60 ára og eldri hittast í Osló

  60 ára og eldri hittast 

Næstkomandi fimmtudag, 9. febrúar, hittast 60 ára eldri í Ólafíustofu Pilestredet Park 20 í Osló.

Við byrjum á stuttri kyrrðarstund kl. 12:15 sem sr. Lilja Kristín Þorsteinsdóttir leiðir áður en borðhald hefst kl. 12:30.

 Á boðstólnum verður léttur hádegisverður, súpa og brauð.  Endilega kíkið við í Ólafíustofu og njótum þess að eiga gott samfélag.

Sunnudagaskólinn

Sunnudagaskólinn verður á sínum stað, komandi sunnudag 5.mars i Nordberg kirkju kl.14.

Allir eru hjartanlega velkomnir í kirkjukaffi að guðsþjónustu og sunnudagaskólanum loknum.

Fermingarguðsþjónusta

Ákveðið hefur verið að hafa guðsþjónustu i Sandefjord, Bugarden kirkju 21.mai kl.14.

Fermt verður í guðsþjónustunni. Þau ykkar sem vilja nýta sér það hafi samband við sr.Lilju Kristínu

 

 

Taizé messa sunnudaginn 5.mars í Oslo

Sunnudaginn 5. mars verður guðsþjónusta í Nordberg kirkju í Osló kl.14. Sr. Ragnheiður Karítas Pétursdóttir leiðir stundina.
Ískórinn syngur undir stjórn Gísla Jóhanns Grétarssonar.
Sunnudagaskólinn verður á sínum stað með sögustund, söng og leikjum í umsjón Rebekku Ingibjartsdóttur.
Fermingarbörnin á Oslóarsvæðinu aðstoða. Kaffihlaðborð og samfélag í safnaðarheimilinu að guðsþjónustu lokinni.
Verið hjartanlega velkomin í Nordberg kirkju sunnudaginn 5. mars !

60 ára og eldri hittast í Osló 9. febrúar í Ólafíustofu

Næstkomandi fimmtudag, 9. febrúar, hittast 60 ára eldri í Ólafíustofu Pilestredet Park 20 í Osló.

Við byrjum á stuttri kyrrðarstund kl. 12:15 sem sr. Lilja Kristín Þorsteinsdóttir leiðir áður en borðhald hefst kl. 12:30. Á boðstólnum verður léttur hádegisverður á þjóðlegu nótunum.

Endilega kíkið við í Ólafíustofu og njótum þess að eiga gott samfélag saman.

                                                      

Guðsþjónusta í Nordberg kirkju í Osló 5. febrúar kl. 14

 

Næstkomandi sunnudag 5. febrúar verður guðsþjónusta í Nordberg kirkju í Osló kl.14. Sr. Lilja Kristín Þorsteinsdóttir leiðir stundina.
Ískórinn 
syngur í messunni undir stjórn Gísla Jóhanns Grétarssonar.

Sunnudagaskólinn verður á sínum stað með sögustund, söng og leikjum í umsjón Rebekku Ingibjartsdóttur.

Fermingarbörnin á Oslóarsvæðinu aðstoða við helgihaldið.

Kaffihlaðborð og samfélag í safnaðarheimilinu á eftir guðsþjónustunni. 

Verið hjartanlega velkomin í Nordberg kirkju á sunnudaginn !

Minningarstund fyrir Birnu Brjánsdóttur í Ólafíustofu laugardaginn 28. janúar kl. 17

Minningarstund fyrir Birnu Brjánsdóttur verður haldin í Ólafíustofu, Pilestredet Park 20, laugardaginn 28. janúar kl.17:00. 

Þar gefst fólki tækifæri til að sýna samhug, biðja fyrir aðstandendum Birnu og kveikja á kertum.

Innsetningarmessa nýs prests og fræðslufulltrúa 15. janúar kl. 14 í Nordberg kirkju Osló.

Sunnudaginn 15. janúar næstkomandi verður sr. Lilja Kristín Þorsteinssdóttir sett inn í embætti prests og fræðslufulltrúa hjá Íslensku kirkjunni í Noregi við hátíðlega athöfn í Nordberg kirkju í Osló kl. 14 og allir eru hjartanlega velkomnir til kirkju.

Sr. Helga Soffía Konráðsdóttir prófastur í Reykjavíkurprófastdæmi vestra mun setja sr. Lilju Kristínu inní embætti. Sr. Ása Laufey Sæmundsdóttir og sr. Ragnheiður Karítas Pétursdóttir þjóna í athöfninni. Ískórinn syngur undir stjórn Gísla Jóhanns Grétarssonar, Kirkjukaffi og samfélag í umsjón Íslendingafélagsins í Osló á eftir messunni.

Lilja Kristín Þorsteinsdóttir nýr prestur og fræðslufulltrúi íslensku kirkjunnar í Noregi


 

Sr. Lilja Kristín Þorsteinsdóttir hefur verið ráðin í stöðu prests og fræðslufulltrúa hjá íslensku kirkjunni í Noregi frá og með 1. janúar s.l. Hún tekur við af sr. Ásu Laufeyju Sæmundsdóttur. 

Lilja Kristín Þorsteinsdóttir er fædd árið 1969 í Reykjavík en alin upp á Húsavík

Hún hefur verið búsett og starfað hjá Norsku kirkjunni frá 2011, sem sóknarprestur í Fjaler í Sogn og Fjordane.

Lilja Kristín lauk embættisprófi frá Guðfræðideild við Háskóla Íslands, með fyrstu einkunn árið 1996 með siðfræði að sérsviði.  Hún vígðist til Íslensku þjóðkirkjunnar sem sóknarprestur á Raufarhöfn árið 1997.  

Árið 2000 var Lilja Kristin skipuð sóknarprestur í Ingjaldshólsprestakalli á Snæfellnesi. Síðar hóf hún störf í Breiðholtskirkju þar sem hún m.a. hafði umsjón með allri skipulagningu og framkvæmd á barna- og unglingastarfi kirkjunnar.
Lilja Kristin er gift Eiríki Jóni Gunnarssyni sem er tæknifræðingur að mennt saman eiga þau 3 börn. Fjölskyldan fluttist til Danmerkur 2006. Þar starfaði Lilja Kristín í «kirkens Korsher» með fólki á öllum aldri sem glímdi við áfengis og eiturlyfjavanda, geðraskanir og veikindi af ýmsum toga. Að auki fjölbreyttrar reynslu af prestsstarfinu hefur Lilja Kristín einnig víðtæka reynslu af kærleiksþjónustu, félagsstörfum, kennslustörfum og störfum er varða almannatengsl og heill.

Sr. Lilja Kristín verður sett inn í embætti við hátíðlega athöfn í Nordberg kirkju þann 15. janúar n.k. kl. 14 og verður messan auglýst sérstaklega.

Guð blessi hana í þjónustu fyrir Íslendinga í Noregi.

 

 

 

 

Hangikjötsveisla 60 ára og eldri 12. janúar í Ólafíustofu

hangikjotFimmtudaginn 12. janúar klukkan 12:00 verður árleg hangikjötsveisla fyrir 60 ára og eldri haldin í Ólafíustofu, Pilestredet Park 20, á vegum Íslensku kirkjunnar í Noregi.

Það má gera ráð fyrir góðri stemningu og boðið verður upp á íslenskt hangikjöt og viðeigandi meðlæti.

Allir 60 ára og eldri hjartanlega velkomnir.

Við hlökkum til að sjá ykkur,

Osvald, Rebekka, Áslaug og Helga.