Jólamessur 11.desember í Varden kirkju í Stavanger kl.11 og í Bakke kirkju í Þrándheimi kl.14.

Jólamessa í Drammen og Bergen 3. og 4. desember

Í Åssiden kirkju í Drammen verður messa kl.14 laugardaginn 3.desember.

Í Åsane kirkju í Bergen verður messa kl.15 sunnudaginn 4.desember.

Á báða staðina kemur Ískórinn og Hjörleifur Valsson einn besti fiðluleikari Íslendinga mætir ásamt söngkonunni Björgu Þórhallsdóttur og tónlistarmanninum og organistanum Hilmari Erni Agnarssyni.

Í Bergen mun Rebekka Ingibjartsdóttir leika á fiðlu ásamt undirleikara, Orgelleik í Bergen annast Ingibjartur Jónsson og sönghópur Bergen syngur með.

Á meðan guðþjónustan fer fram mun Helga Sigríður Þórsdóttir í Bergen og Svala Snorradóttir í Drammen leiða börnin inn í sunnudagaskólann í hliðarsal kirkjunnar.

Að athöfn lokinni verður  jólaball og kaffisamsæti á báðum stöðunum..Dansað verður í kringum jólatréð og er aldrei að vita nema jólasveinar kíkji við með eitthvað gott í poka!!

Sjálfstyrkingarnámskeið í Ósló

Sjálfstyrkingarnámskeið fyrir konur verður haldið á skrifstofu safnaðarins laugardaginn 26.nóvember kl.12-15. Skráning með því að senda póst á: [email protected] Námskeiðið er þátttakendum að kostnaðarlausu.

Leiðbeinendur á námskeiðinu eru Eygló Sigmundsdóttir sálfræðingur og sr.Arna Grétarsdóttir prestur íslendinga í Noregi.

Á námskeiðinu verða kennd sjálfstyrkjandi samskipti og sjálfstyrkjandi hugsun.

Farið verður í streitulosandi upplifun í  bæn, slökun og íhugun ásamt því að kenndar verða "Mindfullness" æfingar.

Fyrirhugað er sjálfstyrkingarnámskeið fyrir karla ef áhugi reynist nægur.

Aðventuhátíð í Nordberg kirkju kl.14 fyrsta sunnudag í aðventu.

Fyrsta sunnudag í aðventu 27. nóvember kl.14 verður hin árlega aðventuhátíð safnaðarins.

Þríeykið Hjörleifur Valsson fiðluleikari, Björg Þórhallsdóttir sópran og Hilmar Örn Agnarsson organist flytja hátíðlega jóladagskrá með léttum klassískum keim. Sígild og fjölbreytt dagskrá ásamt nýjungum.

Ískórinn syngur að venju undurfagurt undir styrkri stjórn Ketil Grötting.

Formaður safnaðarstjórnar Gunnar Hólm setur hátíðina. Hátíðarræðu flytur Guðrún Ebba Ólafsdóttir og jólasöguna les Íris Arnarsdóttir 10 ára.

Fermingarbörnin tendra fyrsta ljós aðventukransins og ljósið verður látið berast út til allra kirkjugesta undir sálminum Heims um ból. Kirkjukaffið er í umsjá Íslendingafélagsins í Ósló.

Verið hjartanlega velkomin til hátíðarstundar í upphafi aðventu.

Fjölskylduguðsþjónusta í Kristiansand

Fjölskylduguðsþjónusta verður í Örkinni hans Nóa – Rica hotel við Dyreparken i Kristiansand kl.11 næsta sunnudag 13. nóvember. Fólk á öllum aldri að sjáflsögðu velkomin. Ís og kaffi á eftir og upplagt að fara í dýragarðinn á eftir. Hver fjölskylda fær svo DVD sunnudagaskóladiskinn " Daginn í dag" að gjöf frá söfnuðinum. Hlakka til að sjá ykkur.

Messa í Ósló næsta sunnudag kl.14

Allra heilagra messa kl.14 á sunnudaginn í Nordbergkirkju. Við tendrum ljós í minningu látinna. Anna Jónsdóttir sópran syngur einsöng og Hjörleifur Valsson strýkur strengi fiðlunnar. ískórinn syngur undir stjórn Ketil Grötting og Peggy situr við orgelið sem fyrr. Fermingarbörnin aðstoða við helgihaldið. Kirkjukaffi og með því á eftir messunni í umsjá Íslendingafélagsins.  Verið hjartanlega velkomin.

Haustdagskrá safnaðarins í Bergen

Sjálfstyrkingarnámskeið fyrir konur í Bergen

Sjálfstyrkingarnámskeið fyrir konur verður haldið í Bergen laugardaginn 15. október á Radison Blu hotel, Nedre Ole bulls plass 4   kl.12-15.
Leiðbeinendur á námskeiðinu eru Eygló Sigmundsdóttir sálfræðingur og sr.Arna Grétarsdóttir prestur íslendinga í Noregi.
Á námskeiðinu verða kennd sjálfstyrkjandi samskipti og sjálfstyrkjandi hugsun.
Farið verður í streitulosandi upplifun í  bæn, slökun og íhugun ásamt því að kenndar verða "Mindfullness" æfingar.

Fermingarfræðsla í Bergen
Fermingarfræðslan verður á Radison Blu hotel, Nedre Ole bulls plass 4 , laugardaginn 15. október kl.09.45 – 11:45.

Fjölskylduguðþjónusta í Bergen 16. október í Skjold kirkju

Fjölskylduguðsþjónusta verður í Bergen sunnudaginn 16. október kl.14. i Skjold kirkju við Fanavegen. Fermingarbörnin aðstoða við helgihald.

Það verður líf og fjör í kirkjunni. Helga og Arna sjá um stundina og rebbi og mýsla kíkja við. Allir krakkar fá sunnudagaskólann á DVD "Daginn í dag" (einn diskur á heimili). Boðið verður upp á hressingu á eftir. Verið hjartanlega velkomin.

Söfnuðurinn er á Facebook: Íslenski söfnuðurinn í Noregi og Íslenski sunnudagaskólinn í Bergen.

Aðrar samverur verða eftirfarandi: sunnudagaskóli 13. nóvember í Skjold kirkju og aðventu messa 4. desember í Åsane kirkju.

Guðsþjónusta í Nordberg kirkju í Ósló kl.14

Guðsþjónusta og sunnudagaskóli verður næstkomandi sunnudag 2. október kl.14 í Nordberg kirkju í Ósló. Fermingarbörn vetrarins mæti til messu og aðstoða við helgihaldið. Ískórinn syngur fallega að venju. Hjörleifur Valsson leikur á fiðlu. Kaffi í safnaðarheimiinu á eftir í umsjá Íslendingafélagsins. Verið hjartanlega velkomin.

Unglingahópur safnaðarins á leið á Landsmót

 LANDSMÓT ÆSKULÝÐSFÉLAGA ÞJÓÐKIRKJUNNAR

Nú líður að landsmóti ÆSKÞ sem Íslenski söfnuðurinn hefur boðið fermdum unglingum að fara á s.l ár. Hér er á ferðinni frábær dagskrá með uppbyggilegri skemmtun og fræðslu fyrir unglingana okkar. Flogið verður 27.okt  og til baka 31.okt. n.k.  Enn eru örfá sæti laus og eru þau sem hafa áhuga beðin um að hafi samband við Örnu prest. Fermdir unglingar að 18 ára aldri er boðin þátttaka.

Mótið er haldið á Selfossi 28.- 30.október 2011.

金の心

Styðjum börn sem misstu foreldra í jarðskjálftunum í Japan

"Og ég mun gef þeim nýtt hjarta og leggja þeim nýjan anda í brjóst" (Esk, 11:19)

 
Um mótið:

Mótið í ár verður góðgerðarmót þar sem við beinum sjónum okkar til barna í Japan sem eiga um sárt að binda eftir hinar miklu náttúruhamfarir í landinu fyrr á árinu. Um 1200 börn og unglingar yngri en 20 ára misstu foreldra sína í skjálftunum og flóðunum sem fylgdu á eftir. Mörg þessarra barna þjást af áfalla-streituröskun og hafa geðlæknar bent á að besta leiðin til bata sé að gefa börnunum kost á að dvelja í áhyggjulausu umhverfi þar sem þau fá notið sín í leik og starfi. Ákveðið hefur verið að láta afrakstur þess sem safnast á mótinu renna til hjálparsamtaka í Japan sem nefnast ,,Hearts of Gold”. Samtökin hafa það að markmiði að gera líf þessara barna bærilegra m.a með því að gera þeim kleift að sækja skólaferðalög, sumarbúðir og fleira. Toshiki Toma, prestur innflytjenda og Hjálparstarf kirkjunnar halda utan um söfnunina með okkur.

Dagskrá mótsins verður góð blanda af helgihaldi, leik, söng og fræðslu. Sameiginleg fræðsla á laugardagsmorgninum er í höndum Sr. Sigurvins Jónssonar æskulýðsprests í Neskirkju og Sr.Toshiki Toma prests innflytjenda. Eftir fræðsluna tekur við hópastarf og meðal þess sem í boði verður er: Japönsk tíska, Kristileg tónlist, Sævar Poetrix, Karate, Björgunarsveit, Breytendur, Sushi, Kökuskreytingar, Dans, Manga, Origami, Leikjahópur, Quidditch, íþróttir og fl. Kvöldvökur og helgistundir verða auðvitað á sínum stað svo ekki sé minnst á búningaballið þar sem Ingó Veðurguð, Stuðlabandið og Dj Búni halda upp stemmningunni.

Í ár efnum við til búningakeppni og skemmtiatriðakeppni. Veitt verða þrenn verðlaun í hvorum flokki fyrir sig. Þemað á búningaballinu er rautt, sem minnir okkur á Japan.

Skráning í fermingarfræðslu veturinn ’11-’12 stendur yfir

Fermingarfræðsla vetrarins hefst með fermingarnámskeiði í Svíþjóð dagana 23.-25. september. Allir verða að skrá sig með rafrænni skráningu (sjá hér á síðunni) svo þeim berist tölvupóstur með frekari upplýsingum um námskeiðið og fyrirkomulag fræðslunnar í vetur. Hlakka til að hitta nýjan hóp af fermingarbörnum í haust.