Vel heppnaðir tónleikar á Sjøholmen

Íslenski söfnuðurinn í Noregi stóð fyrir haust tónleikum á Sjøholmen síðastliðinn laugardag. Þar komu fram tíu íslenskir listamenn og fluttu lög og texta eftir Ómar Diðriksson. Tónleikarnir heppnuðust vel í alla staði og mæting fór fram úr björtustu vonum. Takk fyrir frábært kvöld Myndirnar tók Freydís Heiðarsdóttir

Read More »

Fjölskyldumessur og unglingafundur í Kristiansand og Sandefjord

Föstudaginn 27. september kl 17-20 verður haldinn Æskó – unglingahittingur – heima hjá Margréti Ólöfu Magnúsdóttur, djákna, á Myrvanggata 22, 3936 Persgrunn. Þar gefst íslenskum unglingum tækifæri til að hitta aðra krakka, spjalla, gera eitthvað skemmtilegt og kynnast öðrum krökkum, sjálfum sér og Guði í góðum félagsskap. Laugardaginn 28. september verður fjölskylduguðsþjónusta í Hellemyr menighet, Bydalsveien […]

Read More »

Fermingarferð í Norefjell

Tilvonandi fermingarbörn áttu skemmtilega, fjöruga og fræðandi daga í Norefjell um síðastliðna helgi. Þar fengu íslenskir unglingar hvaðanæva af landinu tækifæri til að mynda ný vinabönd um leið og þau kynntust sjálfum sér og trúnni í gegnum leiki, verkefni, samveru og fræðslu. Mikið stuð var á kvöldvökunni sem þau undirbjuggu sjálf, nýir leikir og glæsileg leikrit […]

Read More »

Leikhúsferð 60+

Hópurinn 60+ ætlar að fara í leikhús í nóvember! Staður og stund:  National Theatret föstudaginn 22.nóvember kl.19.30.  Leikritið er „Forelska i Shakespeare“, sem er gamanleikur gerður fyrir leiksvið eftir hinni margverðlaunuðu og geysivinsælu kvikmynd „Shakespeare in love“ frá 1998.  Mikið líf og fjör.  Áður en sýningin hefst setjumst við kannski inn á Bibliotekbarinn á Hótel Bristol, […]

Read More »

Tónleikarnir Trú, von og kærleikur í Sjøholmen 21. september

Þemað Trú, von og kærleikur endurspeglast í lögum og textum söngvaskáldsins Ómars Diðrikssonar (textarnir eru á norsku, íslensku og ensku) sem verða flutt á Sjøholmen 21. september klukkan 21 af eftirtöldum listamönnum: Ómar Diðriksson söngur og gítar, Ísold Hekla Apeland, söngur, Jónína G Aradóttir, söngur, Lilja Margrét Ómarsdóttir, söngur, Rebekka Ingibjartsdóttir, söngur og fiðla, Ágúst […]

Read More »

Vel sótt hátíðarmessa og sunnudagaskóli

Sr Inga Harðardóttir var formlega sett í embætti af sr Helgu Soffíu Konráðsdóttur, prófasti, við hátíðlega messu í Bøler kirkju sunnudaginn 8. september 2019. Sr. Þorvaldur Víðisson, biskupsritari tók einnig þátt í þjónustunni, meðlimir stjórnarinnar lásu bænir, Hörður Áskelsson lék á orgel og söngflokkurinn Laffí leiddi sálmasönginn og flutti fallega tónlist. Rebekka Ingibjartsdóttir og Zsolt […]

Read More »