Leikhúsferð 60+

Hópurinn 60+ ætlar að fara í leikhús í nóvember! Staður og stund:  National Theatret föstudaginn 22.nóvember kl.19.30.  Leikritið er „Forelska i Shakespeare“, sem er gamanleikur gerður fyrir leiksvið eftir hinni margverðlaunuðu og geysivinsælu kvikmynd „Shakespeare in love“ frá 1998.  Mikið líf og fjör.  Áður en sýningin hefst setjumst við kannski inn á Bibliotekbarinn á Hótel Bristol, […]

Read More »

Tónleikarnir Trú, von og kærleikur í Sjøholmen 21. september

Þemað Trú, von og kærleikur endurspeglast í lögum og textum söngvaskáldsins Ómars Diðrikssonar (textarnir eru á norsku, íslensku og ensku) sem verða flutt á Sjøholmen 21. september klukkan 21 af eftirtöldum listamönnum: Ómar Diðriksson söngur og gítar, Ísold Hekla Apeland, söngur, Jónína G Aradóttir, söngur, Lilja Margrét Ómarsdóttir, söngur, Rebekka Ingibjartsdóttir, söngur og fiðla, Ágúst […]

Read More »

Vel sótt hátíðarmessa og sunnudagaskóli

Sr Inga Harðardóttir var formlega sett í embætti af sr Helgu Soffíu Konráðsdóttur, prófasti, við hátíðlega messu í Bøler kirkju sunnudaginn 8. september 2019. Sr. Þorvaldur Víðisson, biskupsritari tók einnig þátt í þjónustunni, meðlimir stjórnarinnar lásu bænir, Hörður Áskelsson lék á orgel og söngflokkurinn Laffí leiddi sálmasönginn og flutti fallega tónlist. Rebekka Ingibjartsdóttir og Zsolt […]

Read More »

Hátíðarmessa og sunnudagaskóli

Við hefjum vetrarstarf Íslenska safnaðarins með hátíðlegri og hlýlegri innsetningarmessu þann 8. september kl. 15.00 í Bøler kirke í Osló, en við fáum góða gesti frá Íslandi í heimsókn til okkar af því tilefni. Sr. Helga Soffía Konráðsdóttir, prófastur setur sr. Ingu Harðardóttur formlega í embætti en þær þjóna í messunni ásamt sr. Þorvaldi Víðissyni, […]

Read More »

Skírn

Falleg skírn fór fram í Nordmarka þar sem Alexandra Sól var borin til skírnar í faðmi sinna nánustu og skógarins, umvafin kærleika, hlýju og sólskini. Íslenski söfnuðurinn óskar fjölskyldunni innilega til hamingju. Guð blessi Alexöndru Sól. Megi gæfan þig geyma, megi Guð þér færa sigurlag, megi sól lýsa þína leið, megi ljós þitt skína sérhvern […]

Read More »

Fermingarfræðslan fer af stað

Fermingarfræðslan hjá Íslenska söfnuðinum er aðeins öðruvísi en hjá öðrum kirkjum þar sem fermingarbörnin eru dreifð um allan Noreg en öll fermingarbörnin taka þátt, sum með því að mæta í Ólafíustofu í Osló en önnur eru með á netinu. Við notum fjölbreytta og skapandi kennsluhætti, veltum lífinu og tilverunni fyrir okkur og vinnum allskonar verkefni […]

Read More »