Sálgæsla

kvinn_bonnedag_2012_373Prestar safnaðarins sinna sálgæslu meðal Íslendinga í Noregi.

Það getur verið gott að leita til þriðja aðila með mál sem glímt er við í lífinu svo sem sorg og missi eða önnur áföll. Einmanaleiki, tómleiki, tilgangsleysi geta verið merki um þörf fyrir andlega leiðsögn sem prestur getur veitt.

Spurningar um trú og efa, trú og tilfinningar, fyrirgefningu, sekt og skömm, von, guðsmynd og gildi manneskjunnar eru einnig temu sem gott er að ræða á opinn og einlægan hátt.

Hjóna- og fjölskyldumál ásamt sjálfstyrkjandi samtölum eiga einnig heima í sálgæsluviðtölum.

Óskir um samtöl má senda á sóknarprest safnaðarins, [email protected] Að venju fara samtölin að mestu fram á skrifstofu safnaðarins eða í gegnum síma. 

 

Prestar sem og aðrir starfsmenn safnaðarins eru bundnir þagnarskyldu að því marki sem lög leyfa.