Minningarathöfn um prófessor Kjartan Ottósson

Minningarathöfn um Kjartan Ottósson (f.1956) prófessor í málvísindum og norrænum fræðum við Óslóarháskóla verður í Markus kirke,(Schwensens gt. 15, við Sankthanshaugen). miðvikudaginn 25.ágúst nk. kl.17. 

Kjartan Ottósson lést á Landspítalanum þann 28.  júní sl. og var jarðsunginn á Íslandi.

Blessuð sé minning hans.

Read More »

Latibær til Noregs

Frábær barna og fjölskylduskemmtun með íþróttaálfinum og Sollu stirðu þann 28.ágúst kl.18 í safnaðarheimili Lambertseterkirkju. (Langbölgen 33, 1101 Oslo). Verð nkr.100 pr.mann.

Sýningin er flutt inn af Guðmundi Gíslasyni sem er þakkað hjartanlega fyrir þetta frábæra framtak í þágu yngstu kynslóðarinnar.


Read More »

Hugmynd að barnakór

Íslenski söfnuðurinn er að kanna hvort að það sé áhugi fyrir því meðal foreldra að stofna barnakór sem myndi syngja á Aðventukvöldinu með Ískórnum. Æfingar myndu því bara verða fram að mánaðarmótum nóvember/desember. Hugmyndin er að æfa kannski 1-2 í mánuði og hafa íslenskan kórstjóra. Ef þið haldið að ykkar börn hefðu áhuga þá endilega sendið tölvupóst á starfsmadur@kirkjan.no 

Eins væri gott að heyra ef einhver hefði tök á að taka slíkan kór að sér.

 Read More »

Fjölskylduguðsþjónustur í Tromsø og Ålesund

Fjölskylduguðsþjónusta verður á sunnudaginn 6. júní í Elverhøy kirkju i Tromsøy kl.14. Brynja Gunnarsdóttir stjórnarmeðlimur safnaðarins mun lesa ritningarlestra. Kaffi og meðlæti eftir stundina.Verið hjartanlega velkomin.

Fjölskylduguðsþjónusta miðvikudaginn 9.júní í Ålesund kirkju kl.18. Barn borið til skírnar. Verið hjartanlega velkomin.
 

Fjölskylduguðsþjónustur er sérstaklega sniðnar þannig að passi bæði börnum og fullorðnum. Reynt er að höfða til barna, ungmenna, foreldra og ömmu og afa á sem einfaldastan hátt.Tónlistin, sálmar og söngvar miða að því að allir geti sungið með.

Read More »