Fréttir

Ólafíuhátíðin 22. október kl. 19.00

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Ár hvert býður íslenski söfnuðurinn upp á glæsilega tónlistar dagskrá á fæðingardegi Ólafíu í Ólafíustofu, Pilestredet Park 20, 0176 Oslo. Að þessu sinni syngur sönghópurinn Laffi undir stjórn Rebekku Ingibjartsdóttur og boðið er upp á léttar veitingar. Tekið á móti frjálsum framlögum í styrktarsjóð safnaðarins, Ólafíusjóðinn.

Vonum að sem flestir sjái sér fært að líta við og fagna með okkur á afmælisdegi Ólafíu í Ólafíustofu mánudaginn 22. október kl. 19.00.

Dagskrá haustið 2018

Nýtt starfsár er komið vel á veg!

Nýtt starfsár er með hefðbundnu sniði og undanfarin ár.  Stjórn safnaðarins er kominn vel á veg með vinnu við að fjölga safnaðarmeðlimum. Við væntum þess að sem flestir sjái sér fært um að vera viðstaddir flesta þá viðburði sem sjá má hér neðar. Náum við að vaxa – náum við að dafna og bjóða upp á metnaðarfulla dagskrá fyrir alla Íslendinga í Noregi.

 

                                                –  Október 

Hópur                      Dags                   Viðburður                                               Staðsetning

Fermingarbörn       06.10                 Fyrsti fundur fermingarbarna              Ólafíustofa kl. 11.00

Guðþjónusta          07. 10                Fjölskylduguðsþjónusta í Ósló              Nordberg kirkja kl. 14.00

60+                          11. 10                 Hittingur eldri borgara                          Ólafíustofa kl. 12.00

Ungliðar                 12. 10                  Æskó í Ósló                                             Ólafíustofa kl. 17.00-20.00

Fermingarbörn      20.10                  Fermingarfræðsla                                  Ólfíustofa kl. 12.00 – 14.00

Allir meðlimir         22. 10                Ólafíuhátíðin                                           Ólafíustofa kl. 19.00

Ungliðar                  26. 10                Æskó í Vestfold-Telemark                      Sandar menighetshus kl. 17.00-20.00

Ungliðar                  26. 10                Æskó í Ósló                                              Ólafíustofa kl. 17.00- 0.00

Guðþjónusta          27. 10                Guðsþjónusta í Kristiansand                 Hellemyr kirkja kl. 13.00

Guðþjónusta          28. 10               Guðsþjónusta í Sandefjord                    Sandar menighetshuskl. 14.00

 

                                                –  Nóvember  

Hópur                      Dags                   Viðburður                                               Staðsetning

Fermingarbörn       03.11                  Fermingarfræðsla                                  Ólfíustofa kl. 12.00 – 14.00

Guðþjónusta           04. 11                 Allraheilagamessa                                 Nordberg kirkja kl. 14.00

60+                           08. 11                 Hittingur eldri borgara                          Ólafíustofa kl. 12.00

Ungliðar                  09. 11                 Æskó í Ósló                                              Ólafíustofa kl. 17.00- 20.00

Ungliðar                  16. 11                 Æskó í Vestfold-Telemark                      Sandar menighetshuskl. 17.00-20.00

Guðþjónusta          17. 11                 Guðsþjónusta í Kristiansand                  Hellemyr kirkja kl. 13.00

Guðþjónusta          18. 11                 Guðsþjónusta í Sandefjord                    Sandar menighetshus kl. 14.00

Ungliðar                  23. 11                 Æskó í Ósló                                               Ólafíustofa kl. 17.00- 20.00

 

                                                –  Desember 

Hópur                      Dags                   Viðburður                                               Staðsetning

Fermingarbörn       01.12                 Fermingarfræðsla                                   Ólfíustofa kl. 12.00 – 14.00

Aðventuhátíð         02. 12                 Aðventuhátíð í Ósló                               Majorstuen kirkja kl. 13.00

Ungliðar                  07. 12                 Æskó í Vestfold-Telemark                      Sandar menighetshus kl. 17.00-20.00

Jólaguðþjónusta    09. 12                 Jólaguðþjónusta í Sandefjord               Sandar menighetshus kl. 14.00

Jólaguðþjónusta    09. 12                 Jólaguðþjónusta í Stavanger                 Sunde kirkja kl. 13.00

60+                           13. 12                 Hittingur eldri borgara                           Ólafíustofa kl. 12.00

Ungliðar                  14. 12                 Æskó í Ósló                                               Ólafíustofa kl. 17.00- 0.00

Jólaguðþjónusta    15. 12                 Jólaguðþjónusta í Bergen                       Fana Ytribyggðar kirkja kl. 13.00

Jólaguðþjónusta    15. 12                 Jólaguðþjónusta í Kristiansand              Hellemyr kirkja kl. 13.00

Jólaguðþjónusta    16. 12                 Jólaguðþjónusta í Trondheim                 Bakke kirkja kl. 14.00

Jólaguðþjónusta    26. 12                 Jólaguðþjónusta í Ósló                            Nordberg kirkja kl. 14.00

 

Vel møtt!

Fermingarfræðsla veturinn 2018-2019

Upphaf fermingarfræðslunnar er 7. október kl. 11.00 í Ólafíustofu

 Ég vil byrja á því að bjóða ykkur hjartanlega velkomin til þessarar samfylgdar sem fermingarfræðslan er. Fermingarfræðslan hér í Noregi hefur aðallega falist í helgarfræðslu yfir 2 helgar, haust og vor. Síðustu ár hafa verið þungbær fyrir söfnuðinn þá sérstaklega fjárhagslega og hefur það haft áhrif á starfið síðustu tvö ár. Nú sjáum við fram á betri tíma og vonum við svo sannarlega að þessi mikilvægi þáttur safnaðarstarfsins verði eins vel skipulagður og má vera.

 

Sóknarprestur og formaður íslenska safnaðarins taka á móti fermingarbörnum í Ólafíustofu kl. 11.00 sunnudaginn 7. október. Eftir fermingarfræðslu eða um kl. 12.30 verður boðið upp á veitingar áður en haldið verður upp í Nordberg kirkju þar sem deginum lýkur með fjölskylduguðþjónustu. Formaður safnaðarins mun fylgja fermingarhópnum til Nordberg kirkju að fræðslu lokinni. Meðan á fræðslunni stendur mun formaður bjóða upp á göngutúr fyrir þá foreldra sem þess óska. Fjölskylduguðþjónustan hefst kl. 14.00 og að henni lokinni er boðið upp á kaffiveitingar í safnaðarheimili kirkjunnar. Við viljum hvetja öll fermingarbörn og foreldra/forráðamenn sem búa í Ósló og nágrenni að taka þátt í fræðslunni og guðsþjónustunni þennan dag. 

 

Innritun fer fram hér á forsíðu heimasíðunnar.

Innritun fer fram á heimasíðu safnaðarins (sjá link til hægri). Í dag eru alls 17 börn skráð í fermingarfræðslu á vegum íslenska safnaðarins. Þau sem búa lengst frá Ósló m.a. á vesturströndinni verða boðuð til leiks þegar fyrsta helgarfræðslan fer fram. Við eigum enn eftir að fá staðfest leigu á sumarbústað við Frognerseteren, ekki langt frá Holmenkollen.

 

Hvað er fermingarstarf?

Ferming þýðir staðfesting. Í fermingunni staðfestir barnið skuldbindingu foreldra og guðfeðgina ískírnarathöfninni. Það fer með trúarjátninguna, vinnur fermingarheit og þiggur fyrirbæn og blessun. Fermt er við messu. Til þess að öðlast rétt til að mega fermast stundar fermingarbarnið sérstakt nám í kristnum fræðum hjá presti sínum eða fermingarfræðara, sem kallast fermingarfræðsla.

 

Fermingardagar 2019  á vegum íslensku kirkjunnar í Noregi:

Sunnudaginn 7. júlí kl. 11 í Seltjarnarneskirkju á Íslandi.

Mánudaginn 10.júni (annar í hvítasunnu) í Osló. Nordberg kirkja kl. 14.

 

Messa i Nordberg kirkju 2.hvítasunnudag

Þann 21.mars,annan í hvítasunnu verður fermingarguðsþjónusta í Nordberg kirkju, kl.14.
Allir eru hjartanlega velkomnir.

Framhaldsaðalfundur Íslenska safnaðarins í Noregi

Þar sem ekki náðist að ljúka við kosningar í nefndir og liðinn önnur mál á aðalfundi safnaðarins þann 6. maí síðastliðinn
verður honum haldið áfram þann 29. maínæstkomandi.
Fundurinn verður klukkan 18:30 – 20:30, i Ólafíustofu
Pilestredet Park 20, 0176 Oslo, Norway
Allir meðlimir safnaðarins eru hjartanlega velkomnir.
Af þeim fundi loknum verða birtar niðurstöður fundanna.

60 ára og eldri hittast

Kæru vinir. Síðasta samverustund hópsins í Ólafíustofu verður haldinn fimmtudaginn 3,mai en starfinu mun ljúka með vorferð þriðjudaginn 22.mai. Gestur fundarins er Sigurður Garðarsson.Sigurður var einn af stofnendum hins Íslenska safnaðar i Noregi og mun fræða okkur nánar um tilurð og sögu hans.
Jafnframt verður tilhögun vorferðarinna kynnt og fólk er hvatt til að skrá sig til þáttöku. Sjáumst sem flest – hress og kát og njótum saman léttrar máltiðar og notalegs spjalls við landann.

Vorferð 60+

Vorferd 60+ verður farin Þridjudaginn 22. mai. Áfangastaðir eru Heddal i Telemark og Larvik. I Heddal munum við skoða stærstu stafkirkju Noregs, af því loknu er ferðinni heitið til Larvik. Í Larvik munum við sækja heim að Hedrum sr. Þóri Jökul Þorsteinsson sem þar býr og starfar sem prestur í norsku kirkjunni.
Þáttökugjaldi er leitast við að halda í lágmarki og er kr. 200 fyrir manninn. Að öðru leyti mun söfnuðurinn niðrgreiða ferðakostnaðinn. Lagt verdur af stað frá Ólafíustofu, Pilestrede Park 20 kl. 09.30. , stundvíslega. Áætlað er að koma til baka á milli kl. 20.00 og 21.00. Látið gjarnan vita um þáttöku á fundinum 3. mai. Einnig er hægt að hafa samband við sr.Lilju Kristínu í síma 45638846, Snorra í síma 91723271 eða Ingu á skrifstofunni í síma 22360140.
Þeir sem enn eru ekki orðnir 60 ára, eru hjartanlega velkomnir líka. Við ætlum að gera okkur glaðan dag og þetta verður án efa skemmtileg ferð. Skelltu þér með!! 🙂

Frá kjörnefnd íslenska safnaðarins í Noregi.

Aðalfundur safnaðarins verður haldinn 6. maí í Nordberg kirkju.
Dagskráin hefst með guðsþjónustu kl. 14:00 og að henni lokinni er messukaffi og gert er ráð fyrir að sjálfur aðalfundurinn hefjist kl. 15:30.
Hefðbundin aðalfundarstörf ásamt kosningum.

Kjósa þarf 2 fulltrúa í aðalstjórn, 2 í varastjórn, 1 í listanefnd og 2 í kjörnefnd.
Áhugasamir hafi samband við kjörnefnd safnaðarins:
Sturlu Jónsson, formann nefndarinnar, í síma 90568173
Ingu Erlingsdóttur, starfsmann á skrifstofu safnaðarins, í síma 40074099 eða á tölvupósti [email protected]
Margréti Ólöfu Magnúsdóttur í síma 40620424.
Framboð þurfa að hafa borist kjörnefnd fyrir 29. apríl.

Aðalfundur safnaðarins

Frá kjörnefnd íslenska safnaðarins í Noregi.
Aðalfundur safnaðarins verður haldinn 6. maí í Nordberg kirkju.
Dagskráin hefst með guðsþjónustu kl. 14:00 og að henni lokinni er messukaffi og gert er ráð fyrir að sjálfur aðalfundurinn hefjist kl. 15:30.
Hefðbundin aðalfundarstörf ásamt kosningum.

Kjósa þarf 2 fulltrúa í aðalstjórn, 2 í varastjórn, 1 í listanefnd og 2 í kjörnefnd.
Áhugasamir hafi samband við kjörnefnd safnaðarins:
Sturlu Jónsson, formann nefndarinnar, í síma 90568173
Ingu Erlingsdóttur, starfsmann á skrifstofu safnaðarins, í síma 40074099 eða á tölvupósti [email protected]
Margréti Ólöfu Magnúsdóttur í síma 40620424.
Framboð þurfa að hafa borist kjörnefnd fyrir 29. apríl.

Aðalfundur safnaðarins

Aðalsafnaðarfundur verður haldinn þann 6.maí í Nordberg kirkju.Messa hefst kl.14 og er fundurinn í safnaðarheimilinu strax á eftir. Boðað hefur verið til fundarins í fréttabréfi safnaðarins og í messum.
Skjöl er lögð verða fram á fundinum eru að finna hér á heimasiðunni,undir “Söfnuðurinn/Árskýrslur” og Ársreikningar.
 
Dagskrá aðalsafnaðarfundar samkvæmt lögum safnaðarins:

  1. Formaður kannar hvort til fundar sé löglega boðað
  2. Kosning fundarstjóra og fundarritara

c .Skýrsla formanns

  1. Stefna stjórnar
  2. Skýrsla sóknarprests
  3. Fjárhagsáætlun og ársreikningar lagðir fram

g.Tillögur

  1. Kosning í stjórn og aðrar nefndir.
  2. Önnur mál

 
 
Um aðalsafnaðarfund segir m.a í 2.gr. laga safnaðarins:

Aðalsafnaðarfundur fer með ákvörðunarvald safnaðarins í málum þeim sem undir fundinn heyra samkvæmt lögum eða lögmætum ákvörðunum.
Aðalsafnaðarfundur er vettvangur starfsskila og reiknisskila af hendi stjórnar safnaðarins og einstakra nefnda á vegum safnaðarins. Þar skulu rædd málefni safnaðarins, þar á meðal þau mál sem lögmælt er að undir fundinn séu borin.
Aðalsafnaðarfund skal að jafnaði halda fyrir maí lok. Til hans skal boðað með fjögurra vikna fyrivara. Aðra safnaðarfundi skal halda ef meirihluti stjórnar safnaðarins óskar þess, eða 150 safnaðarmanna sem atkvæðisrétt hafa á safnaðarfundum.
Tillögur til aðalfundar skulu berast safnaðarstjórn fyrir 1. mars ár hvert.
Safnaðarmenn njóta kosningarréttar og kjörgengis á safnaðarfundum þegar þeir eru fullra sextán ára.