Fréttir

17. júní hátíðarguðsþjónustur á fjórum stöðum í Noregi

Ósló: Hátiðarguðsþjónusta verður í Nordberg kirkju kl.14 í umsjá Maríu Gunnarsdóttur cand.theol.  Íslendingafélagið sér um hátíðarhöld að venju og Ískórinn syngur. Lúðrasveitin frá Hönefoss leiðir skrúðgöngu. Kirkjukaffið á sínum stað en auk þess verður Íslendingafélagið með pylsusölu og íslensk sælgæti. Verið hjartanlega velkomin.

Bergen: Hátíðarguðsþjónusta kl. 13 við Sandviken kirkju sr. Jón Dalbú Hróbjartsson sóknarprestur í Hallgrímskirkju og fyrrum prófastur þjónar fyrir altari. Sunnudagaskólinn á sínum stað. Hátíðarhöldin halda svo áfram í umsjá Íslendingafélagsins við Speiderhuset við Sandviksveien sem er rétt hjá kirkjunni. Verið hjartanlega velkomin.

Stavanger: Hátíðarguðsþjónusta (útimessa) kl.14. Safnaðst verður saman við Stavanger Dómkirkju kl.13 og gengið verður í skrúðgöngu út í Bjergsted Park. Þar verður fjölskylduhátíð og guðsþjónusta. Greifarnir sjá um tónlistina. Ein stúlka verður fermd. Sr. Arna Grétarsdóttir þjónar. Íslendingafélagið er 60 ára og mikil hátíðarhöld tengd afmælinu verða alla helgina. Verið hjartanlega velkomin.

Beitstad: Hátíðarguðsþjónusta kl.14 í Beitstad kirkju í Steinskjer kommune. Gunnar Einar Steingrímsson djákni og sóknarprestur í Beitstad þjónar. Verið hjartanlega velkomin.

 

 

Messa í Elverhøy kirkju í Tromsø sunnudaginn 3.júní kl.14

Á sjómannadaginn 3.júní kl. 14 verður messa í Elverhøy kirkju í Tromsø kl.14. Kammerkór Tromsø syngur og organisti er Erlend Karlsen. Kirkjukaffi í safnaðarheimilinu á eftir að venju í umsjón Íslendingafélagsins.

Verið hjartanlega velkomin til messu.

Messa í Nordberg kirkju á annan í hvítasunnu kl.14

Á annann í hvítasunnu 28.maí verður messa í Nordberg kirkju í Ósló kl.14. Fermingarbörn verða fermd og setur það fallegan og hátíðlegan blæ á messuna. Sunnudagaskólinn á sínum stað og kirkjukaffið líka. Verið hjartanlega velkomin til kirkju á hátíð heilags anda; Hvítasunnunni.

Kosið í listanefnd á aðalfundi safnaðarins

Á aðalfundi í gær eftir messu var kosið í fyrsta skipti í listanefnd. Í nefndinni eiga sæti Hjörleifur Valsson, Eygló Sigmundsdóttir, Ingibjartur Jónsson, Sigríður Gísladóttir og sr. Arna Grétarsdóttir.

Nefndinni er ætlað að m.a að auka veg íslenskrar listar í kirkjustarfinu og skoða leiðir til að efla fólk til þátttöku í helgihaldinu. Nefndinni var gert að móta sér erindisbréf og marka sér frekara hlutverk innan safnaðarins.

Ólafíustofa opnuð

Íslenski söfnuðurinn í Noregi hefur eignast sitt fyrsta safnaðarheimili sem hefur verið nefnt Ólafíustofa til heiðurs Ólafíu Jóhannsdóttur sem líknaði þurfandi á götum Óslóar um aldamótin 1900.

Safnaðarheimilið er við Pilestredet Park 20 í Ósló og rúmar hópastarf fyrir allt að 50 manns, skrifstofur prests og starfsmanns. Eins er hægt að vera með helgihald þar sem lítilli kapellu var komið fyrir í fjölnota rými.

Ólafíustofa er opin virka daga frá kl.10-15.  Þar er heitt kaffi á könnunni, hægt er að flétta íslenskum dagblöðum eða glugga í bókasafn Guðrúnar Brumborg.

Alla fimmtudaga verða kyrrðarstundir frá kl. 12.15-12.30.

Herra Jón Aðalsteinn Baldvinsson vígslubiskup blessaði safnaðarheimilið og messaði ásamt sr. Örnu Grétarsdóttur presti safnaðarins við hátíðlega athöfn í Nordberg kirkju.

Skrifstofa safnaðarins er flutt að Pilestedet Park 20 i Ósló

 Mánudaginn 7. maí opnar skrifstofa safnaðarins í nýju húsnæði sem keypt hefur verið. Safnaðarheimiið er við Pilestredet Park 20 og hefur verið nefnt Ólafíustofa.

Opnið er frá mánudegi til fimmtudags frá kl.10-14. Heitt kaffi á könnunni og hægt er að fletta Mogganum.

Verið hjartanlega velkomin.

Hr. Jón Aðalsteinn Baldvinsson vígslubiskup heimsækir söfnuðinn

Mikil hátíðarhöld verða n.k sunnudag kl.11 þegar nýtt húsnæði safnaðarins við Pilestredet Park 20 í oslo verður helgað.

Af þessu tilefni heimsækir Hr. Jón Aðalsteinn Baldvinsson vigslubiskupinn að Hólum söfnuðinn og helgar, blessar og biður. Hann mun einnig predika i messunni kl.14 i Nordberg kirkju.

Boðið verður upp á léttann hádegisverð i Pilestedet Park og rútu þaðan að Nordberg kirkju þar sem messa hefst kl.14. Hefðbundið messukaffi og aðalfundur safnaðarins strax að lokinni messu

Hlakka til að sjá sem flesta við þetta hátíðlega tilefni.


Opnun nýs húsnæðis, messa og aðalfundur í Ósló 6. maí n.k

Söfnuðurinn hefur fest kaup á skrifstofuhúsnæði og litlum fjölnota sal við Pilestedet Park 20 í Ósló.

Hátíðleg dagskrá verður í tilefni flutninganna í tengslum við aðalfund og messu sunnudaginn 6. maí.

Dagskráin er sem hér segir:

Kl. 11           Hátíðleg athöfn við opnun nýs húsnæðis við Pilestedet Park 20.

Kl.12             Súpa og brauð

Kl.13:15        Rúta að Nordberg kirkju.

Kl.14              Messa í Nordbergkirkju og aðalfundur safnaðarins í safnaðarheimilinu strax á eftir,                           Venjuleg aðalfundarstörf.

Verið hjartanlega velkomin.

Sunnudagaskóli í Åssiden kirkju í Drammen

 Sunnudagaskólinn í Åssiden kirkju í Drammen kl.13 sunnudaginn 22.apríl.

Að þessu sinni kemur Bogi æskulýðsleiðtogi og sér um stundina ásamt Sigga Jóni og Ruth. Verið velkomin.

 

Messa i Gjesdal kirkju í Stavanger 15.apríl kl.14.

Verið hjartanlega velkomin til messu í Gjesdal kirkju í Stavanger næsta sunnudag 15.apríl kl.14. Fermd verða þrjú fermingarbörn og sunnudagaskolinn verður á sínum stað í umsjá Lilju og Línu. Katrín Ósk Óskarsdóttir mun syngja fyriri kirkjugesti. Fermingarbörn aðstoða við helgihaldið. Kirkjukaffi og kræsingar að hætti Siggu og Íslendingafélagsins. Verið hjartanlega velkomin.