Fréttir

Jólamessa og jólaball í Osló

 Jólamessa verður 26. desember í Nordberg kirkju kl. 14. Sr. Arna Grétarsdóttir þjónar fyrir altari. María Gunnarsdóttir cand.theol prédikar. Ískórinn leiðir sálmasöng og messusvör undir stjórn Gísla Grétarssonar. Margrét Brynjarsdóttir syngur einsöng og Ole Johannes Kosberg organisti spilar undir.

Jólaball og kaffisamsæti í umsjón Íslendingafélagsins. Það verður sungið og dansað í kringum jólatréð og jólasveinninn mætir með fulla poka af góðgæti handa börnunum. 

Verið hjartanlega velkomin.

Jólamessa og Jólaball í Drammen

Jólamessa verður laugardaginn 22.desember kl.14 í Åssiden kirkju.

Sr. Arna Grétarsdóttir þjónar fyrir altari. Sunnudagaskóli á sama tíma og jólaball á eftir. Kvartett syngur undir stjórn Gísla Grétarssonar.

Verið hjartanlega velkomin.

Jólamessur og jólaböll í Bergen, Stavanger, Þrándheimi, Drammen og Osló

Bergen 9. desember: Jólamessa kl.14 í Åsane kirkju og jólaball á eftir í umsjá Íslendingafélgasins. Jóhanna Guðrún syngur í messunni. 

Stavanger 16. desember: Jólamessa kl.11 í Varden kirkju og jólaball á eftir í umsjá Íslendingafélagsins. Ískórinn syngur í messunni undir stjórn Gísla Grétarssonar ásamt Jóhönnu Guðrúnu söngkonu.

Þrándheimur 16. desember: Jólamessa kl.14 í Bakke kirkju. Prestur sr. Arnaldur Bárðason.

Drammen 22. desember (laugardagur): Jólamessa kl.14 í Åssiden kirkju. Sunnudagaskóli á sama tíma og jólaball á eftir. Kvartett syngur undir stjórn Gísla Grétarssonar.

Ósló 26. desember (annar jóladagur): Hátíðarmessa kl.14 í Nordberg kirkju. Sunnudagaskóli a sama tíma. Margrét Brynjarsdóttir syngur einsöng og Ískórinn leiðir sálma- og messusvör undir stjórn Gísla Grétarssonar. Jólaball í umsjá Íslendingafélagsins á eftir.

Verið hjartanlega velkomin.

Arna Grétarsdóttir.

Hin árlega Aðventuhátíð

Það verður sannarlega hátíðleg tónlistarveisla í Nordberg kirkju fyrsta sunnudaginn í aðventu 2.des kl. 14.00. 

Jóhanna Guðrún Jónsdóttir ætlar ad syngja undurfögur jólalög ásamt Ískórnum undir stjórn Gísla Jóhanns Grétarssonar. Davíð Sigurgeirsson spilar dásamlega tóna ásamt Kristjáni Karli, Björgu Brjánsdóttur og Peggy Lous Jenset. Formaður safnaðarins Arnar Páll Michaelsen setur hátíðina og munu fermingarbörn tendra kertaljós undir sálminum Heims um ból. Kirkjukaffið er í umsjá Íslendingafélagsins í Ósló.

Verið hjartanlega velkomin á tónlistar- og hátíðarviðburð í upphafi aðventu.

ÆSKULÝÐSFUNDUR

Æskulýðsfundur verður föstudaginn 16. nóvember kl 17-19 í Ólafíustofu

(Pilestredet Park 20, 0176 Osló).

Það verður ýmislegt gert til fróðleiks og skemmtunar.

Skyldumæting fyrir fermingarbörn. 

Sjáumst! 

Eldri borgarar

Þriðjudaginn 13. nóvember kl 17 verður spilakvöld með meiru í Ólafíustofu 

(Pilestredet Park 20, 0176 Osló)

Nú ætlum við að dusta rykið af spilastokkunum og spilum Vist. Það eru flottir vinningar í boði og einnig skussaverðlaun fyrir þá sem hafa ekki heppnina með sér.Verið hjartanlega velkomin 

Sunnudagaskólinn í Fredrikstad

 Íslenski sunnudagaskólinn í Fredrikstad verður 11. nóv. kl. 14 í Østre Fredrikstad kirkju (Kirkegaten 25, 1632 Gamle Fredrikstad).      Við munum fara með bænir, heyra biblíusögu, syngja                skemmtileg lög og fara í leiki. Hafdís og Klemmi líta við og      skemmta okkur. Heitt á könnunni fyrir fullorðnafólkið og djús                og kex handa krökkunum eftir stundina.

Við hlökkum til að sjá ykkur,

                                       María og Katrín.

Námsleyfi

 Sr. Arna Grétarsdóttir prestur safnaðarins er í 3ja mánaða námsleyfi frá 1.september – 30. nóvember. María Gunnarsdóttir fræðslufulltrúi safnaðarins mun sjá um það sem viðvíkur safnaðarstarfinu sem og bjóða upp á sálgæsluviðtöl. Upplýsingar í síma 99169175.

Milligöngu um prestsþjónustu hafa bæði Inga og María á skrifstofunni. ([email protected] og [email protected])

Góðar kveðjur

ALLRA HEILAGRA MESSA

                     Allra heilagra messa kl.14 á sunnudaginn 4. nóvember í Nordberg kirkju.

Við tendrum ljós í minningu látinna. Sr. Arna Grétarsdóttir þjónar fyrir altari. Ískórinn syngur undir stjórn Gísla J. Grétarssonar og Peggy Jenset Lous organisti spilar undir. Margrét Brynjarsdóttir syngur einsöng og Katrín Óskarsdóttir syngur er minningarljós verða tendruð. Fermingarbörnin aðstoða við helgihaldið.

Kirkjukaffið eftir messuna er í umsjá Íslendingafélagsins.

                                              Verið hjartanlega velkomin.

Íslenski sunnudagaskólinn í Noregi

       Dagskrá sunnudagaskólans er í flipanum hér að ofan á síðunni undir                                                     „Sunnudagaskóli“

Endilega skoðið dagskrá ykkar svæðis sem er bæði skemmtileg og fræðandi.

                                       Hlökkum til að sjá ykkur.