Aðventuhátíð í Høvik kirkju 1. sunnudag í aðventu kl.14

IMG_0082

Hin ástsæla leikkona Edda Björgvinsdóttir flytur hátíðarræðu á aðventuhátið.

Aðventuhátíð fyrir Oslóarsvæðið verður að þessu sinni haldin í Høvik kirkju, Sandviksveien 11, 1363 Sandvika, fyrsta sunnudag í aðventu (29.nóvember) kl.14. Listanefnd safnaðarins í samstarfi við Ískórinn hefur sett saman metnaðarfulla dagskrá með stórsöngvurum og strengjasveit.  Klassískar tónlistarperlur fylla dagskrána í flutningi einsöngvaranna Dóru Steinunnar Ármannsdóttur, Margrétar Brynjarsdóttur Daníels Daníelssonar og Eyjólfs Eyjólfssonar ásamt Ískórnum.  Þröstur Eiríksson kantor mun leika á orgelið. Konsertmeistari er Hjörleifur Valsson.

Formaður safnaðarins Arnar Páll Michelsen setur hátíðina að venju með ávarpi. Bæna- og blessunarorð með friðaróskum verða á sínum stað.

Fermingarbörnin tendra fyrsta kertið á aðventukransinum  og sunnudagaskólinn og krakkahornið verður á sínum stað fyrir yngstu börnin.

Að venju sér Íslendingafélagið um kirkjukaffi á eftir í safnaðarheimilinu.

Takið fyrsta sunnudag í aðventu frá, sunnudaginn 29.nóvember kl.14.

Verið hjartanlega velkomin.

Listanefnd Íslenska safnaðarins í Noregi

Byðjum fyrir París og heiminum öllum

A-Prayer-For-YouBiskup Íslands hefur sent okkur bænarorð sem við skullum sameinast um af einum huga.

Heilagi Guð. Uppspretta lífsins og lind kærleikans.

Frammi fyrir hörmungum ógæfuverkanna í París komum við fram fyrir þig og biðjum þig um styrk og kraft. Blessa þau sem eiga um sárt að binda.  Opna með kærleika þínum hjörtu mannanna  og  lát þitt heilaga ljós leysa upp ótta, hatur og vonsku meðal mannanna.

Leiðbein í speki þinni þeim öllum sem ábyrgð bera á stríði og ofbeldi, hatri og mannvonsku. Gef þeim vilja til að hugsa ráð sitt og kraft til að snúa af vegi sínum.

Blessa þau sem nú vilja bregðast við, stjórnvöld og almenning, og hjálpa þeim að finna innri frið svo þau megi bregðast við friðsamlega og af yfirvegun.

Gef okkur öllum  náð til þess að finna og skilja  að friðurinn hefst hjá okkur sjálfum og að aðeins kærleiksríkur hugur og sáttavilji  geta tryggt frið í heiminum og líf á jörðu.  Fyll huga okkar, tilfinningar og  gjörðir með kærleika þínum og  trausti til þinnar voldugu nærveru. Ver börnum þínum öllum nálægur í heilögum anda nú og ævinlega, fyrir Jesú Krist Drottin vorn. Amen.

60 ára og eldri hittast fimmtudaginn 12. nóvember

kjotsupaFimmtudaginn 12. nóvember næstkomandi hittast 60 ára og eldri kl. 12.15 á skrifstofu Íslenska safnaðarins í Noregi í Pilestredet Park 20, í Osló. Við hefjum stundina á kyrrðar- og bænastund, sem sr. Ása Laufey Sæmundsdóttir leiðir, síðan borðum við hádegismat saman. Að þessu sinni verður boðið upp á íslenska kjötsúpu og við fáum okkur kaffi og meðlæti á eftir.

Við hlökkum til að sjá ykkur !

Aðventuhátíð í Osló fyrsta sunnudag í aðventu kl.14

Høvik kirke sommerAðventuhátíð fyrir Oslóarsvæðið verður að þessu sinni haldin í Høvik kirkju, Sandviksveien 11, 1363 Sandvika, fyrsta sunnudag í aðventu (29.nóvember) kl.14. Listanefnd safnaðarins í samstarfi við Ískórinn hefur sett saman metnaðarfulla dagskrá með stórsöngvurum og strengjasveit.  Hin ástsæla leikkona Edda Björgvinsdóttir flytur hátíðarræðu. Klassískar tónlistarperlur fylla dagskrána í flutningi einsöngvaranna Dóru Steinunnar Ármannsdóttur, Margrétar Brynjarsdóttur Daníels Daníelssonar og Eyjólfs Eyjólfssonar ásamt Ískórnum.  Þröstur Eiríksson kantor mun leika á orgelið. Konsertmeistari er Hjörleifur Valsson.

Formaður safnaðarins Arnar Páll Michelsen setur hátíðina að venju með ávarpi. Bæna- og blessunarorð með friðaróskum verða á sínum stað.

Fermingarbörnin tendra fyrsta kertið á aðventukransinum  og sunnudagaskólinn og krakkahornið verður á sínum stað fyrir yngstu börnin.

Að venju sér Íslendingafélagið um kirkjukaffi á eftir í safnaðarheimilinu.

Takið fyrsta sunnudag í aðventu frá, sunnudaginn 29.nóvember kl.14.

Verið hjartanlega velkomin.

Listanefnd Íslenska safnaðarins í Noregi

Hér er Høvik kirkja: https:[email protected],10.5770253,15z/data=!4m2!3m1!1s0x0:0x6a61b83bede71a9e

Allra heilagra messa – Minning látinna í Nordberg kirkju kl.14

IMG_9774Messa verður sunnudaginn 1. nóvember kl.14 í Nordberg kirkju í Ósló.  Sérstaklega verður látinna vina og ástvina minnst með því að tendra minningarljós. Ískórinn syngur að venju undir stjórn Gísla J. Grétarssonar. Organisti er Ole Johannes Kosberg og Hjörleifur Valsson strýkur strengi fiðlunnar. Altarisganga.

Fermingarbörnin aðstoða við undirbúning og messuhald.

Sunnudagaskólinn er á sínum stað á meðan á messu stendur og kaffi og kökur á eftir í umsjá Íslendingafélagsins í Ósló.

Verið hjartanlega velkomin til messu.

Minningardagur um Ólafíu Jóhannsdóttur

Olafia frimerki

In Memoriam Ólafía Jóhannsdóttir í Ólafíustofu fimmtudaginn 22. október kl.17-18.30.  Ár hvert býður Listanefnd safnaðarins upp á dagskrá á fæðingardegi Ólafíu í Ólafíustofu, Pilestredet Park 20, 0176 Oslo.  Dagskráin hefst kl.17 með sýningu heimildarmyndar um Ólafíu og Íslenska söfnuðinn í Noregi. Um kl.17.30 tekur við stutt minningarstund og ljóðalestur. Ottó Guðjónsson tölvufræðingur, Rebekka Ingibjartsdóttir fiðluleikari og nemi og Ívar Sverrisson leikari munu lesa uppáhalds ljóðin sín.  Ískórinn syngur undir stjórn Gísla J. Grétarssonar. Dagskrá lýkur kl.18.30.

“Kirkjuhvelfing” verk Málfríðar Aðalsteinsdóttur listakonu verður til sýnis og mun hún segja stuttlega frá verkinu.

Kaffi, konfekt og skúffukaka er ókeypis fyrir gesti og gangandi á meðan á dagskrá stendur en safnað verður í í Ólafíusjóðinn sem er styrkarstjóður safnaðarins.

Verið hjartanlega velkomin.

 

60 ára og eldri hittast fimmtudaginn 8. október í Ólafíustofu

fall_leavesNæstkomandi fimmtudag, 8. október, hittast 60 ára og eldri aftur eftir sumarfrí, á skrifstofu Íslenska safnaðarins í Noregi í Pilestredet Park 20 Osló. Við hefjum stundina á stuttri kyrrðar- og bænastund kl. 12:15 sem sr. Ása Laufey Sæmundsdóttir leiðir, að henni lokinni borðum við saman hádegismat. Það verður boðið uppá plokkfisk og rúgbrauð og síðan fáum við okkur kaffi á meðan við ræðum saman um málefni líðandi stundar.

Verið hjartanlega velkomin !

Ása Laufey, Osvald og Áslaug

Guðsþjónusta í Nordberg kirkju 4.október kl.14

50480989_a229253989_mGuðsþjónusta verður í Nordberg kirkju sunnudaginn 4.október kl.14. Nýr sendiherra Íslands í Noregi Hermann Ingólfsson verður sérstaklega boðinn velkominn ásamt fjölskyldu sinni og mun ávarpa kirkjugesti. Arnar Páll Michelsen formaður safnaðarstjórnar og Einar Helgason gjaldkeri lesa ritningarlestra. Ískórinn syngur og leiðir sálmasöng undir stjórn Gísla Grétarssonar. Hjálmar Sigurbjörnsson leikur á trompet. Organisti er Ole Johannes Kosberg. Fermingarbörn mæta og aðstoða við messuhaldið. Sunnudagaskólinn á sama tíma. Kaffi  og spjall efitr messuna. Verið hjartanlega velkomin.

Unglingafundur í Ólafíustofu á laugardag kl.17

2013-10-25 21.08.00Þá er komið að fyrsta fundi unglingastarfsins fyrir Osló og nágrenni.  Ruth og Hreinn ætla að hitta unglingana í Ólafíustofu á laugardaginn 19. september kl.17. Væri gaman að sjá bæði ný og gömul andlit. Farið verður í leiki og hugmyndaflæði fyrir næstu fundi. Undirbúningur fyrir Landsmót æskulýðsfélaga á Íslandi. Sjáumst hress, Ása Laufey, Ruth og Hreinn.

Sr. Egil Nordberg sóknarprestur í Nordberg kirkju lætur af störfum

IMG_8292Sr. Egil Nordberg lætur af embætti sóknarprests í Nordberg söfnuði í Oslo, sökum aldurs.  Í um 15 ára skeið hefur Íslenski söfnuðurinn átt sinn griðarstað í Nordberg kirkju þar sem guðsþjónustur og sunnudagaskóli hafa fengið inni. Egil var um árabil prestur meðal norðmanna í London og hefur því haft mikinn skilning og þekkingu á kirkjustarfi í útlöndum og eru nú þrír erlendir söfnuðir með fastar guðsþjónustur í kirkjunni. Í kveðjumessu hans þann 20. september færði sr. Arna Grétarsdóttir honum  Biblíu á íslensku að gjöf fyrir hönd safnaðarins ásamt Passíusálmum Hallgríms Péturssonar sem þýddir voru yfir á norsku af Arve Brunvoll árið 2014. Söfnuðurinn þakkar farsælt samstarf um árabil og sérstaklega fyrir hlýhug, hjálpsemi og gestrisni sem Egil Nordberg hefur sýnt söfnuðinum og biðjum honum blessunar Guðs um alla framtíð.