Messa í Nordberg kirkju annan hvítasunnudag

Hátíðleg messa verður annan hvítasunnudag 25.maí kl.14 í Nordberg kirkju í Ósló. Ískórinn syngur og leiðir messusvör undir styrkri stjórn Gísla J. Grétarssonar. Hjörleifur Valsson leikur á fiðlu og organisti er Ole Johannes Kosberg. Fermt verður í messunni eins og venja er hjá söfnuðinum þennan dag og lesa fermingarbörnin ritningarversin sín fyrir kirkjugesti. Prestar safnaðarins […]

Read More »

Vorfagnaður 60 ára og eldri

Næstkomandi fimmtudag, 7. maí kl. 12:30, verður haldin vorfagnaður hjá 60 ára og eldri. Þetta er lokahittingur okkar fyrir sumarfrí. Við ætlum að hittast á Karlsborg Spiseforretning, Kongsveien 21. Þeir sem vilja verða samferða okkur mega endilega mæta í Ólafíustofu, Pilestredet Park 20, kl. 12:00. Við hlökkum til að sjá sem flesta !

Read More »

Stofustund í Ólafíustofu – Söngur og sögur með Ómari Diðrikssyni og gestum

Ómar Diðriksson söngvaskáld og trúbador verður með stofustund í Ólafíustofu í Osló laugardaginn 16. maí kl. 17:00. Hann mun segja sögur af fólki og sinni tónlistarsköpun ásamt því að leika á gítar og taka mörg af sínum lögum. Auk Ómars koma fram góðir gestir s.s. Hjörleifur Valsson fiðluleikari, Gróa Hreinsdóttir píanisti, Lilja Margrét Ómarsdóttir söngkona […]

Read More »