Hátíðarstemning 16. júní í tilefni af þjóðhátíðardegi Íslendinga þann 17. júní.

Það verður hátíðarstemning sunnudaginn 16. júní í tilefni af þjóðhátíðardegi Íslendinga þann 17. júní.

Þjóðhátíðardagur Íslendinga verður haldinn hátíðlegur á sunnudeginum 16. júní við Nordberg kirkju Kringsjågrenda 1. Dagskráin hefst kl. 14 með sérstakri helgistund í Nordbergkirkju í umsjá Sr. Örnu Grétarsdóttur og síðan heldur áfram glæsileg dagskrá Íslendingafélagsins í Ósló með ávarpi fjallkonunnar, skrúðgöngu, fjöldasöng, kaffiveitingum í boði safnaðarins og margt fleira. Það verður nóg um að vera fyrir börnin og meðal annars mun trúður mæta á svæðið og sunnudagaskólinn í Ósló býður börnum upp á að bregða sér á hestbak, hoppa og skoppa í hoppukastala og andlitsmálun.

Hægt er að skoða dagskrá hátíðarinnar betur inn á Facebook síðu Íslendingafélagsins í Ósló.

Verið öll hjartanlega velkomin!

Fánar

 

Nýr fræðslufulltrúi ráðinn til starfa

Valdimar (2)Valdimar Þór Svavarsson hefur verið ráðinn í nýtt starf fræðslufulltrúa Íslenska safnaðarins í Noregi og hefur hann störf 1. júní n.k.  Síðustu 10 árin hefur Valdimar lagt áherslu á ráðgjöf, þjálfun og kennslu samhliða starfi á trúarlegum vettvangi. Valdimar er með liðlega 20 ára starfsreynslu á sviði rekstrar- og markaðsmála.

Valdimar er með BA próf frá Háskóla Íslands í félagsráðgjöf, menntun á sviði viðskipta og iðnaðar ásamt menntun í trúfræðum.  Víðtæk reynsla hans, menntun og persónulegir eiginleikar hans koma án efa til með að nýtast vel í fjölbreyttum viðfangsefnum safnaðarins.  Áralöng reynsla hans af sjálfstæðum vinnubrögðum og trúareldmóður fá einnig aukið vægi í starfi við söfnuð með svo fáum föstum starfsmönnum en Valdimar er þriðji fasti starfsmaður safnaðarins sem ráðinn er í fullt starf.

Valdimar Þór er 39 ára, fjögurra barna faðir og kvæntur Berglindi Magnúsdóttur rekstrarstjóra hjá Sats Nydalen.

Valdimar Þór er boðinn velkominn til starfa og við óskum honum og fjölskyldu hans Guðs blessunar á nýjum akri.

Messað í Tromsø á sjómannadaginn

IMG_0508Á sjómannadaginn 2. júní verður guðsþjónusta í Elverhøy kirkju í Tromsø kl.14. Kammerkór Tromsø syngur í messunni.

Kaffi og spjall í kjallara kirkjunnar á eftir í umsjá Íslendingafélagsins.

Allir krakkar fá sunnudagaskólann á DVD “Daginn í dag II” að gjöf. (einn diskur á fjölskyldu).

Verið hjartanlega velkomin.

Ólafíuhátíð 8.–9. júní í Osló

Ólafíuhátíð (4)

 

Dagskrá hátíðarinnar hefst laugardaginn 8. júní með Ólafíugöngu undir stjórn Sigríðar Dúnu Kristmundsdóttur, prófessors og fyrrum sendiherra Íslands í Osló.

Gangan hefst kl 14.00 við styttu Wergeland á milli Stortinget og Nationaltheatret. Gengið verður um slóðir Ólafíu í Osló og fjallað um líf hennar og störf. Göngunni lýkur við Ólafíustofu, Pilestredet Park 20, þar sem boðið verður upp á léttar veitingar.

Á sunnudeginum 9. júní kl 14.00 verður sérstök messa í tilefni af Ólafíuhátíð í Nordberg kirkju og þar mun Sigríður Dúna lesa upp úr ævisögu Ólafíu.

Verið hjartanlega velkomin.

Á döfinni fram á sumar

IMG_1021

Hvítasunnuhelgin:

Haugesund: Messa 17. maí kl.14 í Skåre kirkju.

Ósló: Messa annan hvítasunnudag í Nordberg kirkju kl.14.

Tromsø:

Messa á sjómannadaginn 2. júní í Elverhøy kirkju kl.14. Kammerkór Troms syngur og leiðir sálmasöng.

Ólafíuhátíð í Óslo:

Ólafíuganga þann 8. júní kl. 14 með Dr. Sigríði Dúnu Kristmundsdóttur. Gengið verður um götur Óslóar og slóðir Ólafíu Jóhannsdóttur þræddar. Mæting við Wergelandsstyttuna.

Ólafíumessa í Nordberg kirkju þann 9.júní kl.14.

Lýðveldishátíðin:

Íslendingafélagið í Ósló heldur 17. júní hátíð í samstarfi við söfnuðinn við Nordberg kirkju. Hátíðin hefst kl.14.

Seltjarnarneskirkja:

Börn búsett í Noregi fermd í Seltjarnarneskirkju þann 30. júní kl.11.

Farsund:

Messa í Farsund kirkju 26. júlí.

Messur um Hvítasunnuhelgina

Ferming + Ìsland 2010 086Messa í Skåre kirkju í Haugesund föstudaginn 17.maí kl.14.

Fermt verður í messunni.

Verið hjartanlega velkomin í íslenska guðsþjónustu í Haugesund.

 

Messa í Nordberg kirkju í Ósló annan hvítasunnudag 20. maí kl.14.

Fermt verður í messunni.

Ískórinn syngur undir stjórn Gísla. J Grétarssonar. Kristján Karl píanisti sest við orgelið og Hjörleifur Valsson leikur á fiðlu.

Sr. Sigurður Grétar Helgason þjónar fyrir altari og verður cand. theol. María Gunnarsdóttir meðhjálpari.

Sunnudagaskólinn á sama tíma.

Íslendingafélagið hefur umsjón með kirkjukaffinu í safnaðarheimilinu á eftir.

 

Verið hjartanlega velkomin í íslenska guðsþjónustu í Ósló.

Slökunarhelgi

augl1Helgina 10. – 12. maí n.k verður boðið upp á slökunarhelgi í Norefjell-húsinu.

Slökun, hreinsun og uppbygging fyrir líkama, sál og anda. Helgin er bæði fyrir konur og karla. Hámarsksfjöldi eru 12 manns og því er um að gera að skrá sig sem fyrst með því að senda póst á [email protected] eða með því að hringja í síma 22360140.

Verð fyrir helgina er 300 nkr. Innifalið er matur, gisting og dagskrá.

 

Sumarhátíð eldri borgara 60+

Eldri-borgarar-2

Við ætlum að eiga ánægjulega samverustund í Ólafíustofu fimmtudaginn 2. maí kl. 12. Við byrjum dagskrána á kyrrðar- og íhugunarstund frá kl. 12.15 til 12.30. Eftir helgistundina borðum við saman léttan hádegisverð. Við munum syngja, spjalla og heyra Hjörleif Valsson spila ljúfa sumartóna fulla af birtu og yl.

 

Verið hjartanlega velkomin.

Gleðimessa og aðalsafnaðarfundur á sunnudaginn

images-1“Þá fylltist munnur vor hlátri og tungur vorar fögnuði” Það er von til þess að þessi orð úr Davíðsálmi 126 geti orðið vitnisburður kirkjugesta næsta sunnudag eftir að hafa tekið þátt í gleði- messu.

Guðsþjónusta og aðalsafnaðarfundur verður í Nordberg kirkju n.k sunnudag 28. april kl.14. Í messunni mun Berglind Magnúsdóttir gospel söngkona syngja ásamt Ískórnum undir stjórn Gisla J. Grétarssonar. Peggy Loui Jenset er organisti. Fermingarbörn munu aðstoða við helgihald og fulltrúar safnaðarstjórnar lesa ritningarlestra með gleðiraustu.

Sunnudagaskólinn verður á sínum stað.

 

Dagskrá aðalsafnaðarfundar samkvæmt lögum safnaðarins:

a. Formaður kannar hvort til fundar sé löglega boðað
b. Kosning fundarstjóra og fundarritara
c .Skýrsla formanns
d. Stefna stjórnar
e. Skýrsla prests
f. Fjárhagsáætlun og ársreikningar lagðir fram
g. Kosning í safnaðarstjórn og varastjórn
h.Tillögur
i. Kosning í kjörnefnd og aðrar nefndir
j. Önnur mál

 

Hlakka til að sjá ykkur í gleði – messu!

Eldri borgarar 60+

Eldri-borgarar-2

 

Við ætlum að eiga ánægjulega samverustund í Ólafíustofu fimmtudaginn 11. apríl kl. 12. Við byrjum dagskrána á kyrrðar- og íhugunarstund frá kl. 12.15 til 12.30. Eftir helgistundina borðum við saman léttan hádegisverð og svo förum við í síðbúið páskabingó.

Verið hjartanlega velkomin.