Fréttir

ALLRA HEILAGRA MESSA

                     Allra heilagra messa kl.14 á sunnudaginn 4. nóvember í Nordberg kirkju.

Við tendrum ljós í minningu látinna. Sr. Arna Grétarsdóttir þjónar fyrir altari. Ískórinn syngur undir stjórn Gísla J. Grétarssonar og Peggy Jenset Lous organisti spilar undir. Margrét Brynjarsdóttir syngur einsöng og Katrín Óskarsdóttir syngur er minningarljós verða tendruð. Fermingarbörnin aðstoða við helgihaldið.

Kirkjukaffið eftir messuna er í umsjá Íslendingafélagsins.

                                              Verið hjartanlega velkomin.

Íslenski sunnudagaskólinn í Noregi

       Dagskrá sunnudagaskólans er í flipanum hér að ofan á síðunni undir                                                     „Sunnudagaskóli“

Endilega skoðið dagskrá ykkar svæðis sem er bæði skemmtileg og fræðandi.

                                       Hlökkum til að sjá ykkur.

Eldri borgarar

              Þriðjudaginn 9. október munu eldri borgarar hittast á                  Ólafíustofu kl. 17. Það hefur mjög góð mæting hjá okkur,            síðast var haldið upp á afmælið hans Bjarne með söng og             tertum og er það von okkar að enn bætist í þennan                                                         föngulega hóp.

                             Verið hjartanlega velkomin.

Fjölskylduguðsþjónusta í Osló

                             Fjölskylduguðsþjónusta verður í Nordberg kirkju 7. október kl. 14.

Stundin verður á léttum nótum og sniðin fyrir börn og fullorðna.

María Gunnarsdóttir cand. theol. þjónar

Ískórinn leiðir sönginn

Kirkjukaffi að lokinni athöfn í safnaðarheimilinu.

(Nordberg kirke, Kringsjågrenda 1, 0861 Oslo)

Verið hjartanlega velkomin 

Fjölskylduguðsþjónusta og Solla stirða í Molde

                         Fjölskylduguðsþjónusta verður 7. október kl. 14 í Domkirken Molde.

Sr. Þráinn Haraldsson þjónar. Latibær og Solla stirða koma í heimsókn.

Kaffi og spjall eftir stundina, meðlæti velþegið á hlaðborðið.

Domkirken, Kirkebakken 2, 6413 Molde.

Verið hjartanlega velkomin.

Fjölskylduguðsþjónusta og Solla stirða í Sandefjord

                    Fjölskylduguðsþjónusta verður 6. október kl. 14 í Olavs kapell Sandefjord.

Margrét Ólöf Magnúsdóttir djákni þjónar. Latibær og Solla stirða koma í heimsókn.

Kaffi og spjall eftir stundina, meðlæti velþegið á hlaðborðið.

Olavs kapell, Bjerggata 56, 3210 Sandefjord.

Verið hjartanlega velkomin 

Fjölskylduguðsþjónusta í Fredrikstad

 Fjölskylduguðsþjónusta í Fredrikstad 16.september kl 14.

 

Stundin verður á léttum nótum og sniðin fyrir börn og fullorðna.

María Gunnarsdóttir cand. theol. þjónar

Ískórinn og Katrín Óskarsdóttir leiða sönginn

Kaffi og spjall á eftir.

(Meðlæti vel þegið á hlaðborðið.)

 

 

Østre Fredrikstad kirke, Kirkegaten 25,

1632 Gamle Fredrikstad

 

Verið hjartanlega velkomin.

 

 

Eldriborgarar

Þriðjudaginn 11. september kl. 17 munum við hittast á Ólafíustofu og eiga létt spjall saman. Það hefur verið mjög góð mæting á þessi kvöld hingað til og er það von okkar að enn bætist í þennan góða hóp.

Verið hjartanlega velkomin.

Prestur safnaðarins í þriggja mánaða námsleyfi

Sr. Arna Grétarsdóttir prestur safnaðarins fer í 3ja mánaða námsleyfi frá 1.september – 30. nóvember n.k.  María Gunnarsdóttir hefur verið ráðinn sem fræðslufulltrúi safnaðarins og mun sjá um það sem viðvíkur safnaðarstarfinu sem og bjóða upp á sálgæsluviðtöl.

Ef óskað er eftir prestsþjónustu þennan tíma hefur safnaðarstjórn ákveðið að leita til íslenskra presta sem búsett eru víða um Noreg.  Milligöngu um prestsþjónustu hafa bæði María og Inga á skrifstofunni. ([email protected] og [email protected] )

Sr. Arna mun fara með fermingarbörnunum á fermingarfræðsluhelgi í lok september og messa í Nordberg kirkju á allra heilagra messu 4. nóvember kl.14. Að öðru leiti verður hún frá störfum.

Kyrrðar- og fyrirbænarstund alla fimmtudaga

Kyrrðarstundir verða í Ólafíustofu alla fimmtudaga kl.12.15. Á stundinni er tekið við fyrirbænarefnum og eins er hægt að senda fyrirbænarefni með tölvupósti eða hringja þau inn.

Stundin tekur u.þ.b 15 mínútur og er boðið upp á súpu og brauð á eftir.

Verið hjartanlega velkomin.