Leiðtogar í barnastarfi kirkjunnar á námskeið

 Elín Elísabet Jóhannsdóttir fræðslufulltrúi á Biskupsstofu er komin til Óslóar með leiðtoganámskeið fyrir leiðtoga í barnastarfi kirkjunnar. Leiðtogar íslensku safnaðanna hér í Noregi, Svíþjóð og Danmörku sækja námskeiðið ásamt prestum. Þetta er árvisst námskeið sem haldið er til skiptis í þessum löndum. Þar er farið yfir fræðsluefni komandi vetrar og nýjar aðferðir kenndar í boðun fagnaðarerindisins meðal barna og unglinga. 

Í vetur verður starfræktur sunnudagaskóli í Ósló, Drammen, Fredrikstad, Stavanger og Bergen. Leiðtogar eru allir með góða reynslu í að starfa með börnum og unglingum. Vetrarstarfið verður auglýst nánar í fréttabréfi safnaðins sem kemur út síðar í september. Sunnudagaskóli er starfræktur einu sinni til tvisvar í mánuði á þeim stöðum um landið þar sem leiðtogar eru til staðar.

Sigrún Hermannsdóttir vígð til prests í Norsku kirkjunni

Sigrún Hermannsdóttir can.theol. verður vígð til prests n.k sunnudag 5.september kl.18 í Dómkirkjunni í Fredrikstad. Sigrún verður vígð inn í þjónustu hjá Norsku kirkjunni.

Við óskum Sigrúnu Guðs blessunar á akri þjónustunnar við Guð og menn. 

Sóknarfundur

Næsti fundur safnaðarins verður mánudaginn 6. september.