Skráning í fermingarfræðslu veturinn 2015-16 er hafin

Skráning í fermingarfræðslu, Íslenska safnaðarins í Noregi, er hafin fyrir veturinn 2015-2016.  Foreldrar fermingarbarna sem vilja skrá börnin sín í fermingarfræðslu gera það rafrænt hér á heimasíðunni okkar, til hægri á síðunni undir „fermingarskráning“.

Fermingarfræðslan saman stendur af tveimur helgarnámskeiðum í samstarfi við íslensku söfnuðina í Svíþjóð og Danmörku.  Námskeiðin fara fram í Aah Stiftgaard í Svíðþjóð og er mestur kostnaður við námskeiðin greiddur af söfnuðinum. Fyrra námskeiðið er á haustönn dagana  25. – fermingarauglysing27. september en seinna námskeiðið er á vorönn 2016.

Aðal fræðslan fer fram á þessum helgum. Fermingarfræðslutímar verða skipulagðir eftir að skráningu er lokið. Einnig er gert ráð fyrir að fermingarbörnin mæti í messur og/eða sunnudagaskóla en frekari tilmæli um það koma síðar.

Fermt verður á annan í hvítasunnu, 16. maí 2016, í Osló. Ferming á Íslandi verður 3. júlí 2016 en aðrir fermingardagar verða ákveðnir eftir óskum og fyrirspurnum um landið þegar skráningu er lokið.

Ólafíustofa lokuð í júlí

loanVegna sumarleyfa verður Ólafíustofa (skrifstofa safnaðarins) lokuð í júlí.

Prestur verður að sjálfsögðu á  neyðarvaktinni í sumar og bent er á farsíma þeirra og símatíma sem sjá má hægra megin á forsíðu heimasíðunnar.

Einnig er hægt er að senda prestum tölvupóst með athafnabeiðnum eða öðrum erindinum.

Guð blessi ykkur sumarið og gefi sól í sálu.

Fermingarmessa í Seltjarnarneskirkju

Ferming + Ìsland 2010 086Á vegum Íslenska safnaðarins í Noregi verður messa í Seltjarnarneskirkju n.k sunnudag kl. 11. Þetta er árleg messa þar sem íslensk fermingarbörn búsett í Noregi eru fermd.  Í ár verða fermd 22 börn í messunni.

Kammerkór Seltjarnarneskirkju leiðir sálmasöng og messusvör. Glúmur Gylfason leikur á orgel. Gengið verður til altaris. Sr. Arna Grétarsdóttir og sr. Ása Laufey Sæmundsdóttir þjóna fyrir altari.  Messan er öllum opin.

Verið hjartanlega velkomin til kirkju.

17. júní í Þrándheimi

slenski_fninn______jpg_800x800_sharpen_q95

 

Í tilefni að þjóðhátíðardegi Íslendinga verður kvöldmessa í Hospital kirkju í Þrándheimi kl.18. Sr. Arna Grétarsdóttir þjónar fyrir altari og Kór Kjartans syngur. Kaffi og hátíðarspjall eftir stundina.

 

Verið hjartanlega velkomin.

17. júní hátíðarhöld sunnudaginn 14.júní

slenski_fninn______jpg_800x800_sharpen_q9517. júní hátíðarhöld Íslenska safnaðarins og Íslendingafélagsins í Osló verða haldin sunnudaginn 14. júní í Nordberg kirkju í Oslo.

Hátíðarhöldin hefjast með hátíðarhelgistund í Nordberg kirkju kl.14.  Ískórinn syngur undir stjórn Gísla J. Grétarssonar. Guðbjörg Magnúsdóttir syngur einsöng og við píanóið og orgelið situr Ole Johannes Kosberg.

Hátíðarræðu flytur formaður Íslendingafélagsins í Osló, María Matthíasdóttir og fjallkona er Elín Theódóra Alfredsdóttir.

Lúðrasveitin verður á sínum stað og leiðir skrúðgöngu.

Það verður fjölbreytt dagskrá fyrir alla fjölskylduna. Sunnudagaskólinn verður á sínum stað með hoppukastala, andlitsmálun fyrir börnin og þau sem vilja geta farið á hestbak.

Verið hjartanlega velkomin.

 

Messa í Tromsø sunnudaginn 7. júní kl. 14 í tilefni sjómannadagsins

Elverhoy-Kirke-Tromsoe-TromsÁ sjómannadaginn 7. júní verður guðsþjónusta í Elverhøy kirkju í Tromsø kl.14. Sr. Ása Laufey Sæmundsdóttir leiðir stundina.

Kammerkór Tromsø syngur í messunni.

Kaffi og spjall í kjallara kirkjunnar á eftir í umsjá Íslendingafélagsins.

Verið hjartanlega velkomin.

Vorhátíð sunnudagaskólans í Bergen og messa, sunnudaginn 31. maí kl. 14

Síðasti sunnuSkjold_THdagaskóli vetrarins verður í Skjold kirkju, Skjoldlia 55, 5236 Bergen, sunnudaginn 31. maí kl. 14:00. Á sama tíma verður fermingarmessa í kirkjunni, prestur er sr. Ása Laufey Sæmundsdóttir. Sönghópurinn í Bergen leiðir sönginn.
Á eftir verður árleg vorhátíð Sunnudagaskólans sem er öllum opin og kirkjugestir beðnir um að leggja eitthvað til á veisluborðið (t.d.salat, köku, brauð eða ávexti). Vonandi viðrar vel og við getum grillað úti, pylsur verða í boði safnaðarins.

Verið öll hjartanlega velkomin !

Kyrrðar og íhugunarstund alla fimmtudaga í Ólafíustofu

taizeAlla fimmtudaga er stutt helgistund í kapellu Ólafíustofu (Pilestredet Park 20, 0176 Oslo)  kl.12.15. Stundin inniheldur, slökun, lestra, bænir og söng og tekur um 20 mínútur. Prestar safnaðarins skiptast á að leiða stundina.

Prestar taka við fyrirbænarefnum fyrir stundina.

Verið hjartanlega velkomin.

Messa í Nordberg kirkju annan hvítasunnudag

Ferming + Ìsland 2010 086Hátíðleg messa verður annan hvítasunnudag 25.maí kl.14 í Nordberg kirkju í Ósló. Ískórinn syngur og leiðir messusvör undir styrkri stjórn Gísla J. Grétarssonar. Hjörleifur Valsson leikur á fiðlu og organisti er Ole Johannes Kosberg.

Fermt verður í messunni eins og venja er hjá söfnuðinum þennan dag og lesa fermingarbörnin ritningarversin sín fyrir kirkjugesti.

Prestar safnaðarins þjóna fyrir altari og verða með skemmtilega nýbreyttni i predikunarhluta messunnar, þar sem samtal og söngur fá að tvinnast saman.

Sunnudagaskólinn verður á sínum stað sem og kirkjukaffið í safnaðarheimilinu í umsjá Íslendingafélagsins eftir messuna.

Verið öll hjartanlega velkomin.

Helgistund í Ólafíustofu kl.12.15 á uppstigningardag

Allra heilagraHelgistund í umsjá sr. Örnu Grétarsdóttur verður í Ólafíustofu kl.12.15 á uppstigningardag n.k fimmtudag 14.maí.

Íhugun, slökun, bænir, lestrar  og heimilislegur sálmasöngur. Stundin tekur uþb 20 mínútur og verður heitt á könnunni og spjall á eftir. Verið velkomin í kyrrð og samfélag.