Guðsþjónusta í Nordberg kirkju 4.október kl.14

Guðsþjónusta verður í Nordberg kirkju sunnudaginn 4.október kl.14. Nýr sendiherra Íslands í Noregi Hermann Ingólfsson verður sérstaklega boðinn velkominn ásamt fjölskyldu sinni og mun ávarpa kirkjugesti. Arnar Páll Michelsen formaður safnaðarstjórnar og Einar Helgason gjaldkeri lesa ritningarlestra. Ískórinn syngur og leiðir sálmasöng undir stjórn Gísla Grétarssonar. Hjálmar Sigurbjörnsson leikur á trompet. Organisti er Ole Johannes […]

Read More »

Unglingafundur í Ólafíustofu á laugardag kl.17

Þá er komið að fyrsta fundi unglingastarfsins fyrir Osló og nágrenni.  Ruth og Hreinn ætla að hitta unglingana í Ólafíustofu á laugardaginn 19. september kl.17. Væri gaman að sjá bæði ný og gömul andlit. Farið verður í leiki og hugmyndaflæði fyrir næstu fundi. Undirbúningur fyrir Landsmót æskulýðsfélaga á Íslandi. Sjáumst hress, Ása Laufey, Ruth og […]

Read More »

Sr. Egil Nordberg sóknarprestur í Nordberg kirkju lætur af störfum

Sr. Egil Nordberg lætur af embætti sóknarprests í Nordberg söfnuði í Oslo, sökum aldurs.  Í um 15 ára skeið hefur Íslenski söfnuðurinn átt sinn griðarstað í Nordberg kirkju þar sem guðsþjónustur og sunnudagaskóli hafa fengið inni. Egil var um árabil prestur meðal norðmanna í London og hefur því haft mikinn skilning og þekkingu á kirkjustarfi […]

Read More »

Skráning í fermingarfræðslu veturinn 2015-16 er hafin

Skráning í fermingarfræðslu, Íslenska safnaðarins í Noregi, er hafin fyrir veturinn 2015-2016.  Foreldrar fermingarbarna sem vilja skrá börnin sín í fermingarfræðslu gera það rafrænt hér á heimasíðunni okkar, til hægri á síðunni undir „fermingarskráning“. Fermingarfræðslan saman stendur af tveimur helgarnámskeiðum í samstarfi við íslensku söfnuðina í Svíþjóð og Danmörku.  Námskeiðin fara fram í Aah Stiftgaard […]

Read More »

Ólafíustofa lokuð í júlí

Vegna sumarleyfa verður Ólafíustofa (skrifstofa safnaðarins) lokuð í júlí. Prestur verður að sjálfsögðu á  neyðarvaktinni í sumar og bent er á farsíma þeirra og símatíma sem sjá má hægra megin á forsíðu heimasíðunnar. Einnig er hægt er að senda prestum tölvupóst með athafnabeiðnum eða öðrum erindinum. Guð blessi ykkur sumarið og gefi sól í sálu.

Read More »

Fermingarmessa í Seltjarnarneskirkju

Á vegum Íslenska safnaðarins í Noregi verður messa í Seltjarnarneskirkju n.k sunnudag kl. 11. Þetta er árleg messa þar sem íslensk fermingarbörn búsett í Noregi eru fermd.  Í ár verða fermd 22 börn í messunni. Kammerkór Seltjarnarneskirkju leiðir sálmasöng og messusvör. Glúmur Gylfason leikur á orgel. Gengið verður til altaris. Sr. Arna Grétarsdóttir og sr. […]

Read More »