Kaffihúsamessa og páskaeggjaleit í Nordberg kirkju

Kaffihúsamessa verður í Nordberg kirkju Oslo, sunnudaginn 6. apríl kl.14. Kærleikur, kertaljós og rauðar rósir mynda góða stemmningu í safnaðarheimilinu þar sem messan fer fram.  Notaleg stund með kaffibollan og messuskrána í hendi. ískórinn syngur undir stjórn Gísla J. Grétarssonar og Peggy spilar á píanóið.  Fermingarbörn aðstoða við lestra o.fl. Íslendingafélagið með Jónu Möggu í […]

Read More »

Aðalsafnaðarfundur 4. maí n.k í Nordberg kirkju

  Aðalsafnaðarfundur verður haldinn þann 4. maí n.k í Nordberg kirkju. Messa hefst kl.14 og er fundurinn í safnaðarheimilinu strax á eftir. Dagskrá aðalsafnaðarfundar samkvæmt lögum safnaðarins: a. Formaður kannar hvort til fundar sé löglega boðað b. Kosning fundarstjóra og fundarritara c .Skýrsla formanns d. Stefna stjórnar e. Skýrsla prests f. Fjárhagsáætlun og ársreikningar lagðir fram […]

Read More »

Nýr fræðslufulltrúi ráðinn við söfnuðinn

Ása Laufey Sæmundsdóttir hefur verið ráðin sem nýr fræðslufulltrúi Íslenska safnaðarins í Noregi.  Ása Laufey vann áður sem æskulýðsfulltrúi í Neskirkju í Reykjavík og við barnastarf og kirkjuvörslu í Áskirkju. Hún vann um árabil sem fulltrúi á Neytendastofu.   Ása Laufey  sem er 34 ára lauk meistaraprófi í guðfræði frá HÍ haustið 2013. Lokaritgerð hennar […]

Read More »

Guðsþjónusta í Tromsø sunnudaginn 23. mars

Það verður íslenks guðsþjónusta í Elverhøy kirkju i Tromsø sunnudaginn 23.mars kl.14.30. Ískórinn kemur í heimsókn og syngur í messunni undir stjórn Gísla J. Grétarssonar. Organisti verður Magnus Nyha. Safnaðarstjórn og prestur tekur vel á móti kirkjugestum. Sunnudagaskóli verður í kjallara kirkjunnar í umsjá Sigríðar Georgsson og Valdimars Svavarssonar á meðan messan fer fram. Íslendingafélagið sér um kirkjukaffi […]

Read More »

60 ára og eldri hittast í Ósló 6. mars

  Það hefur verið heilmikið um að vera hjá 60 ára og eldri á Óslóarsvæðinu það sem af er vetri. Í hverjum mánuði hefur verið boðið uppá afþreyingu sem hefur verið fjölbreytt og skemmtileg. Venjan er að hittast um hádegisbil í Ólafíustofu, skrifstofu Íslenska safnaðarins í Pilastredet Park 20, Ósló. Þar hefur verið litið í […]

Read More »