Upplestur úr sögunni Aðventa eftir Gunnar Gunnarsson í Ólafíustofu, 10. desember kl. 12

Fimmtudaginn 10. desember kl. 12 verður jólastemmning í Ólafíustofu, Pilestredet Park 20 í Osló þegar lesið verður upp úr bókinni Aðventu eftir skáldið og rithöfundinn Gunnar Gunnarsson. Við bjóðum upp á léttan hádegisverð, jólaglögg og smákökur. Aðventa kom út á íslensku árið 1939 og er ein vinsælasta bók Gunnars sem gefin hefur verið út á 10 tungumálum um víða […]

Read More »

Jólamessa í Bakke kirkju Þrándheimi 6. desember kl.14

Jólamessa verður í Bakke kirkju í Þrándheimi 6.desember kl.14, annan sunnudag í aðventu. Ómar Diðriksson söngvaskáld ásamt Hjörleifi Valssyni fiðluleikara Kór Kjartans leiðir sálmasöng og messusvör undir stjórn Hilmars Þórðarsonar. . Kirkjukaffi á eftir í umsjá Elínar Soffíu Pilkinton safnaðarfulltrúa og Íslendingafélagsins Kjartans. Aðventu- og jólastemning fyrir börn og fullorðna. Verið hjartanlega velkomin.

Read More »

Jólamessa í Sælen kirkju í Bergen 6. desember kl. 14

Jólamessa fyrir Bergensvæðið verður að þessu sinni haldin í Sælen kirkju,Vardeveien 9, 5141 Bergen,  annan sunnudag í aðventu, 6. desember kl.14. Séra Ása Laufey Sæmundsdóttir messar. Listanefnd Íslenska safnaðarins i Noregi í samstarfi við Sönghópinn í Bergen hefur sett saman metnaðarfulla dagskrá með stórsöngvaranum Rúnari Þór Guðmundssyni. Tanja Johansen mun sjá um undirleik. Sunnudagaskólabörnin tendra annað kertið á aðventukransinum  og […]

Read More »

Helgihald um aðventu og jól um landið

Helgihald um aðventu og jól  víðsvegar um landið. 29. nóvember. Aðventuhátíð Ósló í Høvik kirkju kl.14. Sunnudagaskóli og kirkjukaffi. 6. desember. Messa í Sælen kirkju í Bergen, kl. 14. Rúnar Þór Guðmundsson tenór syngur ásamt Sönghópnum í Bergen. Sunnudagaskóli og jólaball. 6. desember. Messa í Bakke kirkju í Þrándheimi kl. 14. Sunnudagaskóli og jólaball. Ómar Diðriksson, Hjörleifur Valsson og […]

Read More »

Aðventuhátíð í Høvik kirkju 1. sunnudag í aðventu kl.14

Hin ástsæla leikkona Edda Björgvinsdóttir flytur hátíðarræðu á aðventuhátið. Aðventuhátíð fyrir Oslóarsvæðið verður að þessu sinni haldin í Høvik kirkju, Sandviksveien 11, 1363 Sandvika, fyrsta sunnudag í aðventu (29.nóvember) kl.14. Listanefnd safnaðarins í samstarfi við Ískórinn hefur sett saman metnaðarfulla dagskrá með stórsöngvurum og strengjasveit.  Klassískar tónlistarperlur fylla dagskrána í flutningi einsöngvaranna Dóru Steinunnar Ármannsdóttur, Margrétar Brynjarsdóttur Daníels Daníelssonar og Eyjólfs […]

Read More »

Byðjum fyrir París og heiminum öllum

Biskup Íslands hefur sent okkur bænarorð sem við skullum sameinast um af einum huga. Heilagi Guð. Uppspretta lífsins og lind kærleikans. Frammi fyrir hörmungum ógæfuverkanna í París komum við fram fyrir þig og biðjum þig um styrk og kraft. Blessa þau sem eiga um sárt að binda.  Opna með kærleika þínum hjörtu mannanna  og  lát […]

Read More »