Atvinnutækifæri fyrir fólk sem finnst gaman að vinna með börnum og unglingum

Ertu leiðtogi? … og finnst gaman að vinna með börnum og unglingum?   Íslenski söfnuðurinn í Noregi auglýsir eftir starfsfólki í barna- og unglingastarf víðsvegar um Noreg. Um er að ræða starf fyrir þrjá ólíka aldurshópa þ.e. sunnudagaskóla fyrir yngstu börnin og fjölskyldur þeirra, TTT starf fyrir 10-12 ára börn og unglinga. Til að byrja með verður […]

Read More »

Vorferð eldri borgara 60+ fimmtudaginn 23. maí 2019

Framundan er árleg ferð eldri borgara. Mæting í Ólafíustofu kl. 09.30 en lagt verður af stað kl. 10.00 og keyrt áleiðis með rútu í átt að Hønefoss. Þar verður fyrsta stopp og má eiga von á óvæntum gesti við Veien Kulturminnepark. Frá Hønefoss verður haldið til Granavolden. Þar verður Steinhuset skoðað ásamt Systrakirkjunum og endað […]

Read More »

Sjómannadagsguðsþjónusta í Tromsø 2. júní 2019 kl. 15.00

Það hefur skapast hefð að standa fyrir sjómannadagsguðsþjónustu í Tromsø hvert ár á degi sjómanna. Þetta árið þá ber sjómannadagurinn upp á sunnudaginn 2. júní. Guðsþjónustan verður í Grønnåsen kirkju og hefst kl. 15.00. Kirkjan liggur við Dramsvegen 203. Sr. Arndís Ósk Hauksdóttir, prestur í Steinkjær, mun þjóna fyrir altari. Tónlistarflutningur verður í höndum Íslendingafélagsins […]

Read More »

Skráning í fermingarfræðsluna fyrir veturinn 2019-2020 er hafin

Innritun fer fram á heimasíðu safnaðarins www.kirkjan.no (linkur á skráningareyðublað til hægri á heimasíðu). Börn sem sækja fermingarfræðslu Íslenska safnaðarins þurfa að sækja 10 guðsþjónustur og sitja alls 10 fræðslufundi í Ólafíustofu. Fundirnir eru ávallt í tengslum við guðsþjónustur safnaðarins í Nordberg kirkju í Ósló. Fundirnir hefjast kl. 11.00 og guðsþjónustur kl. 14.00. Við tökum […]

Read More »

Aðalsafnaðarfundur 5. maí

Aðalsafnaðarfundur verður haldinn sunnudaginn 5. maí í Nordberg kirkju. Guðsþjónusta hefst kl. 14.00 og að henni lokinni hefst fundurinn í safnaðarheimilinu, en gert er ráð fyrir að sjálfur aðalfundurinn hefjist kl. 15:30. Hefðbundin aðalfundarstörf ásamt kosningum.   Dagskrá aðalsafnaðarfundar samkvæmt lögum safnaðarins: a.  Formaður kannar hvort til fundar sé löglega boðað b.  Kosning fundarstjóra og […]

Read More »

Þann 8. febrúar mun söfnuðurinn hefja TTT starf í Ósló.

TTT klúbburinn er fyrir tíu til tólf ára krakka. Fyrsta samkoman er áætluð þann 8. febrúar og svo í framhaldinu aðra hverja viku á föstudögum í Ólafíustofu kl. 17.30-19.00.  Þar er margt skemmtilegt gert m.a. leikir, föndur, fræðsla, helgistundir og fleira. Þetta verður leikandi skemmtilegur vetur! Allir krakkar í 5 – 7. bekk eru velkomnir […]

Read More »