Fjölskylduguðsþjónusta í Osló

                             Fjölskylduguðsþjónusta verður í Nordberg kirkju 7. október kl. 14.

Stundin verður á léttum nótum og sniðin fyrir börn og fullorðna.

María Gunnarsdóttir cand. theol. þjónar

Ískórinn leiðir sönginn

Kirkjukaffi að lokinni athöfn í safnaðarheimilinu.

(Nordberg kirke, Kringsjågrenda 1, 0861 Oslo)

Verið hjartanlega velkomin 

Fjölskylduguðsþjónusta og Solla stirða í Molde

                         Fjölskylduguðsþjónusta verður 7. október kl. 14 í Domkirken Molde.

Sr. Þráinn Haraldsson þjónar. Latibær og Solla stirða koma í heimsókn.

Kaffi og spjall eftir stundina, meðlæti velþegið á hlaðborðið.

Domkirken, Kirkebakken 2, 6413 Molde.

Verið hjartanlega velkomin.

Fjölskylduguðsþjónusta og Solla stirða í Sandefjord

                    Fjölskylduguðsþjónusta verður 6. október kl. 14 í Olavs kapell Sandefjord.

Margrét Ólöf Magnúsdóttir djákni þjónar. Latibær og Solla stirða koma í heimsókn.

Kaffi og spjall eftir stundina, meðlæti velþegið á hlaðborðið.

Olavs kapell, Bjerggata 56, 3210 Sandefjord.

Verið hjartanlega velkomin 

Fjölskylduguðsþjónusta í Fredrikstad

 Fjölskylduguðsþjónusta í Fredrikstad 16.september kl 14.

 

Stundin verður á léttum nótum og sniðin fyrir börn og fullorðna.

María Gunnarsdóttir cand. theol. þjónar

Ískórinn og Katrín Óskarsdóttir leiða sönginn

Kaffi og spjall á eftir.

(Meðlæti vel þegið á hlaðborðið.)

 

 

Østre Fredrikstad kirke, Kirkegaten 25,

1632 Gamle Fredrikstad

 

Verið hjartanlega velkomin.

 

 

Eldriborgarar

Þriðjudaginn 11. september kl. 17 munum við hittast á Ólafíustofu og eiga létt spjall saman. Það hefur verið mjög góð mæting á þessi kvöld hingað til og er það von okkar að enn bætist í þennan góða hóp.

Verið hjartanlega velkomin.

Prestur safnaðarins í þriggja mánaða námsleyfi

Sr. Arna Grétarsdóttir prestur safnaðarins fer í 3ja mánaða námsleyfi frá 1.september – 30. nóvember n.k.  María Gunnarsdóttir hefur verið ráðinn sem fræðslufulltrúi safnaðarins og mun sjá um það sem viðvíkur safnaðarstarfinu sem og bjóða upp á sálgæsluviðtöl.

Ef óskað er eftir prestsþjónustu þennan tíma hefur safnaðarstjórn ákveðið að leita til íslenskra presta sem búsett eru víða um Noreg.  Milligöngu um prestsþjónustu hafa bæði María og Inga á skrifstofunni. ([email protected] og [email protected] )

Sr. Arna mun fara með fermingarbörnunum á fermingarfræðsluhelgi í lok september og messa í Nordberg kirkju á allra heilagra messu 4. nóvember kl.14. Að öðru leiti verður hún frá störfum.

Kyrrðar- og fyrirbænarstund alla fimmtudaga

Kyrrðarstundir verða í Ólafíustofu alla fimmtudaga kl.12.15. Á stundinni er tekið við fyrirbænarefnum og eins er hægt að senda fyrirbænarefni með tölvupósti eða hringja þau inn.

Stundin tekur u.þ.b 15 mínútur og er boðið upp á súpu og brauð á eftir.

Verið hjartanlega velkomin.

Líf og fjör í Ólafíustofu 26. ágúst kl.11

Fjölskylduguðsþjónusta verður í Ólafíustofu kl.11 næst komandi sunnudaginn 26. ágúst. Leiðtoganámskeiði fyrir leiðtoga sunnudagaskólannna á Norðurlöndum lýkur með helgihaldi fyrir alla fjölskylduna í Ólafíustofu. Nú verður mikið sungið, dansað. Brúður, bæn og leikir. Afrakstur námskeiðsins í tónum, tali og leik. Súpa og brauð eftir stundina. Verið öll hjartanlega velkomin.

Ólafíustofa er í Pilestredet Park 20, 0176 í Ósló. 1.hæð, beint á móti Coop prix.

Nýr fræðslufulltrúi tekinn til starfa við söfnuðinn

María Gunnarsdóttir cand. theol. tekur til starfa sem fræðslufulltrúi við söfnuðinn í dag. Hún hefur verið ráðin til starfa næstu 6 mánuði og mun leiða hin ýmsu safnaðarstörf.

Við bjóðum Maríu velkomna til starfa og óskum henni Guðs blessunar í starfi.

 

17. júní hátíðarguðsþjónustur á fjórum stöðum í Noregi

Ósló: Hátiðarguðsþjónusta verður í Nordberg kirkju kl.14 í umsjá Maríu Gunnarsdóttur cand.theol.  Íslendingafélagið sér um hátíðarhöld að venju og Ískórinn syngur. Lúðrasveitin frá Hönefoss leiðir skrúðgöngu. Kirkjukaffið á sínum stað en auk þess verður Íslendingafélagið með pylsusölu og íslensk sælgæti. Verið hjartanlega velkomin.

Bergen: Hátíðarguðsþjónusta kl. 13 við Sandviken kirkju sr. Jón Dalbú Hróbjartsson sóknarprestur í Hallgrímskirkju og fyrrum prófastur þjónar fyrir altari. Sunnudagaskólinn á sínum stað. Hátíðarhöldin halda svo áfram í umsjá Íslendingafélagsins við Speiderhuset við Sandviksveien sem er rétt hjá kirkjunni. Verið hjartanlega velkomin.

Stavanger: Hátíðarguðsþjónusta (útimessa) kl.14. Safnaðst verður saman við Stavanger Dómkirkju kl.13 og gengið verður í skrúðgöngu út í Bjergsted Park. Þar verður fjölskylduhátíð og guðsþjónusta. Greifarnir sjá um tónlistina. Ein stúlka verður fermd. Sr. Arna Grétarsdóttir þjónar. Íslendingafélagið er 60 ára og mikil hátíðarhöld tengd afmælinu verða alla helgina. Verið hjartanlega velkomin.

Beitstad: Hátíðarguðsþjónusta kl.14 í Beitstad kirkju í Steinskjer kommune. Gunnar Einar Steingrímsson djákni og sóknarprestur í Beitstad þjónar. Verið hjartanlega velkomin.