Fréttir

Alþjóðlegur bænadagur kvenna 1.mars

kvinn_bonnedag_2012_373Föstudaginn 1. mars n.k er alþjóðlegur bænadagur kvenna.  Konur um allan heim safnast saman til að biðja fyrir hver annarri og fyrir heiminum. Í ár eru það konur frá Frakklandi sem undirbúa bænastund sem þýdd er yfir á mörg tungumál. Yfirskrift dagsins er tekin úr Matteusarguðspjalli 25.35 “..gestur var ég og þér hýstuð mig” (I was a Stranger and You Welcomed Me)

Í Nordberg kirkju tekur Íslenski söfnuðurinn þátt í deginum og verður beðið fyrir söfnuðinum okkar. Bænastundin byrjar kl.18.30 í Nordberg kirkju og eru allir hjartanlega velkomnir, bæði konur og karlar.

 

Bænasamkoman er samkirkjuleg þar sem konur og karlar úr mörgum kirkjudeildum sameinast í bæn.  Á Íslandi verður bænadagurinn haldinn í Aðventkirkjunni sama dag kl.20 þar sem biskup Íslands Frú Agnes M. Sigurðardóttir verður sérstakur gestur.

Fyrsta skírnin í kapellu Ólafíustofu

skirn Freyja RunÁ laugardaginn var Freyja Rún Sveinsdóttir skirð í Ólafíustofu. Þetta var fyrsta skírnin sem fór fram í litlu kapellu okkar Íslendinga í Pilestredet Park. Í notalegu og hlýlegu andrúmslofti með foreldrum, stóra bróður, ömmu og nokkrum vinum svaf Freyja Rún i gegnum alla athöfnina og lét sér ekki bregða þegar vatni var ausið á hárfagran kollinn. Foreldrar Freyju Rúnar eru Sveinn Harðarson og Sigurrós Ásta Jakobsdóttir.  Við óskum foreldrunum, Sindra stóra bróður og ástvinum öllum hjartanlega til hamingju og biðjum þeim blessunar Guðs. Peggy Lous Jenset var organisti og sr. Arna Grétarsdóttir þjónaði

Eldri borgarar 60+

Eldri Hangikjöt1

Fimmtudaginn 14. febrúar kl. 12 verður spila samkoma í Ólafíustofu og flottir vinningar í boði. Við ætlum einnig að velja nafn á hópinn okkar og eru nokkrar tillögur komnar í hús.

Verið hjartanlega velkomin, María og Einar.

Hljómsveitin Tilviljun? heimsækir Bergen

Tilviljun hljómsveit

Poppmessa verður í Skjoldkirkju við Nestunvegen í Bergen sunnudaginn 10. febrúar kl 14:00. Hljómsveitin Tilviljun? sér um messuna ásamt sr. Örnu Grétarsdóttur og Margréti Ólöfu Magnúsdóttur djákna. Fermingarbörn og fjölskyldur þeirra eru sérstaklega velkomin. Sunnudagaskólinn er á sínum stað og gospelkrakkarnir syngja. Kaffi á eftir og eru kirkjugestir beðnir um að leggja til veitingar á hlaðborðið.

Minnum einnig á workshop með Tilviljun? og unglingum í Bergen laugardaginn 9. febrúar á sama stað kl 15:00.
Hlökkum til að sjá ykkur.

Lífsýn og trú – námskeið fyrir þig

Lífsýn og trú

Hefur þú spurningar varðandi trú? Langar þig að vita meira? Má bjóða þér að vera með í góðum félagsskap?

Þér stendur til boða að taka þátt í einstöku og lífbreytandi námskeiði þar sem fjallað verður um trú á opinskáan hátt. Einnig verður lögð áhersla á hvatningu, eflingu og traust samskipti sem hver og einn getur nýtt til þess að auka lífsgæði sín og að kynnast góðum hóp af fólki. Fyrirlesarar koma úr ýmsum áttum og góðum tíma verður varið í umræður, spurningar og svör.

Við munum ræða spurningar eins og „Hver er tilgangurinn með þessu öllu saman? Er einhver ástæða til þess að notast við bæn eða biblíuna? Var Jesús til og hvaða máli skiptir hann? Hvernig get ég fengið meiri kraft og gleði í hversdagslegu lífi?“

Námskeiðið hefst fimmtudaginn 7. febrúar og er hvern fimmtudag fram að páskum og lýkur 28. mars. Námskeiðið er haldið í vinalegu umhverfi í Ólafíustofu, Pilastredet Park 20, Oslo. Námskeiðið er á milli 16:30 til 18:30 og boðið er upp á létta máltíð í byrjun hvers fundar.

Námskeiðið er öllum opið og þér að kostnaðarlausu. Tryggðu þér pláss með því að senda póst á [email protected] eða með því að hringja í síma 22 36 01 40.

Hlökkum til að sjá þig.

Hljómsveitin Tilviljun?

Tilviljun hljómsveit

Tilviljun?

Hljómsveitin Tilviljun? sækir okkur heim og verða með workshop og poppmessur með ungu fólki (13-17 ára) á eftirfarandi stöðum

Laugardaginn 2. febrúar Osló: Workshop og pizzupartý með ungu fólki í Ólafíustofu kl.15 – 17. Pilestredet Park 20.

Sunnudaginn 3. febrúar Osló: Poppmessa kl.14 í Nordberg kirkju, Kringsjågrenda 1, 0861 Osló.

Þriðjudaginn 5. febrúar Sandefjord: Pizzupartý fyrir ungt fólk kl. 16.30 í Peisestue í Olavs kapelle, tónleikar kl.18 á sama stað. Bjerggata 56, 3210 Sandefjord.

Miðvikudaginn 6. febrúar Kristiansand: Pizzupartý fyrir ungt fólk kl.17 og tónleikar kl.20 í Voie grendehus. Voie Ringvei 108, 4624 Kristiansand.

Fimmtudaginn 7. febrúar Stavanger: Pizzupartý fyrir ungt fólk kl.17 og tónleikar kl.20 í Tjensvoll kirkju. Tellusveien 43, 4001 Stavanger.

Laugardaginn 9. febrúar Bergen: Workshop og pizzupartý fyrir ungt fólk kl.13 í Skjold kirkju.
Sunnudaginn 10. febrúar Bergen: Poppmessa kl.14 í Skjold kirkju, Skjoldlia 55, 5236 Bergen.

Við hvetjum allt ungt fólk að koma og taka þátt í workshop með hljómsveitarmeðlimum Tilviljunar?

Allir velkomnir í poppmessur og á tónleika.
Hlökkum til að sjá ykkur!

Kæru ELDRI BORGARAR

hangilaerisneidar_jol_2002_myndrunGleðilegt nýtt ár og takk kærlega fyrir samveruna á liðnu ári.

Í tilefni þess að nýtt ár er gengið í garð er stefnan tekin á Hangikjötsveislu í boði Íslenska safnaðarins næstkomandi sunnudag 13. janúar kl. 17 í Skötuhúsinu við Antenneveien 40, 1154 Osló.

Takið með ykkur góða skapið og drykkjarföng ef sá er gállinn á ykkur.

Hlökkum til að sjá ykkur hress á nýju ári.

Bestu nýárskveðjur, María og Einar.

Jólasaga

Maður nokkur hafði lengi velt fyrir sér málefnum trúarinnar án árangur. Hann hafði ekki náð að botna í Jesú og ákvað að láta allt er hann varðaði afskiptalaust. Kona hans og börn voru orðið því vön að fara ein til kirkju. Líka þetta aðfangadagskvöld. Hann sat heima og las í bók. Það hafði snjóað og frost var úti.

Hann mundi allt í einu eftir litlu fuglunum og stóð upp til þess að gefa þeim á snjóinn. Meðan hann horfði á litlu greyin í kuldanum fór hann að vorkenna þeim og hugsaði sér hvað hann gæti látið þeim líða vel inni í bílskúrnum. Hann opnaði hann og kveikti ljós og fór að reyna að koma fuglunum inn með ýmsum ráðum allt án árangurs því fuglar himinsins vilja ekki lokast inni í húsum.

Eftir mikla umhugsun komst hann að þeirri niðurstöðu að aðeins með einu móti væri það mögulegt að fá fuglana til að fara inn í hlýjan skúrinn. Hann sjálfur yrði að geta gerst fugl og leiða þá inn í birtuna og hlýjuna. Sem honum dettur það í hug hringja kirkjuklukkurnar og þá er sem uppljómun verði í allri hans hugsun og boðskapur jólaguðspjallsins laukst upp fyrir honum í einni andrá.

Auðvitað sagði hann með sjálfum sér. Þess vegna varð Guð að gerast maður. Eins og hann sjálfur varð að gerast fugl til að leiða fugla þá varð Guð að gerast maður til að geta leitt mennina og frelsað þá.

Þessi jólasaga er dýrmæt eins og svo margar aðrar af svipuðum toga þar sem leitast er við að útskýra atburð sem ekki verður útskýrður til fulls heldur viðtekinn í trú og hugleiddur á vegferðinni í gegnum lífið.

Elska og umhyggja Guðs var svo mikil að hann vildi gerast maður til að mæta okkur, geta sett sig algjörlega í okkar spor. Ósk Guðs með komu sinni í heiminn var einfaldlega að við gerðum það sama.

Að við sem kristnir einstaklingar og kristinn söfnuður mætum hverri manneskju þar sem hún er stödd hverju sinni. Setjum okkur í spor annarra og framkvæma hið góða, fagra og fullkomna. Á þann hátt opnum við hjartadyr okkar og gerum hjarta okkar að vöggu Jesúbarnsins.

Guð gefi ykkur öllum gleðileg jól og blessun á nýju ári.

Arna Grétarsdóttir prestur  

Jólamessa og jólaball í Osló

 Jólamessa verður 26. desember í Nordberg kirkju kl. 14. Sr. Arna Grétarsdóttir þjónar fyrir altari. María Gunnarsdóttir cand.theol prédikar. Ískórinn leiðir sálmasöng og messusvör undir stjórn Gísla Grétarssonar. Margrét Brynjarsdóttir syngur einsöng og Ole Johannes Kosberg organisti spilar undir.

Jólaball og kaffisamsæti í umsjón Íslendingafélagsins. Það verður sungið og dansað í kringum jólatréð og jólasveinninn mætir með fulla poka af góðgæti handa börnunum. 

Verið hjartanlega velkomin.

Jólamessa og Jólaball í Drammen

Jólamessa verður laugardaginn 22.desember kl.14 í Åssiden kirkju.

Sr. Arna Grétarsdóttir þjónar fyrir altari. Sunnudagaskóli á sama tíma og jólaball á eftir. Kvartett syngur undir stjórn Gísla Grétarssonar.

Verið hjartanlega velkomin.