Unglingahittingur í Ólafíustofu Osló, 12. desember

Free-Wallpaper-Christmas-TreeUnglingahittingur í Ólafíustofu (Pilestredet Park 20) næstkomandi föstudag, 12. desember frá kl. 17:30-20:00.  Guðjón Andri, Ruth og Leópold ætla að halda uppi jólastemmningu á fundinum. Boðið verður upp á kakó og smákökur. Allir unglingar velkomnir.

Við hlökkum til að sjá ykkur í jólaskapi !

Upplestur á Aðventu eftir Gunnar Gunnarsson í Ólafíustofu 10. desember

bc3b3kaormur-ruth-8Miðvikudaginn 10. desember frá kl. 15:30-17:30 verður upplestur á Aðventu eftir Gunnar Gunnarsson í Ólafíustofu, Pilestredet Park 20 í Osló.

Aðventa kom út á íslensku árið 1939 og er ein vinsælasta bók Gunnars sem gefin hefur verið út á 10 tungumálum um víða veröld. Mörgum finnst sagan jafn ómissandi um jólin og jólaguðspjallið sjálft og lesa hana á hverju ári. Sagan segir frá hirðinum Benedikt sem leggur í ferð upp til fjalla á aðventunni í leit að kindum. Honum samferða eru bestu vinir hans, hundurinn Leó og hrúturinn Eitill. Ferð Benedikt er táknræn um ferð mannsins í þjónustu við lífið. Við hvetjum fólk til að kíkja við í Ólafíustofu og heyra þessa dásamlegu sögu. Við bjóðum upp á jólaglögg og smákökur.

Verið öll hjartanlega velkomin til okkar á aðventunni.

 

Helgihald hjá Íslenska söfnuðinum í Noregi á aðventunni

Christmas_churchÞrándheimur: 6. desember. Messa í Tempe kirkju kl. 13. Sr. Birgir Ásgeirsson þjónar fyrir altari. Sérstakur gestur verður Gunnar Þórðarsson sem spilar og syngur. Hjörleifur Valsson spilar á fiðluna. Kór Kjartans syngur. Messukaffi og jólaball.

Stavanger: 7. desember. Messa í Sunde kirkju kl. 14. Sr. Arna Grétarsdóttir þjónar fyrir altari. Gróa Hreinsdóttir organisti spilar undir. Margrét Brynjarsdóttir syngur. Jólasunnudagaskóli og jólaball.

Sandefjord: 7. desember. Margrét Ólöf Magnúsdóttir, djákni, sér um jólahelgistund og jólatrésskemmtun í Olavs kapellu kl. 13.

Bergen: 7. desember. Messa í Åsane kirkju kl. 14. Sr. Jón Dalbú Hróbjartsson þjónar fyrir altari. Sérstakur gestur verður Gunnar Þórðarsson sem spilar og syngur. Hjörleifur Valsson spilar á fiðluna. Sönghópurinn í Bergen syngur. Jólasunnudagaskóli og jólaball.

Drammen: 13. desember. Messa í Åssiden kirkju í kl. 14. Sr. Arna Grétarsdóttir þjónar fyrir altari. Hjörleifur Valsson spilar á fiðluna. Margrét Brynjarsdóttir syngur einsöng. Ískórinnn syngur og Gróa Hreinsdóttir spilar undir. Jólasunnudagaskóli á sama tíma. Jólaball og kaffiveitingar eftir messu.

Tromsø: 13. desember. Jólaguðsþjónusta í Elverhøy kirkju kl. 12. Jólaföndur og jólakaffi í safnaðarheimilinu á eftir. Ása Laufey Sæmundsdóttir leiðir guðsþjónustuna.

Álasund: 13. desember. Jólaguðsþjónusta í Volsdalen kirkju kl. 16. Sr. Þráinn Haraldsson þjónar fyrir altari. Jólasunnudagaskóli. ATH: Því miður hefur stundinni verið aflýst.

Kristiansand: 14. desember. Messa í Hellemyr kirkju kl. 14.  Sr. Arna Grétarsdóttir þjónar fyrir altari. Skírt verður í messunni. Ískórinn syngur. Sunnudagaskóli og jólaball.

Kristiansund: 21. desember. Jólasunnudagaskóli í Kirkeland kirkju (í kjallaranum) kl. 13. Sigurborg og Guðbjörg sjá um sunnudagaskólann.

Verið velkomin í kirkjuna á aðventunni !

Unglingahittingur í Sandefjord föstudaginn 21. nóvember

1799172_10152569386738068_7845078845178792060_oFöstudaginn 21. nóvember kl. 17 ætla unglingar á Vestfold-svæðinu að hittast í Olavs kapellu í Sandefjord. Þetta er fyrsti unglingafundurinn á þessu svæði og markmiðið er að unglingar á svæðinu kynnist og eigi skemmtilega stund saman.

Við hlökkum til að sjá ykkur !

Margrét Ólöf og Ingibjörg.

 

Unglingar hittast í Bergen fimmtudaginn 20. nóvember

10687002_10202807946230912_7221645031061202331_nUnglingahittingur verður í Bergen, fimmtudaginn 20. nóvember.  Rebekka Ingibjartsdóttir og Elfur Helgadóttir taka á móti unglingunum.
Mæting kl. 18:30 í kjallaranum í Skjold kirkju (við bybanestopp: Skjold). Það verður jólastemmning á fundinum þar sem skreytt verða piparkökuhús.

Allir íslenskir unglingar í Bergen og nágrenni velkomin !

Aðventuhátíð í Nordberg kirkju 30. nóvember

AdventSunnudaginn 30. nóvember kl. 14:00 verður haldin aðventuhátíð í Nordberg kirkju Osló. (Kringsjågrenda 1, 0861 Oslo) Sérstakir gestir okkar í ár verða Gunnar Þórðarsson sem spilar og syngur og Hr. Karl Sigurbjörnsson, fyrrverandi biskup Íslands, sem flytur hátíðarræðu. Hjörleifur Valsson mun spila á fiðluna og Ískórinn syngur fyrir hátíðargesti. Organisti er Ole Johannes Kosberg. Sunnudagaskólaleiðtogar verða með barnahorn í anddyrinu þar sem verður föndrað jólaföndur. Í lok hátíðar verður boðið upp á kaffi og kökur sem Íslendingafélagið í Osló hefur umsjón með fyrir hönd safnaðarins.

Verið öll hjartanlega velkomin.

Unglingahittingur í Osló, föstudaginn 14. nóvember

imagesB7D4JNN2

Unglingahittingur í Osló næsta föstudag, 14. nóvember, frá kl. 17.30-20:00. Nú er skammdegið komið með tilheyrandi myrkri svo það er tilvalið að spila varúlf og fara í leiki. 

Við hittumst í Ólafíustofu, Pilestredet Park 20 í Osló.

Við hvetjum fermingarbörn til að mæta og minnum einnig á facebooksíðu unglingastarfsins

“Æskulýðshópur Íslenska safnaðarins í Noregi” en þar er hægt að fylgjast með því sem er að gerast í unglingastarfinu hjá okkur. En við erum með virkt æskulýðsstarf á fleiri stöðum á landinu.

Hlökkum til að sjá ykkur, Ása Laufey, Guðjón, Ruth og Leó.

60 ára og eldri hittast fimmtudaginn 13. nóvember

10408794_10152162744796962_7667478683478588047_nFimmtudaginn 13. nóvember hittast 60 ára og eldri kl. 12.15 á skrifstofu Íslenska safnaðarins í Noregi í Pilestredet Park 20, í Osló.

Við hefjum stundina á kyrrðar- og bænastund. Við borðum saman hádegisverð og fáum okkur kaffi og konfekt á meðan við spjöllum og eigum góða stund saman.

Við hlökkum til að sjá ykkur.

Ása Laufey, Osvald og Einar.

 

Hér má sjá dagsetningar fram í tímann: http://www.kirkjan.no/kirkjustarf/eldri-hopur/

 

 

Málþing og tónleikar í tilefni af 400 ára afmæli Hallgríms Péturssonar

Laugardaginn 1Hallgrimur_petursson5. nóvember frá kl. 9.30-17, verður málþing og tónleikar í Norges musikkhøgskole (Auditoriet i 2. hus), í tilefni af 400 ára afmæli Hallgríms Péturssonar.

 

Ævi Hallgríms var á margan hátt óvenjuleg en ljóð hans og sálmar eiga sér djúpar rætur í sögu og menningu Íslendinga.

Dagskráin er fjölbreytt og skemmtileg og við hvetjum alla til að kynna sér hana nánar:

http://nmh.no/arrangementer/seminar-og-konsert-om-hallgrimur-petursson–islands-nasjonalskald

Athugið að skráningarfrestur er til 10. nóvember.

 

 

Starfskraftur í ræstingar

Þjóðkirkjan_-_merkiÓskum eftir starfskrafti til að sjá um þrif í Ólafíustofu. Um er að ræða 6 tíma á viku sem unnir eru á þriðjudögum og föstudögum. Upplýsingar í síma 22360140 og 40074099 á skrifstofustíma. Leitum eftir starfskrafti sem er vanur þrifum og hefur frumkvæði. Þarf að geta byrjað sem fyrst. Umsóknarfrestur er til 30.október. Umsóknir sendist til starfsmanns á skrifstofu safnaðarins. E-póstur:  starfsmað[email protected]