Opnun nýs húsnæðis, messa og aðalfundur í Ósló 6. maí n.k

Söfnuðurinn hefur fest kaup á skrifstofuhúsnæði og litlum fjölnota sal við Pilestedet Park 20 í Ósló.

Hátíðleg dagskrá verður í tilefni flutninganna í tengslum við aðalfund og messu sunnudaginn 6. maí.

Dagskráin er sem hér segir:

Kl. 11           Hátíðleg athöfn við opnun nýs húsnæðis við Pilestedet Park 20.

Kl.12             Súpa og brauð

Kl.13:15        Rúta að Nordberg kirkju.

Kl.14              Messa í Nordbergkirkju og aðalfundur safnaðarins í safnaðarheimilinu strax á eftir,                           Venjuleg aðalfundarstörf.

Verið hjartanlega velkomin.

Sunnudagaskóli í Åssiden kirkju í Drammen

 Sunnudagaskólinn í Åssiden kirkju í Drammen kl.13 sunnudaginn 22.apríl.

Að þessu sinni kemur Bogi æskulýðsleiðtogi og sér um stundina ásamt Sigga Jóni og Ruth. Verið velkomin.

 

Messa i Gjesdal kirkju í Stavanger 15.apríl kl.14.

Verið hjartanlega velkomin til messu í Gjesdal kirkju í Stavanger næsta sunnudag 15.apríl kl.14. Fermd verða þrjú fermingarbörn og sunnudagaskolinn verður á sínum stað í umsjá Lilju og Línu. Katrín Ósk Óskarsdóttir mun syngja fyriri kirkjugesti. Fermingarbörn aðstoða við helgihaldið. Kirkjukaffi og kræsingar að hætti Siggu og Íslendingafélagsins. Verið hjartanlega velkomin.

Guðsþjónusta í Nordberg kirkju í Ósló á sunnudaginn!

Pálmasunnudagur er á sunnudaginn n.k 1.apríl. Þá verður messa í Nordberg kirkju kl.14. Fermingarbörnin ætla að sveifla pálmagreinum og aðstoða við helgihaldið. ískórinn syngur sálma Herra Sigurbjörns Einarssonar heitins við undirleik Peggyar organista og Hjörleifs fiðluleikara.  Verið hjartanlega velkomin.

Fjölskylduguðsþjónusta og bænastund fyrir látnum sjómönnum í Ålesundkirkju kl.15 n.k sunnudag

Verið velkomin í Ålesund kirkju sunnudaginn 25.mars kl.15. Kveikt verður minningarljós fyrir látna sjómenn. Börnin eru sérstaklega boðin velkomin og fá þau sunnudagaskólann á DVD "Daginn í dag. Safnaðarstjórn íslenska safnaðarins mætir og hittir kirkjugesti. Sr. Þráinn Haraldsson prestur við Ålesund kirkju og Sr. Arna Gretarsdottir þjóna. Verið hjartanlega velkomin.

Fyrsti og flottasti æskulýðsfundur aldarinnar!!

Æskulýðsfélag íslenska safnaðarins ætlar miðvikudaginn 21. mars kl. 17.00 að halda sinn fyrsta æskulýðsfund.

Verður hann haldinn í Nordberg kirke (Kringsjågrenda 1, 01861 Oslo) og er fyrir alla unglinga á aldrinum 13-15 ára á Óslóar svæðinu.

Lofað verður miklu fjöri sem leiðtogarnir Siggi og Bogi munu halda uppi! Boðið verður upp á leiki og fjör, veitingar ofl. skemmtilegt.

Hlökkum til að sjá sem flesta.

 

Sálgæsluviðtöl

Hægt er að fá sálgæsluviðtöl hjá Maríu Gunnarsdóttur prestsnema á mánudögum kl. 10:00-15:00 í mars og apríl.

Tímar bókaðir á skrifstofu safnaðarins, sími: 22360140.

Latibær í Fjölskylduguðsþjónustum í Ósló og Bergen næstu helgi

Laugardaginn 10.mars kl.14 verður fjölskylduguðsþjónusta í Nordberg kirkju. Sunnudagaskólaleiðtogarnir hafa umsjón með stundinni ásamt sr. Örnu sem verður með gítarinn með í för.

Sunnudaginn 11.mars kl.14 verður fjölskylduguðsþjónusta í Sælen kirkju í Fyllingsdalen. Börn borin til skírnar og Íslendingakórinn í Bergen syngur. Ingibjartur Jónsson er organisti. Helga og sr. Arna hafa umsjón með stundinni.

Íþróttaálfurinn verður sérstakur gestur og lagt verður út frá 1.Kór.9.24-27.

Verið hjartanlega velkomin.

Messa í Nordberg kirkju kl.14 á sunnudaginn

Verið hjartanlega velkomin til messu í Nordberg kirkju í Ósló sunnudaginn 4.mars n.k. kl.14. Ískórinn syngur af sinni alkunnu snilld og María Gunnarsdóttir guðfræðinemi predikar. Altarisganga. Sunnudagaskólinn á sama tíma. Kaffi og kræsingar að messu lokinni. Fermingarbörnin aðstoða við helgihaldið. Hlakka til að sjá ykkur. Arna prestur.

Fjölskylduguðsþjónusta í Geilo kulturkyrke kl.16

Sunnudaginn 19.febrúar  kl.16 verður fjölskylduguðsþjónusta í Geilo kulturkyrke (nýju kirkjunni í Geilo). Söngur, leikur og sprell. Öllu varpað á skjá. Allar fjölskyldur fá geisladiskinn "Daginn í dag" að gjöf frá söfnuðinum. Að stundinni lokinni verður boðið upp á pizzupartý. Umsjón hafa Sakarías Ingólfsson og sr. Arna Grétarsdóttir prestur safnaðarins. Að sjálfsögðu eru allir Íslendingar og þeirra fólk velkomið til kirkju.