eftir. Hefjum jólaundirbúninginn með því að hleypa fallegum tónum að sálunni. Verið hjartanlega velkomin.