Nýr starfsmaður á skrifstofu

Margrét Björnsdóttir Andersen hefur verið ráðinn í hlutastarf sem starfsmaður á skrifstofu safnaðarins. Við bjóðum hana velkomna og hlökkum til samstarfsins. Skrifstofan opnar 13. ágúst aftur eftir sumarfrí og verður opin alla virka daga kl. 10:00 – 14:00.  

Read More »

Menningar- og listanefnd fundar með stjórn

Menningar- og listanefnd safnaðarins lagði fram metnaðarfulla dagskrá fyrir haust- og vorönnina á fundi stjórnar miðvikudaginn 7. ágúst. Fylgist vel með, viðburðirnir verða kynntir hér þegar nær dregur. Í nefndinni eru Ómar Diðriksson, Freydís Heiðarsdóttir og Þórhallur Guðmundsson

Read More »

Við bjóðum sr. Ingu Harðardóttur hjartanlega velkomna til starfa hjá okkur

Í dag er merkisdagur hjá Íslenska söfnuðinum í Noregi þar sem sr. Inga Harðardóttir hefur störf. Inga er hingað komin ásamt fjölskyldu sinni og er þetta fyrsti dagur hennar hér sem sóknarprestur. Fyrstu dagarnir verða svolítið litaðir af því að hún er að flytja á milli landa og má reikna með hún verði aðeins laus […]

Read More »

Ólafíustofa lokuð til 13. ágúst

Ólafíustofa verður lokuð til 13. ágúst vegna starsmannabreytinga. Ef þurfa þykir er hægt að hafa samband við formann í síma 968 14 591 og eða senda tölvupóst á formadur@kirkjan.no. Einnig er hægt að hafa samband við sr. Ingu Harðardóttir prest safnaðarins í síma 40 55 28 00 og eða senda tölvupóst á prestur@kirkjan.no

Read More »

Vígsla nýs sóknarprests

Það er okkur mikil ánægja að tilkynna að nýráðinn sóknarprestur Íslenska safnaðarins í Noregi, sr. Inga Harðardóttir, var vígð í embætti í dag í Dómkirkjunni í Reykjavík. Athöfnin fór vel fram og veðrið skartaði sínu fegursta. Sr. Inga Harðardóttir hefur verið starfandi æskulýðsfulltrúi Hallgrímskirkju sl. 6 ár. Hún útskrifaðist með cand.theol gráðu frá Guðfræðideild Háskóla […]

Read More »