Messa Sælen kirkju í Bergen

slenski_fninn______jpg_800x800_sharpen_q95Þjóðhátíðadagurinn verður haldinn hátíðlegur á kvenréttindadaginn sunnudaginn 19. júní í Sælen kirkju, Vardavegen 9, 5141 Bergen.

Hátíðarhöldin byrja með messu kl.14. Sr. Arndís Ósk Pétursdóttir sóknarprestur í Steinskjer þjónar fyrir altari og Sönghópurinn í Bergen leiðir sálmasöng að venju.

Eftir messuna tekur við dagskrá Íslendingafélagsins með skrúðgöngu, leikjum og andlitsmálning fyrir börnin, happadrætti og söngatriði frá Íslenska sönghópnum í Bergen.

Íslenskar SS pylsur verða til sölu og einnig verður kaffihlaðborð,en gestir eru beðnir um að leggja til veitingar á kaffiborðið.

 

 

Ragnheiður Gröndal syngur í Nordberg kirkju 18. júní kl.14 og kveðjumessu sr. Örnu

slenski_fninn______jpg_800x800_sharpen_q95Kveðjumessa sr. Örnu Grétarsdóttur verður í Nordberg kirkju laugardaginn 18.júní kl.14 en sr. Arna hefur starfað sem prestur safnaðarins sl. níu ár. Hún flytur nú til Íslands og tekur við Reynivallaprestakalli í Kjós og á Kjalarnesi. Vegna þeirra tímamóta koma í heimsókn hin ástsæla söngkona Ragnheiður Gröndal og Guðmundur Pétursson gítarleikari og flytja vel valin lög. Hjörleifur Valsson leikur einleik á fiðlu og Ískórinn syngur ættjarðarsálma undir stjórn Gísla J. Grétarssonar.

Lýðveldishátíðarhöldin verða á sama tíma í og við kirkjuna og mun Íslendingafélagið í Ósló hafa veg og vanda af góðri dagskrá með skrúðgöngu, lúðrasveit, andlitsmálningu og hoppukastala. Ískórinn syngur undir stjórn Gísla J. Grétarssonar.

 

Ávarp formanns Íslendingafélagsins, Ómars Diðrikssonar, verður á sínum stað og fjallkona flytur ljóð.

Kirkjukaffi í safnaðarheimilinu eftir skrúðgönguna sem hefst við kirkjudyrnar strax eftir lokasálm sem er að sjálfsögðu þjóðsöngurinn.

Það verður hægt að kaupa íslensk fánaflögg fyrir messu.

Verið hjartanlega velkomin.

Messa í Elverhøy kirkju í Tromsø kl. 14 á sjómannadaginn 5. júní

008Á sjómannadaginn 5. júní verður guðsþjónusta í Elverhøy kirkju í Tromsø kl.14. Sr. Ása Laufey Sæmundsdóttir leiðir stundina.

Kammerkór Tromsø syngur í messunni.

Kaffi og spjall í kjallara kirkjunnar á eftir í umsjá Íslendingafélagsins.

Verið hjartanlega velkomin.

Messa í Bakke kirkju Þrándheimi kl.15 á Sjómannadaginn

AprilMessa verður í Bakke kirkju í Þrándheimi kl.15 á sjómannadaginn 5.júní n.k. Kór Kjartans syngur í messunni undir stjórn Hilmars Þórðarsonar. Björn Leifsson leikur á orgel. Látinna sjómanna sérstaklega minnst í guðsþjónustunni. Börnin eru sérstaklega boðin velkomin.

Verið hjartanlega velkomin.

Vorhátíð sunnudagaskólans í Stavanger og messa, 29. maí kl. 14

hinna kirkjaSíðasti sunnudagaskólinn í Stavanger verður næstkomandi sunnudag, 29. maí kl. 14, í Hinna kirkju, (Gamleveien, 4020 Stavanger). Á sama tíma verður messa í kirkjunni, prestur er sr. Ása Laufey Sæmundsdóttir. Fermt verður í messunni. Sönghópurinn í Bergen leiðir sönginn undir stjórn Tönju Jóhansen.  Íslendingafélagið í Stavanger sér um kaffiveitingar Á eftir verður síðan vorhátíð sunnudagaskólans þar sem verður grillað og farið í ratleik.

Messa annan hvítasunnudag kl.14 í Nordberg kirkju

Ferming + Ìsland 2010 086Á annan hvítasunnudag (16.maí) er messa í Nordberg kirkju í Oslo  kl.14. Fermt verður í messunni. Ískórinn syngur undir stjórn Gísla J. Grétarssonar. Hjörleifur Valsson leikur á fiðlu og Ole Johannes Kosberg er organisti.  Prestar safnaðarins sr. Ása Laufey Sæmundsdóttir og sr. Arna Grétarsdóttir þjóna. Kirkjukaffi er í umsjá Íslendingafélagsins í Ósló. Sunnudagaskólinn á sínum stað.

Verið öll hjartanlega velkomin til kirkju á hátíð heilags anda.

Ískórinn færði Ólafíusjóði gjöf á aðalfundi safnaðarins

solKóramót var haldið nú í apríl þar sem íslensku kórarnir sem starfandi eru í Noregi komu saman til æfinga og tónleikahalds. Aðgangseyri tónleikanna rann til Ólafíusjóðs Íslenska safnaðarins í Noregi og afhenti Þorbjörg Guðmundsdóttir formaður Ískórsins styrkinn á aðalfundi safnaðarins sem haldinn var 24. apríl s.l. Dr. Sigríður Dúna Kristmundsdóttir formaður sjóðsstjórnar tók við styrknum og þakkaði af alhug fyrir rausnalega gjöf og velvild í garð þeirra sem á aðstoð þurfa að halda á erfiðum tímum.

Náungakærleikur og hjartagæska er hverju hjálparstarfi mikilvægt.

Drottinn elskar glaðann gjafara!

Vorferð 60 ára og eldri 12. maí

Nú fer að líða10419632_346150072205198_5259464046047729266_n að lokum vetrarstarfsins hjá 60 ára og eldri. Að því tilefni verður farið í skemmtilega vorferð. Áætlun ferðar:

Farið frá Ólafíustofu stundvíslega kl 10:00, fimmtudaginn 12. maí, þaðan sem ekið verður upp í Íslendingahúsið í Norefjell. Þar borðum við léttan hádegisverð, spjöllum og syngjum saman og skoðum nærumhverfi. Á leiðinni tilbaka stoppum við stutt við Villa Fridheim, sem er gömul ævintýrahöll á lítilli eyju (landfest með brú), við Noresund. Þaðan er haldið að „den gamle mester“ sem er mörg hundruð ára gömul eik (með sína sögu) sem var friðuð 1914 en hún stendur við Bjertnes prestegård við Noresund. Síðan höldum við leið okkar áfram tilbaka til Hönefoss og gerum ráð fyrir að vera þar laust fyrir klukkan fjögur þar sem við borðum saman kvöldmat í huggulegu umhverfi. Eigi síðar en 17.30 erum við komin í rútuna og ökum rakleitt til Ólafíustofu og áætlum að vera komin þangað uppúr kl. 18.

20121122-villa-fridheimninadjærff1Áhugasamir mega endilega skrá sig á netfangið [email protected] ef einhver er með sérstakt mataróþol eða ofnæmi þá má endilega láta vita af því.

Við hlökkum til að sjá ykkur sem flest ! Ása Laufey, Osvald, Snorri og Fríða.

 

Íhugunarguðsþjónusta og aðalfundur sunnudaginn 24. apríl kl.14

Allra heilagraÍhugunarguðsþjónusta eða Taize messa verður í Nordberg kirkju í Ósló sunnudaginn 24.apríl kl.14.  Sungnir verða einfaldir og rólegir sálmar. Ískórinn leiðir sálmasöng undir stjórn Gísla Jóhanns Grétarssonar og Hjörleifur Valsson leikur á fiðlu. Ole Johannes Kosberg situr við orgelið. Sr. Arna Grétarsdóttir predikar og leiðir helgihald. Fermingarbörnin aðstoða við helgihaldið. Kirkjukaffi að venju og hefðbundin aðalfundarstörf hefjast eftir messu. (sjá auglýsingu um aðalfundarstörf) Sunnudagaskólinn verður á sínum stað í umsjá sr. Ásu Laufeyjar Sæmundsdóttur. Verið hjartanlega velkomin til kirkju.

Hjálparstarfi kirkjunnar færðu styrkur úr Ólafíusjóði

Kristján og Bjarni í april 2016bSafnaðarstjórn ákvað á fundi sínum í mars að veita aukafjárveitingu að upphæð 30.000 nkr. inn í Ólafíusjóðinn til styrkatar Hjálparstarfi kirkjunnar.  Kristján Daðason sem situr í stjórn Ólafíusjóðs afhenti styrkinn fyrir hönd Ólafíusjóðs Íslenska safnaðarins í Noregi til Hjálparstarfs kirkjunnar. Bjarna Gíslasyni framkvæmdarstjóra Hjálparstarfs kirkjunnar tók á móti styrknum með þakklæti.  Það er von og okkar og vissa að styrkur þessi muni koma sér vel í því mikilvæga starfi sem hjálparstarfið vinnur meðal þeirra sem þiggja þurfa aðstoð. Versið góða úr Kórintubréfinu á vel við er við glöð í hjarta færum löndum okkar og trúsystkinum af gnægtum okkar hér í Íslenska söfnuðinum í Noregi.

“Sérhver gefi eins og hann hefur ásett sér í hjarta sínu, ekki með ólund eða með nauðung, því að Guð elskar glaðan gjafara” (1.Kór.9.7b)