Sunnudagaskólinn í Ósló bregður sér á hestbak

Sunnudagaskólinn fyrir Óslóarsvæðið verður næstkomandi sunnudag þann 5. febrúar kl. 14.00 í hesthúsinu, Gulbjørnrudveien 52, 1455 Nordre Frogn. Við syngjum, heyrum Guðsorð og förum á hestbak, kveikjum bál og grillum pylsur, hitum saft og kakó. Að sjálfsögðu verður kaffi fyrir fullorðna fólkið. Umsjón með sunnudagaskólanum hafa Hrefna Grétarsdóttir og María Gunnarsdóttir. Allir hjartanlega velkomnir.

Minnum á sameiginlega alþjóðlega guðsþjónustu í Nordbergkirkju miðvikudaginn 8. febrúar kl.18. Sr. Arna Grétarsdóttir þjónar ásamt sóknarpresti Nordberg kirkju og fleiri prestum.

Sunnudagaskólinn í Bergen hefst að nýju eftir áramót

Næstkomandi sunnudag þann 29. janúar kl. 14 í Skjoldkirkju við Fanavegen munu íslensk börn og fjölskyldur þeirra safnast saman og eiga góða sunnudagaskólastund. Heitt á könnunni og djús og kex handa krökkunum á eftir. Verið hjartanlega velkomin.

Al-Anon fundir

Íslenskir Al-Anon fundir eru á miðvikudögum kl.20 á skrifstofu safnaðarins, Arbeidersamfunnetspl.1, 0181 Oslo. Verið velkomin.

Al-Anon fundir eru fyrir aðstandendur alkahólista.

 

Sunnudagaskólinn í Stavanger hefst á sunnudaginn

Sunnudagaskólinn í Stavanger verður með sína fyrstu samveru eftir jól sunnudaginn 29 janúar klukkan 14 í Høyland Menighetshus Sandnes.

Heitar vöfflur og kaffi/djús verður í boði eftir samveruna. Endilega látið þetta berast til sem flestra. Nánari upplýsingar í síma 45780215.

Verið hjartanlega velkomin.

Tölvupóstur prests kominn í lag. Beðist er velvirðingar á óþægindunum.

Tölvupóstur prests: [email protected] óvirkur!

Verið er að leita orsaka fyrir því að tölvupóstur prestsins hefur ekki virkað sem skyldi.

Þau sem hafa sent erindi til prests safnaðarins og ekki fengið svar eru vinsamlega beðin um að senda póst a [email protected]  eða sms 95753390.

Vonandi verður þetta komið i lag sem fyrst.

 

Guðsþjónusta í Nordberg kirkju í Ósló kl.14

Sunnudaginn 22.janúar er guðsþjónusta í Nordberg kirkju kl.14. Þema dagsins er kærleikurinn og ástin. Fermingarbörnin mæta og aðstoða. Ískórinn syngur að venju. Sunnudagaskóli á sama tíma. Kaffið á sínum stað. Verið hjartanlega velkomin.

Hjóna- og paranámskeið

Hjóna- og paranámskeið verður haldið laugardaginn 21. janúar n.k kl.16 – 19 á skrifstofu safnaðarins. Byggt verður á kenningum Gary Chapmann um fimm tungumál kærleikans.

Námskeiðið kostar kr. 200.- pr. par. Skráning á [email protected]

Leiðbeinendur eru sr. Arna Grétarsdóttir og Eygló Sigmundsdóttir sálfræðingur.

Verið hjartanlega velkomin. 

Guðsþjónusta verður á sunnudeginum 22. júní í Nordberg kirkju kl.14. Þema: Ástin.

Guð gefi ykkur gleðilegt nýtt ár og takk fyrir góð kynni á árinu sem er að líða

Ég bið góðan Guð um að blessa ykkur nýja árið með þeim möguleikum sem því fylgir. Guð gefi að fortíð, nútíð og framtíð sé umvafin kærleika Krists.  Árið 2012 býð ég velkomið með því að láta fylgja skemmtileg og djúpavitur orð sem Hr. Karl Sigurbjörnsson biskupinn yfir Íslandi "póstaði" á facebook á dögunum.  Þetta eru síðustu jólin og áramótin sem hann og frú Kristín þjóna sem biskupshjón. Guð blessi þau fyrir trygga og trúa þjónustu. 

Uppskrift að nýju ári: Takið 12 góða, fullþroskaða mánuði. Hreinsið burt níð og nag og fjarlægið hugsanlega flekki smámunasemi. Skiptið mánuðunum upp í ca 30 jafnstóra bita. Forðist að baka alla bitana í einu, takið einn dag í senn. Bætið við hvern dag í jöfnum hlutum: hugrekki, kærleika, vinnu, umburðarlyndi, sjálfsvirðingu, þolgæði, von og hvíld. Bætið síðan við gleði, smá skvettu af fíflagangi, leikgleði og góðum skammti af kímni. Velkomið Drottins ár!
(K. Sigurbjörnsson á facebook des. 2011)

Óska Íslendingum í Noregi gleðilegra jóla

Guð gefi þér og þínum gleði og frið á heilagri jólahátíð.  Megi boðskapur jólanna ná inn að hjartarótum og fylla líf þitt af þakklæti, kærleika og friði. Friðar- og gleðiboðskapurinn fjallar um að Drottinn sjálfur, sonur Guðs frelsari heimsins sem fæddist á jólum vill mæta þér, leiða og styrkja í þeim verkefnum sem lífið hefur fært þér.

Minni ykkur á hátíðarguðsþjónustu á aðfangadag í Dómkirkjunni í Reykjavík sem auðvelt er að hlusta á í gegnum netið.

Annan jóladag verður svo messa kl.13 í Nordberg kirkju í Ósló. Sjá auglýsingu hér á síðunni.

Með kærri jólakveðju og blessunaróskum,

Arna Grétarsdóttir, prestur.