Messa, innsetning prests og aðalfundur í Nordberg kirkju Osló

Hátíðleg messa verður sunnudaginn 26.apríl kl.14 í Nordberg kirkju.  Þar mun fráfarandi prófastur Reykjavíkur prófastsdæmis vestra sr. Birgir Ásgeirsson setja sr. Ásu Laufeyju Sæmundsdóttur inn í embætti prests við Íslenska söfnuðinn í Noregi.  Sr. Ása Laufey var vígð til prests í Dómkirkjunni þann 22. febrúar s.l og í innsetningarathöfninni býður söfnuðurinn hana velkomna til starfa […]

Read More »

60 ára og eldri hittast fimmtudaginn 9. apríl

Næstkomandi fimmtudag, 9. apríl, hittast 60 ára og eldri á skrifstofu Íslenska safnaðarins í Noregi í Pilestredet park 20 Osló. Við hefjum stundina á stuttri kyrrðar- og bænastund kl. 12:15 sem sr. Ása Laufey Sæmundsdóttir leiðir, að henni lokinni borðum við saman hádegismat. Það verður boðið upp á hangikjöt með tilheyrandi meðlæti og síðan kaffi á meðan […]

Read More »

Hátíðarmessa og sunnudagaskóli í Nordberg kirkju kl.14

Annar páskadagur í Nordberg kirkju kl. 14. Hátíðarmessa annan páskadag kl.14 í Nordberg kirkju í Ósló.  Sr. Jóhanna Sigmarsdóttir predikar og þjónar fyrir altari og Ískórinn syngur hátíðartón Bjarna ásamt því að leiða sálmasöng undir stjórn Gísla J. Grétarssonar. Hjörleifur Valsson leikur á fiðlu og organisti er Ole Johannes Kosberg. Páskaeggjaleit Sunnudagaskólinn verður með páskaeggjaleit […]

Read More »

Aðalfundarboð

Aðalsafnaðarfundur verður haldinn þann 26. apríl n.k í Nordberg kirkju. Messa hefst kl.14 og er fundurinn í safnaðarheimilinu strax á eftir. Dagskrá aðalsafnaðarfundar samkvæmt lögum safnaðarins: a. Formaður kannar hvort til fundar sé löglega boðað b. Kosning fundarstjóra og fundarritara c .Skýrsla formanns d. Stefna stjórnar e. Skýrsla prests f. Fjárhagsáætlun og ársreikningar lagðir fram g. […]

Read More »

Helgihald yfir páskana

Skírdagskvöld í Ólafíustofu kl. 17-19. Guðsþjónusta verður fimmtudaginn 2.apríl eða á skírdagskvöld kl.17 i Ólafíustofu (Pilestredet Park 20). Helgihaldið hefst á borðhaldi þar sem súpa og brauð verða í boði. Lestrar, fallegir kvöldsálmar, hugleiðing og altarisganga. Sérstakt altarisbrauð verður bakað fyrir þessa stund.  Sr. Arna Grétarsdóttir predikar, Sr. Ása Lafey Sæmundsdóttir og sr. Jóhanna Sigmarsdóttir […]

Read More »

Tónleikar í Sælen kirkju í Bergen, 25. mars kl. 20:00

Sálmakvöld í Sælen kirkju í Bergen næstkomandi miðvikudagskvöld, 25. mars kl. 20:00, þar sem meðal annars passíusálmar Hallgríms Péturssonar verða fluttir. Ævi Hallgríms var á margan hátt óvenjuleg og sálmar hans eiga sér djúpar rætur í sögu og menningu Íslendinga. Sönghópurinn í Bergen syngur og organistinn Bjørn Lien spilar passíur J.S Bachs. Enginn aðgangseyrir. Nánari upplýsingar má […]

Read More »