Músík bingó í Osló

Á sunnudaginn kemur, 9. febrúar, munum við bjóða uppá tónlistarbingó með Sunnu bingó meistara. Bingóið fer fram í Markus menighetshus, Schwensens gate 15, og byrjar kl 16:00. Músikbingo er frábær skemmtun með samblöndu af músikquiz og bingo þar sem reynir bæði á þekkingu og heppni. Við munum bjóða uppá popp, gos, saft og kaffi. Skemmtilegir […]

Read More »

60+ Bíóhittingur

Fimmtudaginn 14. nóvember verður bíódagur hjá 60+ þar sem íslensk kvikmynd verður sýnd, boðið upp á heimalagaða pizzu og fleira góðgæti. Húsið opnar kl. 12 og lýkur þegar myndin er búin sem er um kl. 14. Verið hjartanlega velkomin í þennan hlýja og skemmtilega hóp!

Read More »

Fréttabréf Október mánaðar

Nú hefur nýjasta fréttabréf Íslenska Safnaðarins í Noregi litið dagsins ljós, til að nálgast fréttabréf Október mánaðar smellið á myndina hér að neðan.  Í þessu nýjasta fréttabréf sem kemur nú út eftir langa pásu á útgáfu fréttabréfsins má finna meðal annars viðtal við nýjan prest safnaðarins, grein um Ólafíuhátíð, uppskrift að Rúgbrauði, mynd mánaðarins og margt […]

Read More »

Vel heppnaðir tónleikar á Sjøholmen

Íslenski söfnuðurinn í Noregi stóð fyrir haust tónleikum á Sjøholmen síðastliðinn laugardag. Þar komu fram tíu íslenskir listamenn og fluttu lög og texta eftir Ómar Diðriksson. Tónleikarnir heppnuðust vel í alla staði og mæting fór fram úr björtustu vonum. Takk fyrir frábært kvöld Myndirnar tók Freydís Heiðarsdóttir

Read More »

Fjölskyldumessur og unglingafundur í Kristiansand og Sandefjord

Föstudaginn 27. september kl 17-20 verður haldinn Æskó – unglingahittingur – heima hjá Margréti Ólöfu Magnúsdóttur, djákna, á Myrvanggata 22, 3936 Persgrunn. Þar gefst íslenskum unglingum tækifæri til að hitta aðra krakka, spjalla, gera eitthvað skemmtilegt og kynnast öðrum krökkum, sjálfum sér og Guði í góðum félagsskap. Laugardaginn 28. september verður fjölskylduguðsþjónusta í Hellemyr menighet, Bydalsveien […]

Read More »

Fermingarferð í Norefjell

Tilvonandi fermingarbörn áttu skemmtilega, fjöruga og fræðandi daga í Norefjell um síðastliðna helgi. Þar fengu íslenskir unglingar hvaðanæva af landinu tækifæri til að mynda ný vinabönd um leið og þau kynntust sjálfum sér og trúnni í gegnum leiki, verkefni, samveru og fræðslu. Mikið stuð var á kvöldvökunni sem þau undirbjuggu sjálf, nýir leikir og glæsileg leikrit […]

Read More »