Allraheilagramessa 6. nóvember í Nordberg kirkju

Allraheilgramessa verður sunnudaginn 6. nóvember kl.14 í Nordberg kirkju í Ósló. Sérstaklega verður látinna vina og ástvina minnst og hægt verður að tendra minningarljós. Ískórinn syngur að venju undir stjórn Gísla J. Grétarssonar. Organisti er Ole Johannes Kosberg. Fermingarbörnin aðstoða við undirbúning og messuhald. Sunnudagaskólinn er á sínum stað á meðan á messu stendur og kaffi og […]

Read More »

Ólafíudagurinn haldin hátíðlegur í Ólafíustofu 22.október kl. 15.

Íslenska kirkjan í Noregi heldur Ólafíudaginn hátíðlegan á hverju ári til að halda minningu Ólafíu Jóhannsdóttur á lofti sem átti afmæli 22. október. Næstkomandi laugardag, 22. október bjóðum við alla velkomna til að halda uppá daginn með okkur í Ólafíustofu kl. 15. Listanefnd Íslensku kirkjunnar í Noregi hefur sett saman fallega dagskrá í tilefni dagsins. […]

Read More »

60 ára og eldri í Osló hittast 6. október í Ólafíustofu

Næstkomandi fimmtudag, þann 6. október, hittast 60 ára og eldri á skrifstofu Íslenska safnaðarins í Noregi í Pilestredet Park 20 Osló. Við hefjum stundina á kyrrðar- og bænastund kl. 12:15. Að henni lokinni borðum við saman hádegismat. Það verður boðið upp á plokkfisk og kaffi og með því eftir matinn. Við hlökkum til að sjá ykkur. […]

Read More »

Innsetningarmessa nýs sóknarprests Íslensku kirkjunnar í Noregi, 2. október kl. 14.

Þann 1. október næstkomandi mun sr. Ragnheiður Karítas Pétursdóttir taka við stöðu sóknarprests Íslensku kirkjunnar í Noregi, í stað sr. Örnu Grétarsdóttur sem lét af störfum þann 1. júlí s.l. Sr. Ragnheiður Karítas hefur áralanga prestsreynslu bæði á Íslandi og hér í Noregi ásamt því að hafa þjónað Íslendingum á Spáni um nokkurt skeið. Hún […]

Read More »

Allir Íslendingar í Noregi takið eftir!

Kæru landar! Við þurfum þjóðarátak Íslendinga í Noregi Blikur eru á lofti. Nú þurfum við að hjálpast að til að tryggja óskerta þjónustu Íslensku kirkjunnar við Íslendingasamfélagið hér í Noregi. Hvaða breytingar hafa átt sér stað? Norsk yfirvöld hafa ákveðið að meðlimir trúfélaga í Noregi þurfi héðan í frá að skrá sig sérstaklega í sitt […]

Read More »

60 ára og eldri hittast í Ólafíustofu fimmtudaginn 8. september

Fimmtudaginn, 8. september, hittast 60 ára og eldri aftur eftir sumarfrí, á skrifstofu Íslenska safnaðarins í Noregi í Pilestredet Park 20 Osló. Við hefjum stundina á kyrrðar- og bænastund kl. 12:15 sem sr. Ása Laufey Sæmundsdóttir leiðir, að henni lokinni borðum við saman hádegismat. Það verður boðið upp á kjöt í karrý og kaffi og með […]

Read More »