Íslenski söfnuðurinn í Noregi > Myndasafn

Myndasafn

Ýmsar myndir

Ýmsar myndir úr starfi safnaðarins.

Fjölskylduguðsþjónusta í Sandefjord

Náttfatapartý í Fjölskylduguðsþjónustunni í Sandefjord

Eldri borgarar

Við byrjuðum dagskrána á kyrrðar- og íhugunarstund. Eftir helgistundina var Jóna Magga búin að gera yndislega súpu og brauð fyrir okkur sem rann ljúflega niður. Yfir kaffi og meðlæti spiluðum við síðbúið páskabingó. Takk kærlega fyrir samveruna.

Sunnudagaskólinn í Kristiansund

Það var vel mætt á vorhátíðina í sunnudagaskólanum í Kristiansund.

Æskulýðshópurinn í Osló

Í VIP partí æskulýðshópsins í Osló mættu stórstjörnur. Popp- og kántrísöngkonur, vinkonur Justin Bieber og Eiríkur Fjalar sem tók myndina.

Gleðimessa og aðalsafnaðarfundur

Sr. Arna Grétarsdóttir þjónaði fyrir altari, Berglind Magnúsdóttir gospel söngkona söng ásamt Ískórnum undir stjórn Gísla J. Grétarssonar og spilaði Peggy Loui Jenset undir á orgelið.

Fermingarmessa í Osló 20. maí 2013

Fermingarmessa var í Nordberg kirkju annan hvítasunnudag þar sem fjögur fermingarbörn voru fermd. Sr. Sigurður Grétar Helgason þjónaði fyrir altari og María Gunnarsdóttir cand. theol. var meðhjálpari. Ískórinn söng undir stjórn Gísla J. Grétarssonar. Kristján Karl píanisti spilaði á orgelið, Hjörleifur Valsson lék á fiðlu og Anna Halldórsdóttir fermingarbarn söng glæsilegan einsöng.