Fjölskylduguðsþjónusta og Karneval í Bergen

Fjölskylduguðsþjónusta 16. febrúar kl.14 í Skjold kirkju i Bergen.  Ilmur, nærvera og karnivalstemning. Íslendingakórinn í Bergen syngur og sér um kaffi á eftir.  Ingibjartur Jónsson leiðir tónlistina og spilar á orgelið. Helga og Rebekka sjá um sunnudagaskólahornið að venju. Þetta er messa fyrir börn og fullorðna og fá börnin fræðslu við sitt hæfi undir predikunarhlutanum […]

Read More »

Íþróttaálfurinn mætir í fjölskyldumessu 2. febrúar í Ósló

Það verður fjölskyldustemning í Nordberg kirkju, Kringsjårenda 1 Ósló, sunnudaginn 2. febrúar kl. 14:00. Sunnudagaskólinn verður á sínum stað og að þessu sinni kemur góður gestur í heimsókn, sjálfur Íþróttaálfurinn. Valdimar Svavarsson fræðslufulltrúi safnaðarins mun predika og Ískórinn syngur nokkur lög. Í lok messu sameinast fullorðnir með börnunum í sunnudagaskólann og fylgjast með þegar Íþróttaálfurinn mætir á […]

Read More »

Unglingar á Stavangersvæðinu fóru í Kampsport

Það var mikið fjör hjá æskulýðshópnum í Stavanger og nágrenni þegar þau hittust í Kampsport sunnudaginn 26. febrúar. Þar var boðið upp á ýmisskonar hópefli og óhætt að segja að allir hafi skemmt sér konunglega. Allir unglingar á aldrinum 13-17 ára eru velkomnir í hópinn og geta fylgst með á Facebook síðu hópsins „Æskulýðsfélagið í […]

Read More »

Náum settu marki – Námskeið fyrir karlmenn

Fyrirhugað er námskeiðið „Náum settu marki“ fyrir karlmenn í Ósló laugardaginn 8. febrúar kl. 12-15 í Ólafíustofu, Pilastredet Park 20. Námskeiðið er í höndum Valdimars Svavarssonar fræðslufulltrúa og Eyglóar Sigmundsdóttur sálfræðings. Á námskeiðinu er lögð áhersla á praktískar aðferðir við markmiðasetningu, skipulag og tímastjórnun ásamt því sem farið er yfir sjálfstyrkjandi hugsun og „Mindfullness“ æfingar. […]

Read More »

Sjálfstyrkingarnámskeið fyrir konur

Sjálfstyrkingarnámskeið fyrir konur verður haldið í Ólafíustofu, Pilestredet Park 20 Oslo laugardaginn 25.janúar kl.13-16. Skráning með því að senda póst á: [email protected] eða [email protected] Námskeiðið er þátttakendum að kostnaðarlausu. Leiðbeinendur á námskeiðinu eru Eygló Sigmundsdóttir sálfræðingur og sr. Arna Grétarsdóttir. Á námskeiðinu verða kennd sjálfstyrkjandi samskipti og sjálfstyrkjandi hugsun. Farið verður í streitulosandi upplifun í  bæn, slökun og […]

Read More »