Sjálfstyrkingarnámskeið og messa í Tromsø

Sjálfstyrkingarnámskeið fyrir konur verður haldið á Sommerøya rétt utan við Tromsø laugardaginn 4. júní frá kl.14.30-17.30.

Leiðbeinendur á námskeiðinu eru Eygló Sigmundsdóttir sálfræðingur og sr. Arna Grétarsdóttir. Á námskeiðinu verður fjallað um sjálfstraust og samskipti; hvernig mótast sjálfsmynd okkar og hvernig viðhelst hún? Einnig verður fjallað um hvernig við getum tamið okkur meiri ákveðni í samskiptum og gerðar verða sjálfstyrkjandi æfingar. Mindfulnessæfingar, slökun, íhugun og bæn. Spennandi námskeið sem gefur þátttakendum nýja sín og aukið sjálfstraust. Kostnaður við námskeiðshald er greitt af söfnuðinum. Sendið skráningu til Brynju Gunnarsdóttur: [email protected]

Messa verður í Elverhøy kirkju sunnudaginn 5.júní (sjómannadaginn) kl.14. Kammerkór Tromsø syngur og leiðir sálmasöng. Organisti er Paul Gunnar. Kaffi og kökur á eftir í umsjá Íslendingafélgasins. Verið hjartanlega velkomin.

Guðsþjónusta í Ålesund kirkju sunnudaginn 15.maí kl.14.

Verið hjartanleg velkomin í guðsþjónustu í Ålesund kirkju n.k sunnudag kl.14. Notaleg og létt helgistund á íslensku sniðin að börnum og fullorðnum. Íslenskur sunnudagaskóli verður á svæðinu reglulega næsta vetur og væri gaman að sjá hversu margir hefðu áhuga á barnastarfi á þessu svæði. Hlakka til að sjá sem flesta. Verið hjartanleg velkomin. Arna Gr.

Guðsþjónusta í Ålesund kirkju sunnudaginn 15.maí kl.14.

Verið hjartanleg velkomin í guðsþjónustu í Ålesund kirkju n.k sunnudag kl.14. Notaleg og létt helgistund á íslensku sniðin að börnum og fullorðnum. Íslenskur sunnudagaskóli verður á svæðinu reglulega næsta vetur og væri gaman að sjá hversu margir hefðu áhuga á barnastarfi á þessu svæði. Hlakka til að sjá sem flesta. Verið hjartanleg velkomin. Arna Gr.

Guðsþjónusta og aðalfundur í Nordberg kirkju í Ósló

Guðsþjónusta og sunnudagaskóli kl.14. Fermingarbörn aðstoða. Hjörleifur Valsson leikur á fiðlu. Ískórinn syngur undir stjórn Ketil Grötting. Ískórinn mun afhenda Ólafíusjóðnum fé sem safnaðist á tónleikum í apríl. Organisti Peggy Jenset Loui. Aðalfundur safnaðarins verður svo haldinn í safnaðarheimilinu eftir guðsþjónustuna. Kaffi og meðlæti í umsjá Íslendingafélagsins í Ósló. Verið hjartanlega velkomin til kirkju 1. sunnudag eftir páska.

Guðsþjónusta í Skjold kirkju í Bergen

Guðsþjónusta í Skjold kirkju í Bergen sunnudaginn 10.apríl kl.14. Sr. Sigrún Hermannsdóttir þjónar. Ingibjartur Jónsson leikur á orgelið og Helga Sigríður Þórsdóttir hefur umsjón með sunnudagaskólanum. Páskaeggjaleit fyrir börnin. Kaffihlaðborð á eftir. Þau sem geta eru beðin um að taka með sér á hlaðborðið. Verið hjartanlega velkomin til notalegs samfélags.

Guðsþjónusta í Nordberg kirkju í Ósló

Guðsþjónusta næsta sunnudag 3.apríl kl.14 í Nordberg kirkju. Sunnudagaskólinn og barnakórinn á sínum stað. Ískórinn syngur. Sr. Sigrún Hermannsdóttir þjónar. Kaffi og meðlæti á eftir í umsjá Íslendingafélagsins í Ósló. Verið hjartanlega velkomin.

Guðsþjónusta í Molde

Guðsþjónusta í Molde sunnudaginn 27.mars kl.14 í Røbekk kirkju. Tengiliður safnaðarins Theódóra Baldvinsdóttir og Heiðar Páll Ragnarsson lesa ritningarlestra. Stjórn safnaðarins mætir í messuna og heilsar upp á kirkjugesti. Kaffi á eftir. Verið hjartanlega velkomin.

Sunnudagaskóli og kór á sunnudaginn kl.14 í Nordberg kirkju

 Verið velkomin með börnin í sunnudagaskóla og kór sunnudaginn 20.mars kl.14 í Nordberg kirkju. Marta, Helga og Ketil kórstjóri taka vel á móti börnunum. Næsta messa, sunnudagaskóli, kór og kirkjukaffi er 3. apríl í Ósló.

Fjölskylduguðsþjónusta í Stavanger

 Fjölskylduguðsþjónustan er í Varden kirkju kl.14 sunnudaginn 13.mars. Sr. Sigrún Hermannsdóttir leiðir stundina. Fermingarbörnin aðstoða í messunni. Organisti Varden kirkju spilar. Kaffi og hlaðborð að venju eftir stundina í umsjá Íslendingafélagsins. Verið hjartanlega velkomin.

Alþjóðlegur bænadagur kvenna 4.mars í Nordberg kirkju kl.18.30

Bænastund með bænum sem konur frá Chile hafa undirbúið föstudagskvöldið 4. mars kl.18.30. Alþjóðlegur matur á eftir í safnaðarheimilinu. Norski söfnuðurinn, afríkanskur og kínverskur ástamt íslenska söfnuðinum leiða stundina. Verið hjartanlega velkomin.