Ólafíustofa lokuð í júlí

Vegna sumarleyfa verður Ólafíustofa (skrifstofa safnaðarins) lokuð í júlí. Prestur verður að sjálfsögðu á  neyðarvaktinni í sumar og bent er á farsíma þeirra og símatíma sem sjá má hægra megin á forsíðu heimasíðunnar. Einnig er hægt er að senda prestum tölvupóst með athafnabeiðnum eða öðrum erindinum. Guð blessi ykkur sumarið og gefi sól í sálu.

Read More »

Fermingarmessa í Seltjarnarneskirkju

Á vegum Íslenska safnaðarins í Noregi verður messa í Seltjarnarneskirkju n.k sunnudag kl. 11. Þetta er árleg messa þar sem íslensk fermingarbörn búsett í Noregi eru fermd.  Í ár verða fermd 22 börn í messunni. Kammerkór Seltjarnarneskirkju leiðir sálmasöng og messusvör. Glúmur Gylfason leikur á orgel. Gengið verður til altaris. Sr. Arna Grétarsdóttir og sr. […]

Read More »

17. júní í Þrándheimi

  Í tilefni að þjóðhátíðardegi Íslendinga verður kvöldmessa í Hospital kirkju í Þrándheimi kl.18. Sr. Arna Grétarsdóttir þjónar fyrir altari og Kór Kjartans syngur. Kaffi og hátíðarspjall eftir stundina.   Verið hjartanlega velkomin.

Read More »

17. júní hátíðarhöld sunnudaginn 14.júní

17. júní hátíðarhöld Íslenska safnaðarins og Íslendingafélagsins í Osló verða haldin sunnudaginn 14. júní í Nordberg kirkju í Oslo. Hátíðarhöldin hefjast með hátíðarhelgistund í Nordberg kirkju kl.14.  Ískórinn syngur undir stjórn Gísla J. Grétarssonar. Guðbjörg Magnúsdóttir syngur einsöng og við píanóið og orgelið situr Ole Johannes Kosberg. Hátíðarræðu flytur formaður Íslendingafélagsins í Osló, María Matthíasdóttir og fjallkona […]

Read More »

Vorhátíð sunnudagaskólans í Bergen og messa, sunnudaginn 31. maí kl. 14

Síðasti sunnudagaskóli vetrarins verður í Skjold kirkju, Skjoldlia 55, 5236 Bergen, sunnudaginn 31. maí kl. 14:00. Á sama tíma verður fermingarmessa í kirkjunni, prestur er sr. Ása Laufey Sæmundsdóttir. Sönghópurinn í Bergen leiðir sönginn. Á eftir verður árleg vorhátíð Sunnudagaskólans sem er öllum opin og kirkjugestir beðnir um að leggja eitthvað til á veisluborðið (t.d.salat, köku, […]

Read More »