Fréttir

60 ára og eldri hittast fimmtudaginn 12. febrúar

islensk-kjotsupaFimmtudaginn 12. febrúar hittast 60 ára og eldri kl. 12.15 á skrifstofu Íslenska safnaðarins í Noregi í Pilestredet Park 20, í Osló.

Við hefjum stundina á kyrrðar- og bænastund, síðan borðum við hádegismat saman. Að þessu sinni verður boðið upp á íslenska kjötsúpu sem síðan er fylgt eftir með kaffi og konfekti. Arnar Michelsen, formaður sóknarnefndar íslenska safnaðarins í Noregi, ætlar að spjalla við okkur um samfélagsmiðla.

Við hlökkum til að sjá ykkur.

Ása Laufey og Osvald.

Hér má sjá dagsetningar fram í tímann: http://www.kirkjan.no/kirkjustarf/eldri-hopur/

Messa í Nordbergkirkju Osló, sunnudaginn 1. febrúar kl. 14.

februarmessaMessa verður sunnudaginn 1. febrúar kl.14 í Nordberg kirkju í Ósló. Sr. Jóhanna Sigmarsdóttir þjónar fyrir altari og Ása Laufey Sæmundsdóttir guðfræðingur og fræðslufulltrúi aðstoðar við helgihald ásamt fermingarbörnum. Ískórinn syngur að venju undir stjórn Gísla J. Grétarssonar. Organisti er Ole Johannes. Sunnudagaskólinn er á sínum stað á meðan á messu stendur og kirkjukaffi og spjall á eftir í umsjá Íslendingafélagsins í Ósló.

Verið hjartanlega velkomin til messu.

Leiksýningin Hafdís og Klemmi og leyndardómar háaloftsins á leið til Noregs

HafdisKlemmi_netutgafaLeiksýningin, Hafdís og Klemmi og leyndardómar háaloftsins, undir leikstjórn Þorleifs Einarssonar, er á leið til Noregs í boði Íslenska safnaðarins í Noregi. Hafdís og Klemmi eru skemmtilegir krakkar sem rata í ýmis ævintýri sem gaman er að fylgjast með.

Leiksýningin verður sýnd á eftirfarandi stöðum:

Kristiansand, laugardaginn 17. janúar kl. 16 í Hellemyr menighet, Bydalsveien 19, 4628 Kristiansand S

Osló, sunnudaginn 18. janúar kl. 14 í Nordberg kirkju ,Kringsjågrenda 1, 0861 Oslo

Bergen, laugardaginn 24. janúar kl. 14.30 í Fana Kulturhus i Nesttun, Østre Nesttunvegen 18

Stavanger, sunnudaginn 25. janúar kl. 14 í Høyland Meningsetshus, 4307 Sandnes.

Við hlökkum til að sjá  ykkur !

 

Hangikjötsveisla fyrir 60 ára og eldri 11. janúar

img_2612Sunnudaginn 11. janúar klukkan 16:00 verður árleg hangikjötsveisla fyrir 60 ára og eldri haldin á vegum Íslenska safnaðarins í Noregi. Að þessu sinni hittumst við í Antennaveien 40, Lambertseter Ósló. (Þar sem skötuveislan hefur verið áður)

Það má gera ráð fyrir góðri stemningu og boðið verður upp á íslenskt hangikjöt og viðeigandi meðlæti.

Allir 60 ára og eldri hjartanlega velkomnir.

Við hlökkum til að sjá ykkur,

Ása Laufey, Osvald og Einar.

Hátíðarmessa 2. jóladag í Nordbergkirkju í Ósló kl.14

imagesHátíðarmessa verður annann jóladag (26.desember) í Nordbergkirkju í Ósló kl. 14.  Ískórinn leiðir söng og messusvör undir stjórn Gísla J. Grétarssonar. Margrét Brynjarsdóttir syngur einsöng og Hjörleifur Valsson leikur á fiðlu. Minerva Hjörleifsdóttir 10 ára leikur á selló. Organisti er Ole Johannes Kosberg. Sunnudagaskólinn á sama tíma í umsjá Hrefnu og Heiðrúnar.  Sr. Arna Grétarsdóttir þjónar fyrir altari. Jólaball og kirkjukaffi eftir messuna í umsjá Íslendingafélagsins. Jólasveinn kemur í heimsókn með góðgæti frá Íslandi og dansað verður í kring um jólatréð.  Verið öll hjartanlega velkomin til jólahátíðar í kirkjunni.

Jólamessa í Drammen 13. desember

messa i drammenNæstkomandi laugardag ,13. desember, verður jólamessa í Åssiden kirkju í Drammen kl. 14. Sr. Arna Grétarsdóttir þjónar fyrir altari. Margrét Brynjarsdóttir syngur einsöng. Hjörleifur Valsson spilar á fiðluna. Ískórinnn leiðir sönginn undir stjórn Gísla J. Grétarssonar. Gróa Hreinsdóttir spilar á orgelið. Jólasunnudagaskóli er á sínum stað á meðan á messu stendur. Jólaball og kaffiveitingar í safnaðarheimilinu eftir messu.

Verið öll hjartanlega velkomin !

 

Unglingahittingur í Ólafíustofu Osló, 12. desember

Free-Wallpaper-Christmas-TreeUnglingahittingur í Ólafíustofu (Pilestredet Park 20) næstkomandi föstudag, 12. desember frá kl. 17:30-20:00.  Guðjón Andri, Ruth og Leópold ætla að halda uppi jólastemmningu á fundinum. Boðið verður upp á kakó og smákökur. Allir unglingar velkomnir.

Við hlökkum til að sjá ykkur í jólaskapi !

Upplestur á Aðventu eftir Gunnar Gunnarsson í Ólafíustofu 10. desember

bc3b3kaormur-ruth-8Miðvikudaginn 10. desember frá kl. 15:30-17:30 verður upplestur á Aðventu eftir Gunnar Gunnarsson í Ólafíustofu, Pilestredet Park 20 í Osló.

Aðventa kom út á íslensku árið 1939 og er ein vinsælasta bók Gunnars sem gefin hefur verið út á 10 tungumálum um víða veröld. Mörgum finnst sagan jafn ómissandi um jólin og jólaguðspjallið sjálft og lesa hana á hverju ári. Sagan segir frá hirðinum Benedikt sem leggur í ferð upp til fjalla á aðventunni í leit að kindum. Honum samferða eru bestu vinir hans, hundurinn Leó og hrúturinn Eitill. Ferð Benedikt er táknræn um ferð mannsins í þjónustu við lífið. Við hvetjum fólk til að kíkja við í Ólafíustofu og heyra þessa dásamlegu sögu. Við bjóðum upp á jólaglögg og smákökur.

Verið öll hjartanlega velkomin til okkar á aðventunni.

 

Helgihald hjá Íslenska söfnuðinum í Noregi á aðventunni

Christmas_churchÞrándheimur: 6. desember. Messa í Tempe kirkju kl. 13. Sr. Birgir Ásgeirsson þjónar fyrir altari. Sérstakur gestur verður Gunnar Þórðarsson sem spilar og syngur. Hjörleifur Valsson spilar á fiðluna. Kór Kjartans syngur. Messukaffi og jólaball.

Stavanger: 7. desember. Messa í Sunde kirkju kl. 14. Sr. Arna Grétarsdóttir þjónar fyrir altari. Gróa Hreinsdóttir organisti spilar undir. Margrét Brynjarsdóttir syngur. Jólasunnudagaskóli og jólaball.

Sandefjord: 7. desember. Margrét Ólöf Magnúsdóttir, djákni, sér um jólahelgistund og jólatrésskemmtun í Olavs kapellu kl. 13.

Bergen: 7. desember. Messa í Åsane kirkju kl. 14. Sr. Jón Dalbú Hróbjartsson þjónar fyrir altari. Sérstakur gestur verður Gunnar Þórðarsson sem spilar og syngur. Hjörleifur Valsson spilar á fiðluna. Sönghópurinn í Bergen syngur. Jólasunnudagaskóli og jólaball.

Drammen: 13. desember. Messa í Åssiden kirkju í kl. 14. Sr. Arna Grétarsdóttir þjónar fyrir altari. Hjörleifur Valsson spilar á fiðluna. Margrét Brynjarsdóttir syngur einsöng. Ískórinnn syngur og Gróa Hreinsdóttir spilar undir. Jólasunnudagaskóli á sama tíma. Jólaball og kaffiveitingar eftir messu.

Tromsø: 13. desember. Jólaguðsþjónusta í Elverhøy kirkju kl. 12. Jólaföndur og jólakaffi í safnaðarheimilinu á eftir. Ása Laufey Sæmundsdóttir leiðir guðsþjónustuna.

Álasund: 13. desember. Jólaguðsþjónusta í Volsdalen kirkju kl. 16. Sr. Þráinn Haraldsson þjónar fyrir altari. Jólasunnudagaskóli. ATH: Því miður hefur stundinni verið aflýst.

Kristiansand: 14. desember. Messa í Hellemyr kirkju kl. 14.  Sr. Arna Grétarsdóttir þjónar fyrir altari. Skírt verður í messunni. Ískórinn syngur. Sunnudagaskóli og jólaball.

Kristiansund: 21. desember. Jólasunnudagaskóli í Kirkeland kirkju (í kjallaranum) kl. 13. Sigurborg og Guðbjörg sjá um sunnudagaskólann.

Verið velkomin í kirkjuna á aðventunni !

Unglingahittingur í Sandefjord föstudaginn 21. nóvember

1799172_10152569386738068_7845078845178792060_oFöstudaginn 21. nóvember kl. 17 ætla unglingar á Vestfold-svæðinu að hittast í Olavs kapellu í Sandefjord. Þetta er fyrsti unglingafundurinn á þessu svæði og markmiðið er að unglingar á svæðinu kynnist og eigi skemmtilega stund saman.

Við hlökkum til að sjá ykkur !

Margrét Ólöf og Ingibjörg.