Jólakveðja

Kæru Íslendingar í Noregi! Við biðjum ykkur blessunar á heilagri jólahátið. Megi barnið í jötunni færa frið, mildi og kærleika inn í hjörtu ykkar og jólastjarnan lýsa upp líf og veru ykkar alla. Prestar, starfsfólk og sóknarnefnd  

Read More »

Hátíðarmessa annan jóladag í Nordberg kirkju Ósló kl. 14.

Hátíðarmessa verður annan jóladag (26.desember) kl.14 í Nordberg kirkju í Ósló. Sr. Ragnheiður Karítas leiðir stundina. Ískórinn leiðir sálmasöng og hátíðarmessutón undir stjórn Gísla J. Grétarssonar. Hjörleifur Valsson leikur á fiðlu. Organisti verður Ole Johannes Kosberg. Kirkjukaffi og jólaball eftir messu í umsjá Íslendingafélagsins.  Dansað í kringum jólatré, sungið og leikið. Glaðningur fyrir yngstu kynslóðina. Verið […]

Read More »

Jólamessa og jólaball í Þrándheimi 18. desember kl. 14

Jólamessa verður haldin næstkomandi sunnudag, 18. desember í Bakke kirkju í Þrándheimi kl. 14. Sr. Birgir Ásgeirsson leiðir stundina og Hjörleifur Valsson leiðir tónlistina ásamt kór Kjartans. Sunnudagaskólinn verður á sínum stað undir messunni. Jólamessukaffi og jólaball eftir messuna í samkomuhúsi Bakke kirkju. Það verður glaðningur  í boði fyrir börnin og vonandi fáum við einhverja […]

Read More »

Jólaguðsþjónusta í Hellemyr kirkju í Kristiansand 18. desember kl. 14.

Jólamessa og jólatrésskmmtun í Hellemyr kirkju í Kristiansand (Bydalsveien 19, 4628 Kristiansand S) 4.sunnudag í aðventu 18. desember kl.14. Sr. Ragnheiður Karítas Pétursdóttir leiðir stundina. Margrét Ólöf Magnúsdóttur, djákni hefur umsjón með sunnudagaskólanum. Fermingarbörnin kveikja á kertum aðventukransins og aðstoða við helgihaldið. Ian Richards spilar á orgelið og Kristín Magdalena Ágústsdóttir syngur einsöng. Jólatrésskemmtun verður á sínum […]

Read More »

Aðventumessa í Sunde kirkju í Stavanger 11. desember kl. 14.

Sunnudaginn 11. desember, sem er þriðji sunnudagur í aðventu, verður aðventumessa í Sunde kirkju (Mjughøyden 9, 4048) Hafrsfjord/Stavanger, kl. 14.  Stundina leiðir sr. Ragnheiður Karítas Pétursdóttir sóknarprestur Íslenska safnaðarins í Noregi. Einsöngvari er Katrín Ósk Óskarsdóttir. Organisti er Vidar Vikøren. Fermingarbörnin sjá um að kveikja á aðventukransinum og aðstoða við helgihaldið. Sunnudagaskólinn verður á sínum stað í umsjón Þórunnar Ágústu […]

Read More »

Aðventumessa í Tangen kirkju 9. desember kl. 14.

Aðventumessa verður í  Tangen kirkju Kirkebakken 1, Drammen, laugardaginn 9 desember kl.14. Sr. Lilja Kristin Þorsteinsdóttir leiðir stundina. Ískórinn syngur og leiðir sálma- og messusöng undir stjórn Gísla J. Grétarssonar.  Organisti og undirleikari er Gróa Hreinsdóttir. Kveikt verður á aðventukransinum og haft ofan af fyrir börnunum á meðan á messu stendur Jólaball í umsjón Íslendingafélagsins í Drammen verður á sínum stað […]

Read More »