Fréttir

Guðsþjónusta 5.október í Nordberg kirkju kl.14

MessaSameiginleg guðsþjónusta íslenska safnaðarins í Noregi og Nordberg safnaðar verður sunnudaginn 5. október n.k kl.14.  Prestar safnaðanna sr. Egil Stray Nordberg og sr. Arna Grétarsdóttir munu leiða guðsþjónustuna ásamt messuþjónum.  Messan fer fram á íslensku og norsku og sungnir verða sálmar á báðum tungumálum.

Ískórinn mun syngja að venju undir stjórn Gísla J. Grétarssonar og organisti er Ole Johannes.

Sunnudagaskólinn verður á sínum stað með fræðslu, fjör og leiki fyrir börnin í umsjá Ásu Laufeyjar, Heiðrúnar og Hrefnu.

Íslendingafélagið sér um veglegt kirkjukaffi og spjall á eftir í safnaðarheimilinu.

Tekið verður sérstaklega á móti nýjum fermingarbörnum á Óslóarsvæðinu, þau boðin velkomin til þjónustu.  Þau mæti kl.13.30.

Verið hjartanlega velkomin.

Samverustund hjá 60 ára og eldri í Ólafíustofu

Í hverjum mánuði í vetur mun2014-09-07 20.13.52um við hittast og eiga góðar stundir saman eins og venja hefur verið síðustu ár.

Fyrsti fundur eftir sumarfrí er n.k. fimmtudag, 11. september. Við hittumst kl. 12:00 og hefjum stundina á kyrrðar- og bænastund.

Eftir það borðum við saman hádegisverð og fáum okkur kaffi og konfekt.

Við hittumst á skrifstofu íslenska safnaðarins í Pilestredet Park 20 í Ósló.

Allir 60 ára og eldri hjartanlega velkomnir.

Konur eru konum bestar – Námskeið í Sandefjord 12. september

Föstukonur_eru_konum_bestardaginn 12. september 2014 kl.17 – 20.

Staðsetning: Sandar Menighetshus, Bjerggata 56, 3210 Sandefjord.

Ókeypis er inn á námskeiðið og það er opið öllum konum 18 ára og eldri. Öllum velkomið að koma með á kaffiborðið.

Námskeiðið miðar að því að byggja upp sjálfsmynd kvenna, fjalla um tilfinningar, samskipti, mörk og markmiðasetningu. Þetta er vettvangur til að kynnast sjálfum sér betur í góðu samfélagi við aðrar konur. Ýmsum spurningum er velt upp og sögur Biblíunnar eru notaðar til að varpa ljósi á viðfangsefnið. Kvöldið endar með íhugun og slökun í kapellunni.

Þetta námskeið hefur notið fádæma vinsælda innan kirkjunnar síðustu 20 árin. Það hefur verið haldið víðsvegar um Ísland og margar konur lýst ánægju sinni með það.

Námskeiðið sem er samið eftir norskri fyrirmynd hefur verið haldið á vegum þjóðkirkjunnar frá árinu 1989 úti um allt land. Það hentar konum á öllum aldri með mismunandi bakgrunn.

Umsjónaraðili er Margrét Ólöf Magnúsdóttir, djákni en námskeiðið er á vegum Íslenska safnaðarins í Noregi.

Nánari upplýsingar og skráning sendið póst á [email protected]

 

Guðsþjónusta í Gamle Aker kirkju Ósló sunnudaginn 31. ágúst kl. 14

gamle aker kirkjaSunnudaginn 31. ágúst kl. 14 verður guðsþjónusta í Gamle Aker kirkju. (Akersbakken 26)

Sr. Ágúst Einarsson annast prestþjónustu ásamt Ásu Laufeyju Sæmundsdóttur fræðslufulltrúa Íslenska safnaðarins í Noregi. Leiðtogar úr sunnudagaskólanum aðstoða við guðsþjónustuna.

Ronja María Giljan Grímsdóttir syngur einsöng. Ískórinn syngur undir stjórn Gísla Jóhanns Grétarssonar.

Íslendingafélagið sér um kirkjukaffi á eftir í safnaðarheimilinu (Akersbakken 30.)

Verið öll hjartanlega velkomin !

Kyrrðardagar í Utstein pilegrimsgard.

Dagana 1.-3. september n.k. mun Hr. Karl Sigurbjörnsson fyrrv. biskup Íslands leiða

kyrrðardaga í Utstein pilgrimsgard, sem er rétt fyrir utan Stavanger. Dagskráin fer fram á norsku og verðið er 2000 kr. Innifalið í verðinu er gisting í einstaklingsherbergi og matur.

Fyrir skráningu og nánari upplýsingar má senda póst á [email protected]utstein

Fermingarskráning fyrir veturinn 2014-2015 er hafin

Skráning í fermingarfræðslu safnaðarins er hafin fyrir veturinn 2014-2015.  Foreldrar fermingarbarna sem vilja skrá börnin sín í fermingarfræðslu gera það rafrænt hér á heimasíðunni okkar, til hægri á síðunni undir „fermingarskráning“.

Fermingarfræðslan saman stendur af tveimur helgarnámskeiðum í samstarfi við íslensku söfnuðina í Svíþjóð og Danmörku.  Námskeiðin fara fram í Aah Stiftgaard í Svíðþjóð og er mestur kostnaður við námskeiðin greiddur af söfnuðinum. Fyrra námskeiðið er á haustönn dagana  26. – hopmynd fermingarferd28. september en seinna námskeiðið er á vorönn dagana 8.-10. maí 2015.

Aðal fræðslan fer fram á þessum helgum. Fermingarfræðslutímar verða skipulagðir eftir að skráningu er lokið. Einnig er gert ráð fyrir að fermingarbörnin mæti í messur og/eða sunnudagaskóla en frekari tilmæli um það koma síðar.

Fermt verður á annan í hvítasunnu í Osló. Ferming á Íslandi verður 28. júní 2015 í Seltjarnarneskirkju en aðrir fermingardagar verða ákveðnir eftir óskum og fyrirspurnum um landið þegar skráningu er lokið.

Messa í Þrándheimi í tilefni af lýðveldishátíðinni

trondheimNæstkomandi laugardag 21. júní kl. 12, verður messa í Þrándheimi í tilefni af

lýðveldishátíðinni. Messað verður í Mavik kirkju.

Sr. Birgir Ásgeirsson prédikar og þjónar fyrir altari. Organistinn Björn Leifsson spilar undir.

Kór Kjartans syngur.

 

Verið öll hjartanlega velkomin !

Hátíðarhelgistund í tilefni 17. júní

17. júní hátíðarhöld Íslenska safnaðarins og Íslendingafélagsins í Osló verða haldin sunnudaginn 15. júní.

Hátíðarhöldin byrja slenski_fninn______jpg_800x800_sharpen_q95með hátíðarhelgistund í Nordberg kirkju kl.14 í umsjá Sr. Örnu Grétarsdóttur. Ískórinn syngur undir stjórn Gísla J. Grétarssonar og hátíðarræðu flytur formaður Íslendingafélagsins í Osló, María Matthíasdóttir.

Að helgistund lokinni verður fjölbreytt dagskrá fyrir alla fjölskylduna. Sunnudagaskólinn verður á sínum stað með hoppukastala, andlitsmálun fyrir börnin og þau sem vilja geta farið á hestbak.

 

 

 

Dagskrá:
Kl. 14

Hátíðarhelgistund
Kl. 14:30
Fjallkonan, Berglind Dögg Bragadóttir, flytur ættjarðarljóð.

Kl. 14:35
Ískórinn og lúðrasveit flytja ættjarðarlag.
Fjöldasöngur við undirleik lúðrasveitarinnar.

Kl. 14:45
Skrúðganga með fánabera, Fjallkonu og lúðrasveit

Kl. 15:05
ávarp Elínar Sigurðardóttur, sendiráðunautar, í tilefni 70 ára afmæli Íslenska lýðveldisins

Kl. 15:15
Bjarni töframaður skemmtir börnunum (stórum og smáum)
Kaffiveitingar í boði safnaðarins – kleinur, formkökur, flatkökur, pönnsur og möffins.
Pylsur, gos og happdrættismiðar til sölu.
Sölubásar
Boðið er upp á andlitsmálun fyrir börnin, hoppukastala og þau geta fengið að bregða sér á hestbak.

Kl. 16:00
Dregið í happdrætti Íslendingafélagsins.
Vinningarnir eru m.a. 1 gjafabréf í flug frá Icelandair og 1 gjafabréf í vikudvöl í Íslendingahúsinu í Norefjell að sumarlagi
Verið öll hjartanlega velkomin !

Hátíðarmessa á annan í hvítasunnu – 20 ára messuafmæli

IMG_0508Hátíðarmessa verður í Nordberg kirkju á annan í hvítasunnu (9.júní) kl.14. Fermt verður í messunni.

Sr. Jón Dalbú Hróbjartsson verður sérstakur gestur og mun predika og þjóna fyrir altari ásamt sr. Örnu. Það eru 20 ár liðin frá því að sr. Jón Dalbú söng fyrstu íslensku messuna hér í Oslo og þjónaði Íslendingum búsettum hérlendis.

Tónlistarhlaðborð þar sem fremst fer Ískórinn undir stjórn Gísla J. Grétarssonar sem leiðir sálmasöng. Hjörleifur Valsson fiðluleikari fær til liðs við sig djúpa tóna sellóleikarans Jan Øyvind Grung Sture og Margrét Grétarsdóttir söngkona munu gleðja hug og hjörtu kirkjugesta. Organisti er Ole Johannes.

Kaffihlaðborð á eftir í safnaðarheimilinu í umsjá Íslendingafélagsins.

Sunnudagaskólinn á sama tíma. Verið hjartanlega velkomin til kirkju.

Messa í Ålgård kirkju

vorfagnadurSunnudaginn 1.júní n.k verður messa kl. 14 Ålgård kirkju. Fermt verður í messunni. Altarisganga. Katrín Ósk Óskarsdóttir syngur einsöng. Verið öll hjartanlega velkomin til guðsþjónustu.