Skírdagur kl.17 í Ólafíustofu

Á Skírdag  17. apríl (fimmtudagur) verður guðsþjónusta og Getsemanestund kl.17 í Ólafíustofu.  Stundin hefst á borðhaldi þar sem Jóna Magga hin velþekkta súpugerðarkona ber fram dýrindis súpu og brauð. Kammerkór syngur undir stjórn Gísla J. Grétarssonar og Hjörleifur Valsson leikur á fiðlu. Í altarissakramentinu er borið fram heimagert brauð, bakað af sr. Örnu og portvín. […]

Read More »

Fjölskylduguðsþjónusta og páskaeggjaleit í Stavanger

Fjölskylduguðsþjónusta 13. april  kl.14 í Johannes kirkju i Stavanger.  Ilmur, nærvera og páskaegg á pálmasunnudegi. Þetta er messa fyrir börn og fullorðna og verður páskaeggjaleit fyrir yngstu kynslóðina. Fermingarbörn aðstoða við helgihaldið og Díana og Ruth sunnudagaskólakennarar leiða tónlist og fræðslu ásamt sr. Örnu. Íslendingarfélagið undir forystu Siggu tengiliðar sjá um kaffi á eftir. Hlakka til […]

Read More »

Kaffihúsamessa og páskaeggjaleit í Nordberg kirkju

Kaffihúsamessa verður í Nordberg kirkju Oslo, sunnudaginn 6. apríl kl.14. Kærleikur, kertaljós og rauðar rósir mynda góða stemmningu í safnaðarheimilinu þar sem messan fer fram.  Notaleg stund með kaffibollan og messuskrána í hendi. ískórinn syngur undir stjórn Gísla J. Grétarssonar og Peggy spilar á píanóið.  Fermingarbörn aðstoða við lestra o.fl. Íslendingafélagið með Jónu Möggu í […]

Read More »

Aðalsafnaðarfundur 4. maí n.k í Nordberg kirkju

  Aðalsafnaðarfundur verður haldinn þann 4. maí n.k í Nordberg kirkju. Messa hefst kl.14 og er fundurinn í safnaðarheimilinu strax á eftir. Dagskrá aðalsafnaðarfundar samkvæmt lögum safnaðarins: a. Formaður kannar hvort til fundar sé löglega boðað b. Kosning fundarstjóra og fundarritara c .Skýrsla formanns d. Stefna stjórnar e. Skýrsla prests f. Fjárhagsáætlun og ársreikningar lagðir fram […]

Read More »

Nýr fræðslufulltrúi ráðinn við söfnuðinn

Ása Laufey Sæmundsdóttir hefur verið ráðin sem nýr fræðslufulltrúi Íslenska safnaðarins í Noregi.  Ása Laufey vann áður sem æskulýðsfulltrúi í Neskirkju í Reykjavík og við barnastarf og kirkjuvörslu í Áskirkju. Hún vann um árabil sem fulltrúi á Neytendastofu.   Ása Laufey  sem er 34 ára lauk meistaraprófi í guðfræði frá HÍ haustið 2013. Lokaritgerð hennar […]

Read More »

Guðsþjónusta í Tromsø sunnudaginn 23. mars

Það verður íslenks guðsþjónusta í Elverhøy kirkju i Tromsø sunnudaginn 23.mars kl.14.30. Ískórinn kemur í heimsókn og syngur í messunni undir stjórn Gísla J. Grétarssonar. Organisti verður Magnus Nyha. Safnaðarstjórn og prestur tekur vel á móti kirkjugestum. Sunnudagaskóli verður í kjallara kirkjunnar í umsjá Sigríðar Georgsson og Valdimars Svavarssonar á meðan messan fer fram. Íslendingafélagið sér um kirkjukaffi […]

Read More »