60 ára og eldri hittast fimmtudaginn 7. apríl í Ólafíustofu

4-april-daisies60 ára og eldri hittast næstkomandi fimmtudag, 7. apríl í Ólafíustofu, Pilestredet Park 20, Osló.

Stundin hefst kl. 12:15 á kyrrðarstund sem sr. Arna Grétarsdóttir leiðir, síðan borðum við saman léttan hádegisverð sem Áslaug Thomsen og Osvald Kratch reiða fram ásamt kaffi og meðlæti eftir hádegsverðinn.

Veriði velkomin í Ólafíustofu, við hlökkum til að sjá ykkur !

Alþjóðleg messa í Nordberg kirkju í Osló 3. apríl kl. 11

Nordberg_kirke_Oslo_01Næstkomandi sunnudag, 3. apríl kl. 11, verður alþjóðleg messa í Nordberg kirkju (Kringsjågrenda 1) í Osló.

Messan fer aðallega fram á ensku og norsku en einnig má heyra swahílí, oromo, kínversku, íslensku, ungversku og portúgölsku.

Sóknarprestur Nordberg kirkju, Kristin Stang Meløe leiðir stundina. Sr. Ása Laufey Sæmundsdóttir aðstoðar við helgihaldið.

Eftir messuna verður boðið upp á kaffi í safnaðarheimilinu með alþjóðlegu kaffimeðlæti.

Verið hjartanlega velkomin í Nordberg kirkju.

Fjölskylduguðsþjónusta í Fredrikstad

IMG_0198Fjölskylduguðsþjónusta í Fredrikstad sunnudaginn 3.apríl kl.14. (Østre Fredrikstad kirke, Kirkegaten 25, 1632 Gamle Fredrikstad).

Margrét og Helma leiða stundina ásamt sr. Örnu Grétarsdóttur. Sungið, leikið og hlustað á biblíusögu. Mars og apríl afmælisbörnin fá söng og gjöf. Kaffihressing og spjall eftir stundina að venju. Verið hjartanlega velkomin

Skírdagur í Ólafíustofu kl. 18-20

Á Skírdag, næstkomandi fimmtudag, 24. mars kl. 18 verður guðsþjónusta og Getsemanestund í Ólafíustofu, Pilestredet Park 20. Við hefjum stundina á borðhaldi þar sem Jóna Magga ber fram dýrindis súpu og heimabakað brauð. Dóra Steinunn Ármannsdóttir syngur, Ourania Menelaou spilar á píanó og Hjörleifur Valsson leikur á fiðlu. Sr. Ása Laufey Sæmundsdóttir predikar og þjónar fyrir altari.maundy_thursday_01

Í lok stundarinnar verður altarið afskrýtt, svartur dúkur settur á það ásamt fimm rauðum rósum er tákna fimm svöðusár Jesú Krists. Gengið út í þögn um kl. 20.

Verið hjartanlega velkomin.

Kolbeinn Jón Ketilsson stórtenór syngur í páskamessu í Ósló

images-1Í hátíðarmessu á annan páskadag kl.14 í Nordberg kirkju í Ósló mun Kolbeinn Jón Ketilsson tenórsöngvari heiðra okkur með nærveru sinni og syngja fyrir kirkjugesti.  Kolbeinn hefur sungið öll helstu tenórhlutverk óperubókmenntanna í öllum óperuhúsum norðurlandanna, í norður Ameríkur og evrópu og heillað óperu unnendur með fallegri rödd og framkomu.  Hjörleifur Valsson mun strjúka strengi fiðlunnar í takt við tenórsönginn. Ískórinn leiðir sálma og messusvör að venju. Stjórnandi kórsins er Gísli J. Grétarsson. Sr. Arna Grétarsdóttir predikar og þjónar fyrir altari. Sunnudagaskólinn og páskaeggjaleit er á sínum stað undir styrkri stjórn sr. Ásu Laufeyjar Sæmundsdóttir. Kirkjukaffi í umsjá Íslendingafélagsins. Fermingarbörnin aðstoða við undirbúning messunnar. Verið hjartanlega velkomin til hátíðarmessu. Kristur er upprisinn, Kristur er sannarlega upprisinn!

Söfnuðurinn og Gísli J. Grétarsson fá styrk “Játning Ólafíu”

12208730_10153743291519438_65491810564774150_n

Gísli J. Grétarsson tónskáld

Ólafíustjóðsstjórn og listanefnd Íslenski safnaðarins í Noregi fékk úthlutað styrk  til þess að Gísli J. Grétarsson tónskáld myndi semja kórverk við “játningu Ólafíu”.  Det Norske Komponistfond veitti söfnuðinum og Gísla styrk að upphæð 40.000.-. Við erum afar þakklát fyrir þetta traust sem sjóðurinn sýnir okkur og hlökkum til þess að njóta afrakstursins á árinu.

Um verklýsingu má lesa hér að neðan.

Játning Ólafíu (no. Ólafías beskjennelse)

Prosjektbeskrivelse

Ólafía Jóhannsdóttir (1863- 1924) var en islandsk kvinne som viet sitt liv til å hjelpe de mest vanskeligiste i Oslos slum kvarter ved Vaterlands bru i begynnelsen av 1900-tallet. Hun gav ut en bok, «De ulykkeligste», som vakte stor oppsikt også ut over Norges grenser. Olafiaklinikken og Olafiagangen på Grønland har begge blitt oppkalt etter henne. Det står en byste av Olafia i Vaterlandsparken i Oslo. Det bør også nevnes at Olafia kjempet i skrift og tale for Islands frigjøring og for kvinners rettigheter.

Koblingen mellom Ólafía og Den Islandske Menigheten i Norge har vært stor fra begynnelsen. Dr. Sigridur Dúna Kristmundsdóttir, professor og tidligere embassadør i Norge, skrev en bok om Olafia livshistore (Olafias biografi, 2006) som var en viktig kilde til at menigheten kunne knytte seg til Ólafias liv, tro og gjerninger i Oslo. Menighetens hus er oppkalt etter henne ”Ólafíustofa” og menigheten driver krisefond til minne om Ólafía. Menigheten har også et logo som er tegnet etter en ”korsros”, et smykke som Ólafia hadde altid på seg og bevares nå i Domkirken i Reykjavik.

”In memoriam Olafia Johannsdottir” minnes hvert år på Olafias fødselsdag den 22.oktober. Der minnes hennes gode gjerninger i Oslo og den sterke troen som hun viste i sitt arbeid bland de fattigste og utstøtte i Oslo. Musikk og dikt er en stor del av arrangementet og alle deltakerne gir jobben sin den dagen. Det har vært en langvarig ønske fra Den Islandske menigheten i Norge, menighetens kulturkomite og styret av krisefonden Olafia, å be en islandsk komponist å komponere musikk til

”Ólafías beskjennelse.”

Og hann lét lífsins ljós skína inn í dauðþreytta meðvitund mín, gaf mér hið fólgna manna að eta, sagði við mig, eins og hann einn getur sagt: „Ég mun alls ekki sleppa þér og eigi heldur yfirgefa þig.“ – Á þeim stundum skildist mér að það var ekki ég, sem hélt í hann, heldur hann, sem hélt í mig. Þá reyndi ég, að þótt móðir geti gleymt barni sínu, þá gleymir hann ekki smælingjum sínum.

(Ólafía Jóhannsdóttir biografi: Dr. Sigríður Dúna Kristmundsdóttir, Reykjavík, 2006. s. 381.)

 

På grunn av den islandske komponisten Gísli Jóhann Grétarsson bor i Oslo nå, og har bodd i Norge i lengre tid, føltes det riktig å be ham om å ta jobben og komponere et korverk til ”Olafias beskjennelse” der Ólafia priser Herren og vitner om sin tro på Herren som hjelper og støtter i livets kriser og utfordringer der hun beskriver Gud som en mor som ovnfavner sine barn.

Det har aldri vært komponert til denne teksten. Verket skal være brukbart både som jubileumssang og som salme i gudstjeneste.

 

Med vennlig hilsen,

På vegne av Olafias krisefond og kulturkomiteen

i Den Islandske menigheten i Norge

Arna Gretarsdottir

Sokneprest i Den Islandske menighet i Norge

 

 

Guðsþjónusta í Varden kirkju í Stavanger, 20. mars, kl. 14

Varden_kirke

Guðsþjónusta verður næstkomandi sunnudag, 20. mars, pálmasunnudag kl. 14 í Varden kirkju (Egersundsgata 11, 4015 Stavanger). Sr. Ása Laufey predikar og þjónar fyrir altari.  Ómar Diðriksson, söngvaskáld, leiðir tónlistina í messunni. Þórunn Ágústa Þórsdóttir, Kolbrún Edda Gísladóttir og Anna Sigrún Ólafsdóttir leiða sunnudagaskólann sem verður á sama tíma.

Páskaeggjaleit sunnudagaskólans og kirkjukaffi eftir guðsþjónustuna.

Verið hjartanlega velkomin !

 

 

 

Fjölskylduguðsþjónusta í Hellemyr kirkju Kristiansand

KORNOTE1.jpg-for-web-normal
Fjölskylduguðsþjónusta verður sunnudaginn 13. mars í Hellemyr kirkju í Kristiansand kl.14. (Bydalsveien 19, 4628 Kristiansand S))

Leikur, söngur og páskaeggjaleit. Biblíusaga og bæn. Altarisganga fer fram. Margrét Ólöf Magnúsdóttir djákni, Sr. Ása Laufey Sæmundsdótti og sr. Arna Grétarsdóttir þjóna.  Sóknarnefnd safnaðarins kemur í sína árlegu vinnuferð á landsbyggðina og hittir og spjallar við fólk í messukaffinu á eftir.

Formaður safnaðarins ávarpar kirkjugesti.

Arna og Margrét Ólöf sjá um tónlist og leiða sálma og sunnudagaskólasöngva á léttum nótum. Benedikt Grétar Ásmundsson sér um tæknimálin.

Verið hjartanlega velkomin til uppbyggilegrar samveru fyrir börn og fullorðna.

60 ára og eldri hittast fimmtudaginn 10. mars í Ólafíustofu

marsNæstkomandi fimmtudag, 10. mars, hittast 60 ára og eldri á skrifstofu Íslenska safnaðarins í Noregi, Pilestredet Park 20, í Ósló.

Við hefjum stundina á stuttri kyrrðarstund kl. 12:15 sem sr. Ása Laufey Sæmundsdóttir leiðir, síðan borðum við léttan íslenskan hádegisverð saman. Eftir hádegisverðinn verður boðið upp á kaffi og páskalegt meðlæti. Við tökum lagið, spjöllum saman og eigum gott samfélag saman.

Veriði velkomin til okkar, við hlökkum til að sjá ykkur !

Guðþjónusta í Skjold kirkju í Bergen, 6. mars kl. 14.

Skjold_THNæsta sunnudag, 6. mars kl. 14:00, verður guðsþjónusta í Skjold kirkju, Skjoldlia 55, Bergen.

sr. Ása Laufey Sæmundsdóttir leiðir guðsþjónustuna. Sönghópurinn í Bergen syngur og leiðir almennan söng.

Gígja Guðbrandsdóttir, Valur Guðjón og Ólöf Halldóra sjá um sunnudagaskólann sem verður á sama tíma. Páskaeggjaleit sunnudagaskólans og kirkjukaffi eftir messuna.
Þetta er tilvalið tækifæri til þess að hitta aðra Íslendinga og eiga notalega stund saman.

Verið hjartanlega velkomin !