Staðgengill prests

Þann 1. janúar 2019 mun sr. Þórey Guðmundsdóttir taka við hlutverki staðgengils sóknarprests í fjarveru sr. Ragnheiðar Karítasar Pétursdóttur. Hlutverk Þóreyjar verður að sinna sáluhjálp og mun starfið fara að mestu í gegnum síma. Þórey mun sinna þessu veigamikla hlutverki fram að ráðningu nýs sóknarprests. Þórey tekur við símtölum milli kl. 10.00 – 11.00 mánudaga – fimmtudaga. Viljum við hvetja ykkur sem þurfa á stuðningi prests að halda að hafa samband við Þórey í síma +47 913 12 901. Þessi þjónusta verður í boði frá og með 7. janúar 2019.

Ráðning ný sóknarprests

Fyrir dyrum stendur leit að nýjum sóknarprest fyrir Íslenska söfnuðinn í Noregi. Við leitum eftir einstaklingi sem gæddur er þeim eiginleikum að vera fullur starfsorku, hafi reynslu af kirkjulegu starfi, reynslu af stjórnun, með góða skipulagshæfileika, jákvæðni og mikla færni í mannlegum samskiptum. Við metum mikils frumkvæði og hæfileika til að laga sig að fjölbreyttum en jafnframt krefjandi aðstæðum.

 

Stjórn Íslenska safnaðarins vinnur náið með Biskupsstofu Íslands að ráðningu nýs prests og er reiknað með að af ráðningu verði fyrir páska og að nýr prestur hefji störf ekki seinna en 1. ágúst 2019.

 

Að velja úr hæfasta einstaklinginn verður ærið vekefni en ætlun okkar er sú að hæfustu umsækjendurnir fái tækifæri til að láta ljós sitt skína með því að m.a. að þjóna fyrir altari í guðsþjónustu í Nordberg kirkju. Við í stjórn safnaðarins viljum deila þessari vinnu með safnaðarmeðlimum og væntum góðrar þátttöku, sem búsettir eru í Ósló og nágrenni, og brennið fyrir jákvæðu og uppbyggilegu safnaðarstarfi. Við hvetjum ykkur til að mæta til þessarra guðsþjónusta, sem verða auglýstar sérstaklega þegar þar að kemur, og taka virkan þátt í ráðningarferlinu ásamt valnefnd sem skipuð verður af stjórn safnaðarins í samvinnu við Biskupsstofu. Þetta verður án efa spennandi verkefni og væntum við þess að með dyggri hjálp ykkar þá verði sá hæfasti ráðinn til starfans.

Árið sem leið…

Tíminn frá byrjun maí hefur liðið hratt og breytingar hafa átt sér stað á meðal stjórnar og starfsfólks Íslenska safnaðarins í Noregi. Ný stjórn tók til starfa eftir langan og erfiðan aðalfund þann 6. maí og boðaði til framhaldsaðalfundar 29. maí í Ólafíustofu.

 

Eitt af fyrstu og brýnustu verkefnum nýrrar stjórnar var endurskoðun á fjárhagsáætlun þessa árs þar sem upphaflega var gert ráð fyrir taprekstri upp á 1,5 milljón nkr. Í fyrstu atrennu komumst við að þeirri niðurstöðu að erfitt væri að forðast tap og því mun mikilvægara að endurskoða og lækka alla útgjaldaliði, nálgast núllið og niðurstaðan af þeirri vinnu var rúm 300 þús nkr taprekstur. Það er okkur í stjórn mikill metnaður að reka Íslenska söfnuðinn réttu megin við núllið, vera meðvituð um og stilla starf safnaðarins eftir fjárhagsstöðunni hverju sinni.

 

Breytingar hafa orðið í starfsmannahaldi frá því í byrjun ársins og fyrst ber að telja að sr. Lilja Kristín Þorsteinsdóttir sagði upp stöðu sinni sem fræðslufulltrúi og prestur og réð sig til norsku kirkjunnar. Gerðir voru starfslokasamningar við Ingu Erlingsdóttur, starfskonu á skrifstofu safnaðarins, og sr. Ragnheiði Karítas Pétursdóttur, sóknarprest.

 

Formaður safnaðarins færði sig niður á gólfið og tók við stjórn og störfum Ingu í hálfu starfi og vinnur hörðum höndum þessa dagana við að leita að nýjum sóknarpresti í samvinnu við Biskupsstofu Íslands. Við leitum eftir einstaklingi sem gæddur er m.a. þeim eiginlekum að vera orkumikill, vel skipulagður og fær í mannlegum samskiptum. Hér þarf að vanda til verka og væntum við þess að geta boðið nýjum presti upp á starfsaðstæður sem þykja eftirsóknarverðar.

 

Í fjarveru sóknarprest höfum við leitað til sr. Þóreyjar Guðmundsdóttur um að taka að sér hlutverk staðgengils prests fram að ráðingu nýs prests (sjá aðra frétt). Það er okkur mikill heiður að jafn reyndur prestur og Þórey vilji aðstoða okkur og vera sóknarbörnum innan handar.

 

Nýtt fjármálakerfi

Vegna bágrar fjárhagsstöðu sl. tvö ár þá hefur stjórn safnaðarins gripið til ýmissa ráða við að ná tökum á útgjaldaliðum. Öll stjórnun fjármála hefur verið endurskipulögð og færð til nútímans en frá 1. janúar 2019 tökum við í gagnið nýtt fjármálakerfi sem mun auðvelda til muna allt eftirlit með fjárhagsstöðu safnaðarins.

 

Starfsfólk

Stærsti útgjaldaliðurinn er og verður áfram laun starfsfólks. Á nýju ári verða tveir starfsmenn í fullu starfi og rúmur tugur í hlutastörfum. Sú breyting hefur átt sér stað að allir starfsmenn fá skriflegan starfssamning sem greinir frá starfshlutfalli og starfslýsingu. Við teljum þetta vera mikilvægan lið í að ná upp aukinni skilvirkni og faglegri vinnu í starfssemi safnaðarins. Markmiðið er að skapa aukna meðvitund meðal starfsfólks fyrir fjárhag hverju sinni svo það verði meðvirkara í störfum sínum og hagi þeim í samræmi við fjárhagsstöðu og fjárhagsáætlanir.

 

Ólafíustofa

Rekstur húsnæðis safnaðarins hefur tekið breytingum. Sett hefur verið upp stýrikerfi vegna upphitunar húsnæðis og hitanum stýrt með svokölluðu appi. Við það fæst betri stjórn og yfirsýn sem auðveldar að lækka þann kostnað á ársgrundvelli. Þess má geta að í lok sumars greiddi söfnuðurinn tæpar 40 þús nkr bakreikning vegna húshitunar. Eitt af markmiðum nýrrar stjórnar er að opna Ólafíustofu enn meir en verið hefur og á þessu ári verður opið alla virka daga vikunnar milli kl. 09.00 – 14.30. Við óskum eftir að gæða Ólafíustofu meira lífi en verið hefur og mun stjórn safnaðarins vinna í þessa átt með nýjum presti.

 

Guðsþjónustur

Með ráðningu nýs prest munum við skipuleggja árið með það fyrir augum að ná til sem flestra Íslendinga óháð búsetu. Í venjulegu árferði gerum við ráð fyrir rúmum 30 guðsþjónustum víðs vegar um Noreg þar sem messað verður að jafnaði tvisvar í hverjum mánuð. Í dag búa rúmlega 9 þúsund Íslendingar í Noregi og þar af eru yfir 7 þús þeirra meðlimir í íslensku þjóðkirkjunni og þ.a.l. meðlimir í Íslenska söfnuðinum í Noregi.

 

Stjórn safnaðarins hefur skipt Noregi upp í 6 svæði. Eins og nærri má geta þá er fjölmennasta svæðið Oslo og nágrenni (Akershus og Østfold) sem telur 39% íslendinga. Næst fjölmennasta svæðið er vesturströndin frá Stavanger og norður til Álasunds eða 30%. 15% íslendinga búa í Vestfold, Telemark og Buskerud. Í suður Noregi eða Agder fylkjunum búa um 7% Íslendinga, 4% í Þrándarlögum og 6% norður af Þrándarlögum í Norður Noregi. Það verður töluverð en skemmtileg vinna við að ná til alls þessa hóps enda Noregur stórt landssvæði og tímafrekt yfirferðar. Okkar markmið er að byggja upp miðstöðvar á hverju svæði fyrir sig og byggja upp starfssemi sem verður sem líkust þeirri sem á sér stað í höfuðstöðvum safnaðarins í Ósló. Við lítum á alla Íslendinga sem okkar viðfangsefni og leggjum áherslu á að allir íslendingar haldi hópinn, gæti að upprunanum og sameiginlegri menningu okkar og taki virkan þátt í starfinu.

 

Fermingarbörn

Alls hafa 24 börn tekið virkan þátt í fermingarfræðslu vegna ferminga árins 2019. Fermingarfræðslan hefur farið fram í Ólafíustofu og þá í tenglsum við guðsþjónustur Íslenska safnaðarins í Ósló. Þau fermingarbörn sem búsett eru fjarri Ósló hafa fengið tækifæri til að vera virkir þátttakendur með aðstoð fjarfundarbúnaðar. Eins og gengur og gerist þá fylgir hverju fermingarbarni foreldrar og systkini og hefur formaður safnaðarins tekið að sér að hafa ofan af þessum fylgifiskum hverju sinni þegar fermingarbörnin hafa hist. Áætlað er að fermingarbörnin hittist 10 sinnum fram að fermingu en söfnuðurinn býður upp á fermingarguðsþjónustu í Ósló 10. júní 2019 og á Íslandi í Seltjarnarneskirkju þann 7. júlí.

 

Sivilombudsmannen

Eins og kom fram á síðasta aðalfundi þá rak Íslenski söfnuðurinn málarekstur gagnvart norska ríkinu með það fyrir augum að fá nýjum reglum um trúfélög (önnur en norsku kirkjuna) frá byrjun ársins 2016 hnekkt fyrir dómi. Þessi aðgerð var unninn í samvinnu við sænsku og finnsku kirkjurnar í Noregi. Málarekstrinum var skotið til Sivilombudsmannen og í stuttu máli þá dæmdi hann okkur í vil og hafa norsk yfirvöld fengið frest fram í miðjan janúar 2019 til að svara þeirri niðurstöðu. Við gerum okkur vonir um að endurheimta tölvuverða upphæð sem samsvarar þeim sóknargjöldum sem voru greidd út fyrir þessar reglubreytingar. Ef réttur skilningur er lagður í þessa niðurstöðu þá munum við endurheimta alla þá meðlimi sem voru skráðir í byrjun árs 2016 en jafnframt viðurkennir Sivilombudsmannen þá reglu að söfnuðurinn þarf að spyrja nýaðflutta íslendinga til Noregs, og eru meðlimir í íslensku þjóðkirkjunni, hvort þeir séu meðlimir í öðru trúfélagi.

 

Verkefni á döfinni

Með nýjum presti þá væntum við að færist meira líf í starfsemi Íslenska safnaðarins. Framundan er að hefja starf fyrir börn á aldrinum 10-12 ára (TTT) og að bjóða einnig upp á fullorðinsfræðslu. Við hvetjum þig lesandi góður að vera vakandi og fylgjast með hér á heimasíðu safnaðarins og Facebook.

 

Opinn fundur í Ólafíustofu 22. janúar kl. 19.00

Stjórn safnaðarins boðar til opins fundar í Ólafíustofu þar sem fólki gefst tækifæri á að fá betri innsýn í starfið og spyrja stjórn spjörunum úr og koma með tillögur sem gætu orðið til umræðu m.a. á næsta aðalfundi safnaðarins.

Ný persónuverndarlög (GDPR) tóku gildi frá 1. júlí 2018

Þann 22. júlí 2018 gekk í gildi ný reglugerð Evrópusambandsins um persónuvernd (GDPR) og varð að norskum lögum. Þessi reglugerð kom í stað eldri laga og reglna um persónuvernd og verndun persónuupplýsinga. Með nýrri reglugerð er sú nýlunda að allir meðlimir Íslenska safnaðarins í Noregi eiga rétt á að vita hvernig söfnuðurinn meðhöndlar persónuupplýsingar safnaðarmeðlima.

 

Íslenski söfnuðurinn í Noregi hefur ávallt lagt metnað sinn í að verja persónuupplýsingar meðlima sinna. Svo tryggja megi meðferð upplýsinganna þá höfum við tekið í notkun reglur um meðferð þeirra í samræmi við nýja lagasetningu.

 

Kvikni spurningar er þér velkomið að hafa samband við skrifstofu safnaðarins, senda tölvupóst á [email protected] eða hringja í +47 450 79 733.

Ólafíuhátíðin 22. október kl. 19.00

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Ár hvert býður íslenski söfnuðurinn upp á glæsilega tónlistar dagskrá á fæðingardegi Ólafíu í Ólafíustofu, Pilestredet Park 20, 0176 Oslo. Að þessu sinni syngur sönghópurinn Laffi undir stjórn Rebekku Ingibjartsdóttur og boðið er upp á léttar veitingar. Tekið á móti frjálsum framlögum í styrktarsjóð safnaðarins, Ólafíusjóðinn.

Vonum að sem flestir sjái sér fært að líta við og fagna með okkur á afmælisdegi Ólafíu í Ólafíustofu mánudaginn 22. október kl. 19.00.

Dagskrá haustið 2018

Nýtt starfsár er komið vel á veg!

Nýtt starfsár er með hefðbundnu sniði og undanfarin ár.  Stjórn safnaðarins er kominn vel á veg með vinnu við að fjölga safnaðarmeðlimum. Við væntum þess að sem flestir sjái sér fært um að vera viðstaddir flesta þá viðburði sem sjá má hér neðar. Náum við að vaxa – náum við að dafna og bjóða upp á metnaðarfulla dagskrá fyrir alla Íslendinga í Noregi.

 

                                                –  Október 

Hópur                      Dags                   Viðburður                                               Staðsetning

Fermingarbörn       06.10                 Fyrsti fundur fermingarbarna              Ólafíustofa kl. 11.00

Guðþjónusta          07. 10                Fjölskylduguðsþjónusta í Ósló              Nordberg kirkja kl. 14.00

60+                          11. 10                 Hittingur eldri borgara                          Ólafíustofa kl. 12.00

Ungliðar                 12. 10                  Æskó í Ósló                                             Ólafíustofa kl. 17.00-20.00

Fermingarbörn      20.10                  Fermingarfræðsla                                  Ólfíustofa kl. 12.00 – 14.00

Allir meðlimir         22. 10                Ólafíuhátíðin                                           Ólafíustofa kl. 19.00

Ungliðar                  26. 10                Æskó í Vestfold-Telemark                      Sandar menighetshus kl. 17.00-20.00

Ungliðar                  26. 10                Æskó í Ósló                                              Ólafíustofa kl. 17.00- 0.00

Guðþjónusta          27. 10                Guðsþjónusta í Kristiansand                 Hellemyr kirkja kl. 13.00

Guðþjónusta          28. 10               Guðsþjónusta í Sandefjord                    Sandar menighetshuskl. 14.00

 

                                                –  Nóvember  

Hópur                      Dags                   Viðburður                                               Staðsetning

Fermingarbörn       03.11                  Fermingarfræðsla                                  Ólfíustofa kl. 12.00 – 14.00

Guðþjónusta           04. 11                 Allraheilagamessa                                 Nordberg kirkja kl. 14.00

60+                           08. 11                 Hittingur eldri borgara                          Ólafíustofa kl. 12.00

Ungliðar                  09. 11                 Æskó í Ósló                                              Ólafíustofa kl. 17.00- 20.00

Ungliðar                  16. 11                 Æskó í Vestfold-Telemark                      Sandar menighetshuskl. 17.00-20.00

Guðþjónusta          17. 11                 Guðsþjónusta í Kristiansand                  Hellemyr kirkja kl. 13.00

Guðþjónusta          18. 11                 Guðsþjónusta í Sandefjord                    Sandar menighetshus kl. 14.00

Ungliðar                  23. 11                 Æskó í Ósló                                               Ólafíustofa kl. 17.00- 20.00

 

                                                –  Desember 

Hópur                      Dags                   Viðburður                                               Staðsetning

Fermingarbörn       01.12                 Fermingarfræðsla                                   Ólfíustofa kl. 12.00 – 14.00

Aðventuhátíð         02. 12                 Aðventuhátíð í Ósló                               Majorstuen kirkja kl. 13.00

Ungliðar                  07. 12                 Æskó í Vestfold-Telemark                      Sandar menighetshus kl. 17.00-20.00

Jólaguðþjónusta    09. 12                 Jólaguðþjónusta í Sandefjord               Sandar menighetshus kl. 14.00

Jólaguðþjónusta    09. 12                 Jólaguðþjónusta í Stavanger                 Sunde kirkja kl. 13.00

60+                           13. 12                 Hittingur eldri borgara                           Ólafíustofa kl. 12.00

Ungliðar                  14. 12                 Æskó í Ósló                                               Ólafíustofa kl. 17.00- 0.00

Jólaguðþjónusta    15. 12                 Jólaguðþjónusta í Bergen                       Fana Ytribyggðar kirkja kl. 13.00

Jólaguðþjónusta    15. 12                 Jólaguðþjónusta í Kristiansand              Hellemyr kirkja kl. 13.00

Jólaguðþjónusta    16. 12                 Jólaguðþjónusta í Trondheim                 Bakke kirkja kl. 14.00

Jólaguðþjónusta    26. 12                 Jólaguðþjónusta í Ósló                            Nordberg kirkja kl. 14.00

 

Vel møtt!

Fermingarfræðsla veturinn 2018-2019

Upphaf fermingarfræðslunnar er 7. október kl. 11.00 í Ólafíustofu

 Ég vil byrja á því að bjóða ykkur hjartanlega velkomin til þessarar samfylgdar sem fermingarfræðslan er. Fermingarfræðslan hér í Noregi hefur aðallega falist í helgarfræðslu yfir 2 helgar, haust og vor. Síðustu ár hafa verið þungbær fyrir söfnuðinn þá sérstaklega fjárhagslega og hefur það haft áhrif á starfið síðustu tvö ár. Nú sjáum við fram á betri tíma og vonum við svo sannarlega að þessi mikilvægi þáttur safnaðarstarfsins verði eins vel skipulagður og má vera.

 

Sóknarprestur og formaður íslenska safnaðarins taka á móti fermingarbörnum í Ólafíustofu kl. 11.00 sunnudaginn 7. október. Eftir fermingarfræðslu eða um kl. 12.30 verður boðið upp á veitingar áður en haldið verður upp í Nordberg kirkju þar sem deginum lýkur með fjölskylduguðþjónustu. Formaður safnaðarins mun fylgja fermingarhópnum til Nordberg kirkju að fræðslu lokinni. Meðan á fræðslunni stendur mun formaður bjóða upp á göngutúr fyrir þá foreldra sem þess óska. Fjölskylduguðþjónustan hefst kl. 14.00 og að henni lokinni er boðið upp á kaffiveitingar í safnaðarheimili kirkjunnar. Við viljum hvetja öll fermingarbörn og foreldra/forráðamenn sem búa í Ósló og nágrenni að taka þátt í fræðslunni og guðsþjónustunni þennan dag. 

 

Innritun fer fram hér á forsíðu heimasíðunnar.

Innritun fer fram á heimasíðu safnaðarins (sjá link til hægri). Í dag eru alls 17 börn skráð í fermingarfræðslu á vegum íslenska safnaðarins. Þau sem búa lengst frá Ósló m.a. á vesturströndinni verða boðuð til leiks þegar fyrsta helgarfræðslan fer fram. Við eigum enn eftir að fá staðfest leigu á sumarbústað við Frognerseteren, ekki langt frá Holmenkollen.

 

Hvað er fermingarstarf?

Ferming þýðir staðfesting. Í fermingunni staðfestir barnið skuldbindingu foreldra og guðfeðgina ískírnarathöfninni. Það fer með trúarjátninguna, vinnur fermingarheit og þiggur fyrirbæn og blessun. Fermt er við messu. Til þess að öðlast rétt til að mega fermast stundar fermingarbarnið sérstakt nám í kristnum fræðum hjá presti sínum eða fermingarfræðara, sem kallast fermingarfræðsla.

 

Fermingardagar 2019  á vegum íslensku kirkjunnar í Noregi:

Sunnudaginn 7. júlí kl. 11 í Seltjarnarneskirkju á Íslandi.

Mánudaginn 10.júni (annar í hvítasunnu) í Osló. Nordberg kirkja kl. 14.

 

Messa i Nordberg kirkju 2.hvítasunnudag

Þann 21.mars,annan í hvítasunnu verður fermingarguðsþjónusta í Nordberg kirkju, kl.14.
Allir eru hjartanlega velkomnir.

Framhaldsaðalfundur Íslenska safnaðarins í Noregi

Þar sem ekki náðist að ljúka við kosningar í nefndir og liðinn önnur mál á aðalfundi safnaðarins þann 6. maí síðastliðinn
verður honum haldið áfram þann 29. maínæstkomandi.
Fundurinn verður klukkan 18:30 – 20:30, i Ólafíustofu
Pilestredet Park 20, 0176 Oslo, Norway
Allir meðlimir safnaðarins eru hjartanlega velkomnir.
Af þeim fundi loknum verða birtar niðurstöður fundanna.

60 ára og eldri hittast

Kæru vinir. Síðasta samverustund hópsins í Ólafíustofu verður haldinn fimmtudaginn 3,mai en starfinu mun ljúka með vorferð þriðjudaginn 22.mai. Gestur fundarins er Sigurður Garðarsson.Sigurður var einn af stofnendum hins Íslenska safnaðar i Noregi og mun fræða okkur nánar um tilurð og sögu hans.
Jafnframt verður tilhögun vorferðarinna kynnt og fólk er hvatt til að skrá sig til þáttöku. Sjáumst sem flest – hress og kát og njótum saman léttrar máltiðar og notalegs spjalls við landann.