Fréttir

Aðventuhátíð í Nordberg kirkju 30. nóvember

AdventSunnudaginn 30. nóvember kl. 14:00 verður haldin aðventuhátíð í Nordberg kirkju Osló. (Kringsjågrenda 1, 0861 Oslo) Sérstakir gestir okkar í ár verða Gunnar Þórðarsson sem spilar og syngur og Hr. Karl Sigurbjörnsson, fyrrverandi biskup Íslands, sem flytur hátíðarræðu. Hjörleifur Valsson mun spila á fiðluna og Ískórinn syngur fyrir hátíðargesti. Organisti er Ole Johannes Kosberg. Sunnudagaskólaleiðtogar verða með barnahorn í anddyrinu þar sem verður föndrað jólaföndur. Í lok hátíðar verður boðið upp á kaffi og kökur sem Íslendingafélagið í Osló hefur umsjón með fyrir hönd safnaðarins.

Verið öll hjartanlega velkomin.

Unglingahittingur í Osló, föstudaginn 14. nóvember

imagesB7D4JNN2

Unglingahittingur í Osló næsta föstudag, 14. nóvember, frá kl. 17.30-20:00. Nú er skammdegið komið með tilheyrandi myrkri svo það er tilvalið að spila varúlf og fara í leiki. 

Við hittumst í Ólafíustofu, Pilestredet Park 20 í Osló.

Við hvetjum fermingarbörn til að mæta og minnum einnig á facebooksíðu unglingastarfsins

“Æskulýðshópur Íslenska safnaðarins í Noregi” en þar er hægt að fylgjast með því sem er að gerast í unglingastarfinu hjá okkur. En við erum með virkt æskulýðsstarf á fleiri stöðum á landinu.

Hlökkum til að sjá ykkur, Ása Laufey, Guðjón, Ruth og Leó.

60 ára og eldri hittast fimmtudaginn 13. nóvember

10408794_10152162744796962_7667478683478588047_nFimmtudaginn 13. nóvember hittast 60 ára og eldri kl. 12.15 á skrifstofu Íslenska safnaðarins í Noregi í Pilestredet Park 20, í Osló.

Við hefjum stundina á kyrrðar- og bænastund. Við borðum saman hádegisverð og fáum okkur kaffi og konfekt á meðan við spjöllum og eigum góða stund saman.

Við hlökkum til að sjá ykkur.

Ása Laufey, Osvald og Einar.

 

Hér má sjá dagsetningar fram í tímann: http://www.kirkjan.no/kirkjustarf/eldri-hopur/

 

 

Málþing og tónleikar í tilefni af 400 ára afmæli Hallgríms Péturssonar

Laugardaginn 1Hallgrimur_petursson5. nóvember frá kl. 9.30-17, verður málþing og tónleikar í Norges musikkhøgskole (Auditoriet i 2. hus), í tilefni af 400 ára afmæli Hallgríms Péturssonar.

 

Ævi Hallgríms var á margan hátt óvenjuleg en ljóð hans og sálmar eiga sér djúpar rætur í sögu og menningu Íslendinga.

Dagskráin er fjölbreytt og skemmtileg og við hvetjum alla til að kynna sér hana nánar:

http://nmh.no/arrangementer/seminar-og-konsert-om-hallgrimur-petursson–islands-nasjonalskald

Athugið að skráningarfrestur er til 10. nóvember.

 

 

Starfskraftur í ræstingar

Þjóðkirkjan_-_merkiÓskum eftir starfskrafti til að sjá um þrif í Ólafíustofu. Um er að ræða 6 tíma á viku sem unnir eru á þriðjudögum og föstudögum. Upplýsingar í síma 22360140 og 40074099 á skrifstofustíma. Leitum eftir starfskrafti sem er vanur þrifum og hefur frumkvæði. Þarf að geta byrjað sem fyrst. Umsóknarfrestur er til 30.október. Umsóknir sendist til starfsmanns á skrifstofu safnaðarins. E-póstur:  starfsmað[email protected]

Allra heilagra messa – minning látinna á sunnudaginn í Nordberg kirkju kl.14

solAllra heilagra messa verður sunnudaginn 2. nóvember kl.14 í Nordberg kirkju í Ósló. Sr. Arna Grétarsdóttir þjónar fyrir altari og Ása Laufey Sæmundsdóttir guðfræðingur og fræðslufulltrúi aðstoðar við helgihald ásamt fermingarbörnum og messuþjónum. Messuþjónar eru Osvald Kratch og Elsa Þórðardóttir. Ískórinn syngur að venju undir stjórn Gísla J. Grétarssonar.

Organisti er Ole Johannes.

Altarisganga og minningarljós tendruð.

Sérstaklega verður þeirra minnst sem látist hafa á s.l ári og söfnuðurinn hefur beðið fyrir á árinu.

Sunnudagaskólinn er á sínum stað á meðan á messu stendur og kaffi á eftir í umsjá Íslendingafélagsins í Ósló.

Verið hjartanlega velkomin til messu.

In memoriam – Minningardagur um Ólafíu Jóhannsdóttur 22. október

Olafia frimerkiMiðvikudaginn 22. október n.k. sér listanefnd íslenska safnaðarins í Noregi um dagskrá í Ólafíustofu á milli kl 19:00 og 21:00. Sr. Arna Grétarsdóttir verður með hugvekju í upphafi dagsskrár ásamt Ásu Laufeyju færðslufulltrúa. Unglingarnir í Æskulýðsstarfinu aðstoða við stundina. Ólafía var merk kona sem vann fórnfúst starf á strætum Óslóborgar og hjálpaði vændiskonum, áfengissjúkum og fátækum. Ískórinn syngur nokkur lög undir stjórn Gísla J. Grétarssonar og heimildarmynd um Ólafíu Jóhannsdóttur og Íslenska söfnuðinn í Noregi verður frumsýnd. Þáttargerðarmenn voru Guðni Ölversson og Viðar Hákon Gíslason. Boðið verður uppá kaffi og kleinur.
Verið hjartanlega velkomin!

Tónleikar í Uranienborg kirkju 10. október kl. 19

uranienborg kirkjaBjörn Steinar Sólbergsson organisti við Hallgrímskirkju í Reykjavík kemur fram á tónleikum í Uranienborg kirkju í Ósló, föstudaginn 10. október kl. 19.  Aðgangseyrir er 100 kr.

Sjá nánari upplýsingar um tónleikana;

http://uranienborgkirke.no/artikkel/article/846891

 

60 ára og eldri hittast í Ólafíustofu

50480989_a229253989_mVið ætlum að hittast n.k. fimmtudag, 9. október kl. 12:15. Við  hefjum stundina á kyrrðar- og bænastund.

Eftir það borðum við saman hádegisverð og fáum okkur kaffi og köku.

Við hittumst á skrifstofu íslenska safnaðarins í Pilestredet Park 20 í Ósló.

Allir 60 ára og eldri hjartanlega velkomnir.

Ása Laufey, Osvald og Einar.

Guðsþjónusta 5.október í Nordberg kirkju kl.14

MessaSameiginleg guðsþjónusta íslenska safnaðarins í Noregi og Nordberg safnaðar verður sunnudaginn 5. október n.k kl.14.  Prestar safnaðanna sr. Egil Stray Nordberg og sr. Arna Grétarsdóttir munu leiða guðsþjónustuna ásamt messuþjónum.  Messan fer fram á íslensku og norsku og sungnir verða sálmar á báðum tungumálum.

Ískórinn mun syngja að venju undir stjórn Gísla J. Grétarssonar og organisti er Ole Johannes.

Sunnudagaskólinn verður á sínum stað með fræðslu, fjör og leiki fyrir börnin í umsjá Ásu Laufeyjar, Heiðrúnar og Hrefnu.

Íslendingafélagið sér um veglegt kirkjukaffi og spjall á eftir í safnaðarheimilinu.

Tekið verður sérstaklega á móti nýjum fermingarbörnum á Óslóarsvæðinu, þau boðin velkomin til þjónustu.  Þau mæti kl.13.30.

Verið hjartanlega velkomin.