60 ára og eldri hittast fimmtudaginn 11. febrúar í Ólafíustofu

februar 60 ára og eldriNæstkomandi fimmtudag, 11. febrúar, hittast 60 ára og eldri á skrifstofu Íslenska safnaðarins í Noregi, Pilestredet Park 20, í Ósló.

Við hefjum stundina á stuttri kyrrðarstund kl. 12:15 sem sr. Ása Laufey Sæmundsdóttir leiðir, síðan borðum við hádegismat saman. Að þessu sinni verður boðið upp á saltkjöt og baunir í tilefni föstunnar. Eftir hádegisverðinn verður boðið upp á kaffi og meðlæti, á meðan mun Fríða Gunnarsdóttir, audiopedagog og fv. framkvæmdastjóri Heyrnahjálpar kynna stuttlega heyrnaskerðingu, tæknilegar lausnir og aðgengismál.

Við hlökkum til að sjá ykkur !

Samnorræn messa í sænsku Margareta kirkjunni

images-2 Samnorræn messa verður í Margareta kirkjunni í Ósló sunnudaginn 7. febrúar kl.11. (Hammersborg Torg 8B, 0179 Oslo) Íslenski, sænski og finnski söfnuðurnir í Noregi standa saman að þessari messu sem fer fram á íslensku, sænsku, finnsku og norsku. Ískórinn mun syngja fallega íslenska sálma undir stjórn Gísla J. Grétarssonar. Prestarnir sr. Arna Grétarsdóttir, sr. Per Andres Sandgren, sr. Anssi Elenius og sr.Morthen Dafinn Sørlie munu leiða messuna. Sr. Anssi Elenius predikar á finnsku og verður predikuninni varpað á vegg í norskri þýðingu.  Sunnudagaskólinn verður á sama tíma og munu leiðtogar Íslenska safnaðarins  hafa umsjón með honum.

Kaffi og spjall á eftir í safnaðarheimili kirkjunnar eftir messuna.

Athugið messutímann kl.11.

Verið hjartanlega velkomin!

Messa í Nordberg kirkju 24. janúar með Ómari Diðrikssyni. Örþing um tónlistarmál safnaðarins á eftir.

MusikMessa verður í Nordberg kirkju sunnudaginn 24. janúar kl.14.  Ómar Diðriksson mun syngja nokkur af sínum hjartnæmu lögum ásamst Ískórnum og Hjörleifi Valssyni. Stjórnandi Ískórsins er Gísli J. Grétarsson og organisti er Ole Johannes Kosberg. Sr. Ása Laufey Sæmundsdóttir predikar og þjónar fyrir altari.

Sunnudagaskólinn verður á sínum stað og kirkjukaffi í umsjá Íslendinafélagsins.

Örþing um tónlistarstefnu safnaðarins verður í kirkjukaffinu. Margrét Bóasdóttir söngmálastjóri þjóðkirkjunnar verður með stutt innlegg og 3 mínútna innlegg hafa Hjörleifur Valsson og sr. Ása Laufey Sæmundsdóttir.   Opin umræða um tónlistarmál í 30 mínútur.  Öll þau sem hafa skoðanir, hugmyndir og uppbyggjandi tillögur er varða tónlistarmálin okkar eru hvött til að taka virkan þátt.

Fundarstjóri sr. Arna Grétarsdóttir.

 

Verið hjartanlega velkomin til messu og örþings!

Hjóna- og paranámskeið 5. mars n.k.

images-1Hjóna- og paranámskeið verður haldið í Ólafíustofu þann 5.mars n.k. kl.15.

Farið verður í samskipti sem efla ást og vináttu og kennd verða fimm tungumál kærleikans.

Námskeiðið endar á kærleikskvöldi þar sem valin hjón segja frá reynslu sinni og farið verður út að borða á veitingarstað. Eins er hægt að hafa samband við skrifstofu varðandi ódýra hótelgistingu. Einnig minnum við á hjóna- og paramessuna sem verður á sunnudeginum kl.14 í Nordberg kirkju.

Kostnaður við námskeiðið er greiðsla á kvöldverði og hótelgistingu sem hjónin sjá sjálf um. Námskeiðið sjálft er í boði safnaðarins. Látið vita við skráningu hvort farið er út að borða.

Leiðbeinendur á námskeiði eru sr. Arna Grétarsdóttir og Eygló Sigmundsdóttir sálfræðingur.

Fjöldi þátttakenda takmarkast við 7 pör. Skráið ykkur sem fyrst!

Skráningu og fyrirspurnir skal senda á prestur@kirkjan.no

Hin árlega hangikjötsveisla 60 ára og eldri, 14. janúar kl. 12

hangikjotsveislaFimmtudaginn 14. janúar klukkan 12:00 verður árleg hangikjötsveisla fyrir 60 ára og eldri haldin í Ólafíustofu, Pilestredet Park 20, á vegum Íslenska safnaðarins í Noregi.

Það má gera ráð fyrir góðri stemningu og boðið verður upp á íslenskt hangikjöt og viðeigandi meðlæti.

Allir 60 ára og eldri hjartanlega velkomnir.

Við hlökkum til að sjá ykkur,

Ása Laufey, Osvald og Rebekka

Við biðjum ykkur blessunar á heilagri jólahátíð

Christmas_churchKæru Íslendingar í Noregi!

Við biðjum ykkur blessunar á heilagri jólahátið.

Megi barnið í jötunni færa  frið, mildi og kærleika inn í hjörtu ykkar og jólastjarnan lýsa upp líf og veru ykkar alla.

Prestar, starfsfólk og sóknarnefnd

Hátíðarmessa annan jóladag í Nordberg kirkju Ósló kl. 14.

imagesHátíðarmessa verður annan jóladag (26.desember) kl.14 í Nordberg kirkju í Ósló. Margrét Brynjarsdóttir syngur einsöng og Ískórinn leiðir sálmasöng og hátíðarmessutón undir stjórn Gísla J. Grétarssonar. Hjörleifur Valsson leikur á fiðlu. Organisti verður Ole Johannes Kosberg.

Sunnudagaskólinn fyrir yngstu börnin verður á sínum stað á meðan á messu stendur i umsjá Ruthar og Leopolds.

Kirkjukaffi og jólaball eftir messu í umsjá Íslendingafélagsins.  Dansað í kringum jólatré, sungið og leikið.  Heyrst hefur að jólasveininn komi með íslenskt jólagotterí í poka.

Verið hjartanlega velkomin til hátíðarstundar.

Jólamessa í Sunde kirkju í Stavanger, sunnudaginn 13. desember kl. 14

3rd-adventSunnudaginn 13. desember, sem er þriðju sunnudagur í aðventu, verður jólamessa í Sunde kirkju (Mjughøyden 9, 4048)Hafrsfjord/Stavanger, kl. 14. 

Listanefnd Íslenska safnaðarins í Noregi hefur í samstarfi við Sönghópinn í Bergen sett saman metnaðarfulla dagskrá með stórsöngvaranum Rúnari Þór Guðmundssyni. Tanja Johansen mun sjá um undirleik.

Að lokinni messu verður jólatrésskemmtun í umsjón Íslenska Norska félagsins í Rogalandi og Ryfylke. Sönghópurinn í Bergen mun syngja nokkur lög og að vanda verður gengið í kringum jólatréð.

Fólk er beðið um að koma með á kaffihlaðborðið ef það hefur tök á því.

Verið hjartanlega velkomin!

Jólamessa í Hellemyr kirkju í Kristiansand 13. des. kl.14.

jola2Jólamessa og jólaball í Hellemyr kirkju í Kristiansand (Bydalsveien 19, 4628 Kristiansand S) 3.sunnudag í aðventu 13. desember kl.14.

Ómar Diðriksson hið ástasæla söngvaskáld og Hjörleifur Valsson fiðluleikari flytja fallegar perlur og leiða alla tónlist og sálmasöng í messunni.  Messan verður í léttari kantinum og hún sniðin að börnum og fullorðnum.

Hallfríður Jóhannsdóttir (Hadda) sem er safnaðarfulltrúi og tengiliður safnaðarins hefur umsjón með jólaballi og kaffiveitingum.

Dansað í kring um jólatré með Ómari og Hjörleifi.

Heyrst hefur að jólasveinninn hafi íslenskt gotterí í poka handa börnunum.

Verið hjartanlega velkomin.

Jólamessa í Åssiden kirkju í Drammen laugardaginn 12. des. kl.14

jolamessa kristiansandJólamessa og jólaball verður í Åssiden kirkju í Drammen (Åkerveien 2, 3024 Drammen) laugardaginn 12. desember kl.14.

Ómar Diðriksson hið ástsæla söngvaskáld og Hjörleifur Valsson fiðluleikari flytja fallegar perlur í messunni. Ískórinn syngur og leiðir sálma- og messusöng undir stjórn Gísla J. Grétarssonar.  Organisti og undirleikari er Gróa Hreinsdóttir.

Fermingarbörn aðstoða við messuhaldið.

Sunnudagaskólinn verður á sínum stað að venju á meðan á messu stendur.

Jólaball og kirkjukaffi í umsjá tengiliðarins og safnaðarfulltrúans Margrétar Finnbogadóttur. Heyrst hefur að jólasveinninn hafi íslenskt gotterí í poka.

Verið hjartanlega velkomin til kirkju.