Íslenski söfnuðurinn í Noregi > Þjónusta > Ferming

Ferming

Ferming + Ìsland 2010 086Fermingarfræðsla fyrir veturinn 2016-2017 er hafin.  Hafið samband við presta safnaðarins með fyrirspurnir varðandi fermingu og fermingarfræðslu.

Mikilvægt er að taka frá dagsetningar fyrir fermingarfræðsluna.

Fermingarnámskeið verður 7.-9. október 2016

Önnur fræðsla verður auglýst síðar og er skipulögð eftir búsetudreifingu barnanna. Þau eiga einnig að mæta í messur.

Vornámskeið fermingarfræðslunnar markar lok fræðslunnar og gert er ráð fyrir að þau börn sem hafa fermst fyrir þann tíma mæti einnig á námskeiðið.

Fermingardagar fyrir 2017 á vegum íslensku kirkjunnar í Noregi:

Sunnudaginn 2. júlí kl. 11 í Seltjarnarneskirkju á Íslandi.

Sunnudaginn 21.mai kl.14 í Bugarden kirkju, Sandefjord

Mánudaginn 5. júní (annar í hvítasunnu) í Osló. Nordberg kirkja kl. 14.

Aðrar dagsetningar og staðsetningar í Noregi eftir samkomulagi við presta íslensku kirkjunnar.

 

Fermingarfræðsla Íslenska safnaðarins í Noregi er að mörgu leiti ólík sóknarbundinni fermingarfræðslu. Börnin eiga heima vítt og breitt um Noreg og því er megin þungi fræðslunnar á tveimur helgum ásamt þátttöku í messum.

Uppbygging fermingarfræðslunnar

Fermingarfræðslan er að mestu byggð upp á tveimur helgarnámskeiðum í september og maí ár hvert. Lesin er bókin “Con Dios” ásamt völdum verkefnum sem prestar senda yfir veturinn. Lögð er áhersla á sjálfsnám með aðstoð foreldra.  Nýja testamentið  verður rannsakað og verkefni unnin. Kirkjulykillinn (lítil bók) er notuð til að kynnast messunni. Einnig eru fermingarbörnin hvött til að nota síðuna: www.fermingarfræðsla.is lykilorð til að komast inn á síðuna er sent til foreldra fermingarbarna í upphafi fermingarfræðslunnar að hausti en annars er hægt að hafa samband við presta safnaðarins til að nálgast það. Hvatt er til þess að börnin mæti í messur hjá Norsku kirkjunni og skyldumæting er þegar íslensk guðsþjónusta er í boði. Áhersla verður lögð á upplifunarþátt fræðslunnar með bæn og íhugun. Rík áhersla verður einnig á samtal og umræður, leik og gleði.

Markmiðið er að fermingarbörnunum líði vel í notalegum hópi vina og fái svör við þeim spurningum sem hvílir á þeim og að þau læri helstu atriði kristinnar kenningar. Einnig að þau viti í lok fræðslu hvað felst í því að vera “kristin manneskja” í síbreytilegum heimi.
Námsefni: Con Dios, kirkjulykillinn og Biblían, (Kennslubækurnar eru gjöf frá söfnuðinum)

Þetta þarf að gera:
Þátttaka í fermingarnámskeiði i september.
Aðstoða 2x í messu og mæta eins oft og aðstæður leyfa, einnig í norsku kirkjuna á sínu heimasvæði
Fræðslustundir með presti ef við á – Skipulagt eftir búsetu barnanna
Læra utan að Trúarjátningu og Faðir vor.. ásamt fleiri bænum og versum á bls. 94 og 95 í Con Dios.
Velja sér ritningarvers fyrir fermingardaginn
Skrá sig á fermingardag í samráði við prest.

Fermingarferðalög til Åh stiftgård í Svíþjóð eru að mestu greidd af söfnuðinum. en tekið er 300 nkr. fyrir hvora ferð sem greiða á inn á reikning safnaðarins.  Sama gjald óháð búsetu barnanna!

Allar nánari upplýsingar fást á skrifstofu safnaðarins.

Prestar safnaðarins hafa umsjón með fermingarfræðslunni og skipulagi henni tengdri.

__________________________________________

Kennsluáætlun.

Námsefni til grundvallar: Nýja testamentið, Con Dios (Með Guði)  og verkefnablöð

 

Fermingarnámskeið 7.-9. október 2016.

1. Meira en það sem við sjáum

2. Hver? Ég?

3. Jesús leiðtogi og fyrirmynd

4. Biblían

5. Boðorðin

6. Bænin

7. Trú og efi

8. Guð

                                                          

Í vetur

 1. Verkefnaskil:

2. Trúarstef í kvikmyndum. Avatar og Pay it forward.

3. Kærleiksþjónusta – skila til foreldra.

4. Aðstoð í messum.

 

Fermingarnámskeið 5.5-7.5 2017 

  1. 1.     Um dauðann og sorgina
  2. 2.     Fyrirgefning
  3. 3.     Barátta milli Guðs og hins illa
  4. 4.     Kærastar og kærustur
  5. 5.     Kanntu þetta? (stutt munnleg könnun)
  6. 6.     Hvers vegna er krossinn tákn kærleikans?

 

Stutt og einföld könnun í lok námskeiðsins í maí.