Allra heilagra messa – minning látinna á sunnudaginn í Nordberg kirkju kl.14

solAllra heilagra messa verður sunnudaginn 2. nóvember kl.14 í Nordberg kirkju í Ósló. Sr. Arna Grétarsdóttir þjónar fyrir altari og Ása Laufey Sæmundsdóttir guðfræðingur og fræðslufulltrúi aðstoðar við helgihald ásamt fermingarbörnum og messuþjónum. Messuþjónar eru Osvald Kratch og Elsa Þórðardóttir. Ískórinn syngur að venju undir stjórn Gísla J. Grétarssonar.

Organisti er Ole Johannes.

Altarisganga og minningarljós tendruð.

Sérstaklega verður þeirra minnst sem látist hafa á s.l ári og söfnuðurinn hefur beðið fyrir á árinu.

Sunnudagaskólinn er á sínum stað á meðan á messu stendur og kaffi á eftir í umsjá Íslendingafélagsins í Ósló.

Verið hjartanlega velkomin til messu.

In memoriam – Minningardagur um Ólafíu Jóhannsdóttur 22. október

Olafia frimerkiMiðvikudaginn 22. október n.k. sér listanefnd íslenska safnaðarins í Noregi um dagskrá í Ólafíustofu á milli kl 19:00 og 21:00. Sr. Arna Grétarsdóttir verður með hugvekju í upphafi dagsskrár ásamt Ásu Laufeyju færðslufulltrúa. Unglingarnir í Æskulýðsstarfinu aðstoða við stundina. Ólafía var merk kona sem vann fórnfúst starf á strætum Óslóborgar og hjálpaði vændiskonum, áfengissjúkum og fátækum. Ískórinn syngur nokkur lög undir stjórn Gísla J. Grétarssonar og heimildarmynd um Ólafíu Jóhannsdóttur og Íslenska söfnuðinn í Noregi verður frumsýnd. Þáttargerðarmenn voru Guðni Ölversson og Viðar Hákon Gíslason. Boðið verður uppá kaffi og kleinur.
Verið hjartanlega velkomin!

Tónleikar í Uranienborg kirkju 10. október kl. 19

uranienborg kirkjaBjörn Steinar Sólbergsson organisti við Hallgrímskirkju í Reykjavík kemur fram á tónleikum í Uranienborg kirkju í Ósló, föstudaginn 10. október kl. 19.  Aðgangseyrir er 100 kr.

Sjá nánari upplýsingar um tónleikana;

http://uranienborgkirke.no/artikkel/article/846891

 

60 ára og eldri hittast í Ólafíustofu

50480989_a229253989_mVið ætlum að hittast n.k. fimmtudag, 9. október kl. 12:15. Við  hefjum stundina á kyrrðar- og bænastund.

Eftir það borðum við saman hádegisverð og fáum okkur kaffi og köku.

Við hittumst á skrifstofu íslenska safnaðarins í Pilestredet Park 20 í Ósló.

Allir 60 ára og eldri hjartanlega velkomnir.

Ása Laufey, Osvald og Einar.

Guðsþjónusta 5.október í Nordberg kirkju kl.14

MessaSameiginleg guðsþjónusta íslenska safnaðarins í Noregi og Nordberg safnaðar verður sunnudaginn 5. október n.k kl.14.  Prestar safnaðanna sr. Egil Stray Nordberg og sr. Arna Grétarsdóttir munu leiða guðsþjónustuna ásamt messuþjónum.  Messan fer fram á íslensku og norsku og sungnir verða sálmar á báðum tungumálum.

Ískórinn mun syngja að venju undir stjórn Gísla J. Grétarssonar og organisti er Ole Johannes.

Sunnudagaskólinn verður á sínum stað með fræðslu, fjör og leiki fyrir börnin í umsjá Ásu Laufeyjar, Heiðrúnar og Hrefnu.

Íslendingafélagið sér um veglegt kirkjukaffi og spjall á eftir í safnaðarheimilinu.

Tekið verður sérstaklega á móti nýjum fermingarbörnum á Óslóarsvæðinu, þau boðin velkomin til þjónustu.  Þau mæti kl.13.30.

Verið hjartanlega velkomin.

Samverustund hjá 60 ára og eldri í Ólafíustofu

Í hverjum mánuði í vetur mun2014-09-07 20.13.52um við hittast og eiga góðar stundir saman eins og venja hefur verið síðustu ár.

Fyrsti fundur eftir sumarfrí er n.k. fimmtudag, 11. september. Við hittumst kl. 12:00 og hefjum stundina á kyrrðar- og bænastund.

Eftir það borðum við saman hádegisverð og fáum okkur kaffi og konfekt.

Við hittumst á skrifstofu íslenska safnaðarins í Pilestredet Park 20 í Ósló.

Allir 60 ára og eldri hjartanlega velkomnir.

Konur eru konum bestar – Námskeið í Sandefjord 12. september

Föstukonur_eru_konum_bestardaginn 12. september 2014 kl.17 – 20.

Staðsetning: Sandar Menighetshus, Bjerggata 56, 3210 Sandefjord.

Ókeypis er inn á námskeiðið og það er opið öllum konum 18 ára og eldri. Öllum velkomið að koma með á kaffiborðið.

Námskeiðið miðar að því að byggja upp sjálfsmynd kvenna, fjalla um tilfinningar, samskipti, mörk og markmiðasetningu. Þetta er vettvangur til að kynnast sjálfum sér betur í góðu samfélagi við aðrar konur. Ýmsum spurningum er velt upp og sögur Biblíunnar eru notaðar til að varpa ljósi á viðfangsefnið. Kvöldið endar með íhugun og slökun í kapellunni.

Þetta námskeið hefur notið fádæma vinsælda innan kirkjunnar síðustu 20 árin. Það hefur verið haldið víðsvegar um Ísland og margar konur lýst ánægju sinni með það.

Námskeiðið sem er samið eftir norskri fyrirmynd hefur verið haldið á vegum þjóðkirkjunnar frá árinu 1989 úti um allt land. Það hentar konum á öllum aldri með mismunandi bakgrunn.

Umsjónaraðili er Margrét Ólöf Magnúsdóttir, djákni en námskeiðið er á vegum Íslenska safnaðarins í Noregi.

Nánari upplýsingar og skráning sendið póst á [email protected]

 

Guðsþjónusta í Gamle Aker kirkju Ósló sunnudaginn 31. ágúst kl. 14

gamle aker kirkjaSunnudaginn 31. ágúst kl. 14 verður guðsþjónusta í Gamle Aker kirkju. (Akersbakken 26)

Sr. Ágúst Einarsson annast prestþjónustu ásamt Ásu Laufeyju Sæmundsdóttur fræðslufulltrúa Íslenska safnaðarins í Noregi. Leiðtogar úr sunnudagaskólanum aðstoða við guðsþjónustuna.

Ronja María Giljan Grímsdóttir syngur einsöng. Ískórinn syngur undir stjórn Gísla Jóhanns Grétarssonar.

Íslendingafélagið sér um kirkjukaffi á eftir í safnaðarheimilinu (Akersbakken 30.)

Verið öll hjartanlega velkomin !

Kyrrðardagar í Utstein pilegrimsgard.

Dagana 1.-3. september n.k. mun Hr. Karl Sigurbjörnsson fyrrv. biskup Íslands leiða

kyrrðardaga í Utstein pilgrimsgard, sem er rétt fyrir utan Stavanger. Dagskráin fer fram á norsku og verðið er 2000 kr. Innifalið í verðinu er gisting í einstaklingsherbergi og matur.

Fyrir skráningu og nánari upplýsingar má senda póst á [email protected]utstein

Fermingarskráning fyrir veturinn 2014-2015 er hafin

Skráning í fermingarfræðslu safnaðarins er hafin fyrir veturinn 2014-2015.  Foreldrar fermingarbarna sem vilja skrá börnin sín í fermingarfræðslu gera það rafrænt hér á heimasíðunni okkar, til hægri á síðunni undir „fermingarskráning“.

Fermingarfræðslan saman stendur af tveimur helgarnámskeiðum í samstarfi við íslensku söfnuðina í Svíþjóð og Danmörku.  Námskeiðin fara fram í Aah Stiftgaard í Svíðþjóð og er mestur kostnaður við námskeiðin greiddur af söfnuðinum. Fyrra námskeiðið er á haustönn dagana  26. – hopmynd fermingarferd28. september en seinna námskeiðið er á vorönn dagana 8.-10. maí 2015.

Aðal fræðslan fer fram á þessum helgum. Fermingarfræðslutímar verða skipulagðir eftir að skráningu er lokið. Einnig er gert ráð fyrir að fermingarbörnin mæti í messur og/eða sunnudagaskóla en frekari tilmæli um það koma síðar.

Fermt verður á annan í hvítasunnu í Osló. Ferming á Íslandi verður 28. júní 2015 í Seltjarnarneskirkju en aðrir fermingardagar verða ákveðnir eftir óskum og fyrirspurnum um landið þegar skráningu er lokið.