Fræðsla

Hjóna- og paranámskeið eru haldin á vegum safnaðarins. Reynt er að bjóða upp á þetta námskeið einu sinni á ári. Kennd eru fimm tungumál ástarinnar, fjallað um leiðir til að eiga uppbyggileg samskipti og  því velt upp hver sé tilgangur lífsins.

Sjálfstyrkingarnámskeið fyrir konur eru haldin reglulega um landið. Námskeiðin hafa verið haldin í Ósló, Sandefjord, Bergen, Stavanger og Tromsø. Eins hafa komið beiðnir inn í saumaklúbba og aðra samfélagshópa um að halda námskeið.

Sjálfstyrkingarnámskeið fyrir karla hefur verið haldið einu sinni og mun verða skipulagt ef beiðni um það berst og nægilega margir karlar skrá sig.

Konur eru konum bestar hefur verið kennt í tvígang af Margréti Ólöfu Magnúsdóttur.

Lífsýn og trú er námskeið sem kennt hefur verið yfir sjö vikna tímabil fram að páskum í Ólafíustofu. Ýmsir fyrirlesarar hafa komið að því námskeiði.

12 sporin – Andlegt ferðalag er samfylgd einstaklinga sem mynda sjálfstæðan hóp. Hópurinn skuldbindur sig til að hittast í 3, 6 eða 12 mánuði og vinna þann tíma með andlega líðan sína. Hóparnir eru sjálfstæðir og enginn einn leiðir eða stýrir. Ekki hefur náðst í nægilega stóran hóp til að geta farið af stað, en fyrir liggur nafnalisti og farið verður af stað um leið og nægur fjöldi næst.

 

Fyrirspurnir um námskeiðshald fyrir fullorðna má senda til sr.Ragnheiðar Karítasar Pétursdóttur, ( prestur@kirkjan.no ) eða sr.Lilju Kristinar Þorsteinsdóttur ( fraedsla@kirkjan.no)

__________________________________________________________________________________________________________

Það er oft spurt:

 

 
Hvað þýðir „Faðir vor….“
 

Kenn oss að biðja; sögðu lærisveinarnir við Jesú og hann kenndi þeim

“Faðir vor”

Matteusarguðspjall 6:9-13

Faðir vor[1], þú sem ert á himnum[2]

Helgist þitt nafn.[3] Til komi þitt ríki[4]

Verði þinn vilji,[5] svo á jörðu sem á himni

Gef oss í dag vort daglegt brauð[6]

Og fyrirgef oss vorar skuldir,[7] svo sem vér og fyrirgefum vorum skuldunautum[8]

Og eigi leið þú oss í freistni[9]. heldur frelsa oss frá illu[10]

Því að þitt er ríkið, mátturinn og dýrðin að eilífu.[11]Amen.[12]
[1] Eða móðir vor!
[2] Himininn er ekki staður sem til er á landakorti heldur er hann andlegur veruleiki – tengt því sem er fallegt og fullkomið.
[3] Nafn Guðs er heilagt og merkir að Hann er raunverulegur fyrir okkur.
[4] Guðsríki, himnaríki, eilíft líf eru mismunandi orð yfir sama trúarveruleikann.
[5] Vilji Guðs er hið góða, fagra og fullkomna og við biðjum þess að hann fái stöðvað hið illa í heiminum (sem er ekki hans vilji)
[6] Við leggjum allt okkar líf í hans hendur.
[7] Við biðjum Guð að fyrirgefa okkur allt það ranga sem við höfum gert, þ.e að hann gefi upp skuldina sem við skuldum honum fyrir allt það ranga sem við höfum gert.
[8] Einnig ætlum við að reyna eins og við getum að fyrirgefa þeim sem gera okkur eitthvað rangt til eða koma illa fram við okkur á einhvern hátt.
[9] Það er svo margt sem vill leiða okkur frá trúnni á Guð, frá kærleika hans og við biðjum Guð að hjálpa okkur við það að halda í það sem gott er þegar illt verður á vegi okkar.
[10] Þegar við lendum í slæmum aðstæðum eða reynslu þá treystum við Guði til að ná (frelsa) okkur út úr þeim aðstæðum og hjálpa okkur að vinna úr reynslunni.
[11] Við getum treyst því að á okkur er hlustað í bæninni því Jesús kenndi okkur þessa bæn sjálfur og þannig lofum við Guð fyrir það.
[12] “Amen” er hebreskt orð og þýðir; svo sannarlega eða já, svo skal verða.
 
 

Fleiri bænir

 

Matteusarguðspjall 7:7-8

Biðjið, og yður mun gefast, leitið, og þér munuð finna, knýjið á, og fyrir yður mun upp lokið verða. Því hver sá öðlast, sem biður, sá finnur, sem leitar, og fyrir þeim, sem knýr, mun upp lokið verða.

 

Lofgjörðarbæn

Við lofum Guð fyrir það hvað hann er góður og kærleiksríkur. Lofum hann fyrir sköpunarverkið, fyrir mátt hans og fyrir það að hann sendi son sinn JK til okkar og fyrir okkur.

Gott er að lofa Drottin og lofsyngja nafni þínu, þú hinn hæsti, að kunngjöra miskunn þína að morgni og trúfesti þína um nætur.Sl. 92:2-3

 Fyrirbæn

Við biðjum fyrir fjölskyldunni okkar, vinum og vinkonum. Við biðjum fyrir þeim sem eru veikir, einmanna eða eiga á einhvern hátt erfitt. Við biðjum fyrir friði í heiminum. Við biðjum fyrir okkur sjálfum og þeim sem við viljum að Guð beini augum sínum að.

 

Þakkarbæn

Við þökkum Guði fyrir líf okkar, heilsu og hamingju. Við þökkum Guði fyrir að mega tala við hann og biðja til hans. Þökkum honum fyrir að við höfum allt sem við þurfum.

Þökkum Drottni, því að hann er góður, því að miskunn hans varir að eilífu. Sl.136:1

 

Bænavers

Vertu Guð faðir, faðir minn                                     Verkin mín Drottinn þóknist þér.

í frelsarans Jesú nafni.                                     Þau láttu allvel takast mér

Hönd þín leiði mig út og inn,                          Ávaxtasöm sé iðja mín,   

Svo allri synd ég hafni.                                    yfir mér hvíli blessun þín

Bænirnar mínar

Dæmi: Góði Guð, þú ert frábær. Viltu vaka yfir mér og fjölskyldunni minni. Viltu hjálpa henni/honum NN sem er svo veik/ur. Þakka þér fyrir að ég get farið í Vatnaskóg og fyrir það að mamma gaf mér nýjar buxur. Í Jesú blessaða nafni. Amen.

Lærið að biðja með hjartanu en ekki heilanum!!!