Æskulýðshópur

jolafundur-ungl-3 unglingar-fundurÆskulýðsfélag Íslenska safnaðarins í Noregi var stofnað á haustdögum árið 2008.
Íslensk ungmenni á aldrinum 13-18 ára búsett víðsvegar um Noreg geta tekið þátt í starfinu.

Æskulýðsfélaginu er ætlað að efla vináttu og samskipti á uppbyggilegan hátt og halda um leið við íslensku kunnáttu unglinganna.

Starfandi æskulýðsfélög eru núna í Osló,  Stavanger  og á Vestfoldsvæðinu. 

Við hvetjum alla unglinga sem eru áhugasamir um starfið og langar til að komast í samband við aðra íslenska unglinga í Noregi að bæta sér í hópinn okkar á facebook „Æskulýðshópur íslenska safnaðarins í Noregi“. Þar er hægt að fylgjast með því sem er að gerast í starfinu okkar.

Æskulýðsfélag Íslenska safnaðarins í Noregi á aðild að ÆSKÞ. En ÆSKÞ býður oft upp á skemmtilegar ferðir og ráðstefnur fyrir ungt fólk um allan heim.

Nánari upplýsingar hjá fræðslufulltrúa fraedsla@kirkjan.no

Æskulýðsfélagið í Osló er í umsjón Lilju Kristínar, Rebekku, Alexanders og Sæmundar. Við hittumst í Ólafíustofu, Pilestredet Park 20, Osló. Við stefnum á að hittast að meðaltali tvisvar sinnum í mánuði en fundir eru auglýstir á heimasíðu safnaðarins: www.kirkjan.no facebooksíðu safnaðarins www.facebook.com/Íslenski Söfnuðurinn í Noregi

Æskuýðsfélagið í Stavanger er með síðu á facebook: „Æskulýðsfélagið í Stavanger og nágrenni“

Umsjón með æskulýðsstarfinu í Stavanger hafa Bryndís Guðbrandsdóttir, Róbert Orri og Halldór. Unglingarnir hittast að

meðaltali tvisvar sinnum í mánuði.

Æskulýðsfélagið í Vestfold: Umsjónaraðilar eru Margrét Ólöf og Grétar.

Nánari upplýsingar á facebooksíðunni þeirra: „Æskó í Vestfold“

Unglingarnir hittast að meðaltali einu sinni í mánuði.

 

Endilega verið í sambandi ef þið hafið einhverjar spurningar á fraedsla@kirkjan.no