Jólamessa í Hellemyr kirkju í Kristiansand 13. des. kl.14.

jola2Jólamessa og jólaball í Hellemyr kirkju í Kristiansand (Bydalsveien 19, 4628 Kristiansand S) 3.sunnudag í aðventu 13. desember kl.14.

Ómar Diðriksson hið ástasæla söngvaskáld og Hjörleifur Valsson fiðluleikari flytja fallegar perlur og leiða alla tónlist og sálmasöng í messunni.  Messan verður í léttari kantinum og hún sniðin að börnum og fullorðnum.

Hallfríður Jóhannsdóttir (Hadda) sem er safnaðarfulltrúi og tengiliður safnaðarins hefur umsjón með jólaballi og kaffiveitingum.

Dansað í kring um jólatré með Ómari og Hjörleifi.

Heyrst hefur að jólasveinninn hafi íslenskt gotterí í poka handa börnunum.

Verið hjartanlega velkomin.

Jólamessa í Åssiden kirkju í Drammen laugardaginn 12. des. kl.14

jolamessa kristiansandJólamessa og jólaball verður í Åssiden kirkju í Drammen (Åkerveien 2, 3024 Drammen) laugardaginn 12. desember kl.14.

Ómar Diðriksson hið ástsæla söngvaskáld og Hjörleifur Valsson fiðluleikari flytja fallegar perlur í messunni. Ískórinn syngur og leiðir sálma- og messusöng undir stjórn Gísla J. Grétarssonar.  Organisti og undirleikari er Gróa Hreinsdóttir.

Fermingarbörn aðstoða við messuhaldið.

Sunnudagaskólinn verður á sínum stað að venju á meðan á messu stendur.

Jólaball og kirkjukaffi í umsjá tengiliðarins og safnaðarfulltrúans Margrétar Finnbogadóttur. Heyrst hefur að jólasveinninn hafi íslenskt gotterí í poka.

Verið hjartanlega velkomin til kirkju.

Upplestur úr sögunni Aðventa eftir Gunnar Gunnarsson í Ólafíustofu, 10. desember kl. 12

aðventaFimmtudaginn 10. desember kl. 12 verður jólastemmning í Ólafíustofu, Pilestredet Park 20 í Osló þegar lesið verður upp úr bókinni Aðventu eftir skáldið og rithöfundinn Gunnar Gunnarsson. Við bjóðum upp á léttan hádegisverð, jólaglögg og smákökur.

Aðventa kom út á íslensku árið 1939 og er ein vinsælasta bók Gunnars sem gefin hefur verið út á 10 tungumálum um víða veröld. Mörgum finnst sagan jafn ómissandi um jólin og jólaguðspjallið sjálft og lesa hana á hverju ári. Sagan segir frá hirðinum Benedikt sem leggur í ferð upp til fjalla á aðventunni í leit að kindum. Honum samferða eru bestu vinir hans, hundurinn Leó og hrúturinn Eitill. Við hvetjum fólk til að kíkja við í Ólafíustofu og heyra þessa dásamlegu sögu.

Verið öll hjartanlega velkomin til okkar á aðventunni.

 

Jólamessa í Bakke kirkju Þrándheimi 6. desember kl.14

aðventaJólamessa verður í Bakke kirkju í Þrándheimi 6.desember kl.14, annan sunnudag í aðventu.

Ómar Diðriksson söngvaskáld ásamt Hjörleifi Valssyni fiðluleikara

Kór Kjartans leiðir sálmasöng og messusvör undir stjórn Hilmars Þórðarsonar. .

Kirkjukaffi á eftir í umsjá Elínar Soffíu Pilkinton safnaðarfulltrúa og Íslendingafélagsins Kjartans.

Aðventu- og jólastemning fyrir börn og fullorðna.

Verið hjartanlega velkomin.

Jólamessa í Sælen kirkju í Bergen 6. desember kl. 14

Sælen-kirke-4-300x225Jólamessa fyrir Bergensvæðið verður að þessu sinni haldin í Sælen kirkju,Vardeveien 9, 5141 Bergen,  annan sunnudag í aðventu, 6. desember kl.14. Séra Ása Laufey Sæmundsdóttir messar. Listanefnd Íslenska safnaðarins i Noregi í samstarfi við Sönghópinn í Bergen hefur sett saman metnaðarfulla dagskrá með stórsöngvaranum Rúnari Þór Guðmundssyni. Tanja Johansen mun sjá um undirleik.

Sunnudagaskólabörnin tendra annað kertið á aðventukransinum  og sunnudagaskólinn verður á sínum stað fyrir yngstu börnin í umsjá Gígju Guðbrandsdóttur. Að venju sér Íslendingafélagið og Sönghópurinn í Bergen um kirkjukaffi á eftir í safnaðarheimilinu og gengið verður og sungið í kringum jólatréð. Félögin sjá um undirbúning, kaffi og saft, en gestir eru beðnir um að leggja til veitingar á kaffihlaðborðið. Að venju er von á íslenskum jólasveinum með eitthvað gott í poka.

Verið hjartanlega velkomin.

Helgihald um aðventu og jól um landið

images

Helgihald um aðventu og jól  víðsvegar um landið.

29. nóvember. Aðventuhátíð Ósló í Høvik kirkju kl.14. Sunnudagaskóli og kirkjukaffi.

6. desember. Messa í Sælen kirkju í Bergen, kl. 14. Rúnar Þór Guðmundsson tenór syngur ásamt Sönghópnum í Bergen. Sunnudagaskóli og jólaball.

6. desember. Messa í Bakke kirkju í Þrándheimi kl. 14. Sunnudagaskóli og jólaball. Ómar Diðriksson, Hjörleifur Valsson og Kór Kjartans leiða tónlist í messunni. Sunnudagaskóli og jólaball.

10. desember. Upplestur úr bókinni “Aðventu” eftir Gunnar Gunnarsson í Ólafíustofu       kl. 12. Léttur hádegisverður í boði.

12. desember Messa í Åssiden kirkju í Drammen kl. 14. Sunnudagaskóli og jólaball. Ómar Diðriksson, Hjörleifur Valsson og Ískórinn leiða tónlist í messunni. Organisti Gróa Hreinsdóttir. Sunnudagaskóli og jólaball.

13. desember. Messa í Sunde kirkju í Stavanger kl. 14. Rúnar Þór Guðmundsson syngur ásamt Sönghópnum í Bergen. Sunnudagaskóli og jólaball.

13. desember. Messa í Hellemyr kirkju í Kristiansand kl. 14. Ómar Diðriksson, Hjörleifur Valsson leiða tónlist í messunni. Sunnudagaskóli og jólaball.

13. desember. Jólastund sunnudagaskólans í KristiansundKirkeland kirkju (kjallaranum) kl. 13.

26. desember. Annar í jólum. Hátíðarmessa kl. 14 í Nordberg kirkju Ósló. Ískórinn syngur. Sunnudagaskóli og jólaball.

Helgihald, jólaball og kirkjukaffi er samstarf safnaðarins, safnaðarfulltrúa um landið, tónlistarfólks,  kóra og Íslendingafélga. Listanefnd safnaðarins hefur verið innan handar með að skipuleggja metnaðarfulla tónlistardagskrá sem rammar inn messuhaldið.

 

Verið hjartanlega velkomin.

Aðventuhátíð í Høvik kirkju 1. sunnudag í aðventu kl.14

IMG_0082

Hin ástsæla leikkona Edda Björgvinsdóttir flytur hátíðarræðu á aðventuhátið.

Aðventuhátíð fyrir Oslóarsvæðið verður að þessu sinni haldin í Høvik kirkju, Sandviksveien 11, 1363 Sandvika, fyrsta sunnudag í aðventu (29.nóvember) kl.14. Listanefnd safnaðarins í samstarfi við Ískórinn hefur sett saman metnaðarfulla dagskrá með stórsöngvurum og strengjasveit.  Klassískar tónlistarperlur fylla dagskrána í flutningi einsöngvaranna Dóru Steinunnar Ármannsdóttur, Margrétar Brynjarsdóttur Daníels Daníelssonar og Eyjólfs Eyjólfssonar ásamt Ískórnum.  Þröstur Eiríksson kantor mun leika á orgelið. Konsertmeistari er Hjörleifur Valsson.

Formaður safnaðarins Arnar Páll Michelsen setur hátíðina að venju með ávarpi. Bæna- og blessunarorð með friðaróskum verða á sínum stað.

Fermingarbörnin tendra fyrsta kertið á aðventukransinum  og sunnudagaskólinn og krakkahornið verður á sínum stað fyrir yngstu börnin.

Að venju sér Íslendingafélagið um kirkjukaffi á eftir í safnaðarheimilinu.

Takið fyrsta sunnudag í aðventu frá, sunnudaginn 29.nóvember kl.14.

Verið hjartanlega velkomin.

Listanefnd Íslenska safnaðarins í Noregi

Byðjum fyrir París og heiminum öllum

A-Prayer-For-YouBiskup Íslands hefur sent okkur bænarorð sem við skullum sameinast um af einum huga.

Heilagi Guð. Uppspretta lífsins og lind kærleikans.

Frammi fyrir hörmungum ógæfuverkanna í París komum við fram fyrir þig og biðjum þig um styrk og kraft. Blessa þau sem eiga um sárt að binda.  Opna með kærleika þínum hjörtu mannanna  og  lát þitt heilaga ljós leysa upp ótta, hatur og vonsku meðal mannanna.

Leiðbein í speki þinni þeim öllum sem ábyrgð bera á stríði og ofbeldi, hatri og mannvonsku. Gef þeim vilja til að hugsa ráð sitt og kraft til að snúa af vegi sínum.

Blessa þau sem nú vilja bregðast við, stjórnvöld og almenning, og hjálpa þeim að finna innri frið svo þau megi bregðast við friðsamlega og af yfirvegun.

Gef okkur öllum  náð til þess að finna og skilja  að friðurinn hefst hjá okkur sjálfum og að aðeins kærleiksríkur hugur og sáttavilji  geta tryggt frið í heiminum og líf á jörðu.  Fyll huga okkar, tilfinningar og  gjörðir með kærleika þínum og  trausti til þinnar voldugu nærveru. Ver börnum þínum öllum nálægur í heilögum anda nú og ævinlega, fyrir Jesú Krist Drottin vorn. Amen.

60 ára og eldri hittast fimmtudaginn 12. nóvember

kjotsupaFimmtudaginn 12. nóvember næstkomandi hittast 60 ára og eldri kl. 12.15 á skrifstofu Íslenska safnaðarins í Noregi í Pilestredet Park 20, í Osló. Við hefjum stundina á kyrrðar- og bænastund, sem sr. Ása Laufey Sæmundsdóttir leiðir, síðan borðum við hádegismat saman. Að þessu sinni verður boðið upp á íslenska kjötsúpu og við fáum okkur kaffi og meðlæti á eftir.

Við hlökkum til að sjá ykkur !

Aðventuhátíð í Osló fyrsta sunnudag í aðventu kl.14

Høvik kirke sommerAðventuhátíð fyrir Oslóarsvæðið verður að þessu sinni haldin í Høvik kirkju, Sandviksveien 11, 1363 Sandvika, fyrsta sunnudag í aðventu (29.nóvember) kl.14. Listanefnd safnaðarins í samstarfi við Ískórinn hefur sett saman metnaðarfulla dagskrá með stórsöngvurum og strengjasveit.  Hin ástsæla leikkona Edda Björgvinsdóttir flytur hátíðarræðu. Klassískar tónlistarperlur fylla dagskrána í flutningi einsöngvaranna Dóru Steinunnar Ármannsdóttur, Margrétar Brynjarsdóttur Daníels Daníelssonar og Eyjólfs Eyjólfssonar ásamt Ískórnum.  Þröstur Eiríksson kantor mun leika á orgelið. Konsertmeistari er Hjörleifur Valsson.

Formaður safnaðarins Arnar Páll Michelsen setur hátíðina að venju með ávarpi. Bæna- og blessunarorð með friðaróskum verða á sínum stað.

Fermingarbörnin tendra fyrsta kertið á aðventukransinum  og sunnudagaskólinn og krakkahornið verður á sínum stað fyrir yngstu börnin.

Að venju sér Íslendingafélagið um kirkjukaffi á eftir í safnaðarheimilinu.

Takið fyrsta sunnudag í aðventu frá, sunnudaginn 29.nóvember kl.14.

Verið hjartanlega velkomin.

Listanefnd Íslenska safnaðarins í Noregi

Hér er Høvik kirkja: https://www.google.no/maps/place/Høvik+menighet/@59.8990864,10.5770253,15z/data=!4m2!3m1!1s0x0:0x6a61b83bede71a9e