Vorhátíð sunnudagaskólans í Stavanger og messa, 29. maí kl. 14

hinna kirkjaSíðasti sunnudagaskólinn í Stavanger verður næstkomandi sunnudag, 29. maí kl. 14, í Hinna kirkju, (Gamleveien, 4020 Stavanger). Á sama tíma verður messa í kirkjunni, prestur er sr. Ása Laufey Sæmundsdóttir. Fermt verður í messunni. Sönghópurinn í Bergen leiðir sönginn undir stjórn Tönju Jóhansen.  Íslendingafélagið í Stavanger sér um kaffiveitingar Á eftir verður síðan vorhátíð sunnudagaskólans þar sem verður grillað og farið í ratleik.

Messa annan hvítasunnudag kl.14 í Nordberg kirkju

Ferming + Ìsland 2010 086Á annan hvítasunnudag (16.maí) er messa í Nordberg kirkju í Oslo  kl.14. Fermt verður í messunni. Ískórinn syngur undir stjórn Gísla J. Grétarssonar. Hjörleifur Valsson leikur á fiðlu og Ole Johannes Kosberg er organisti.  Prestar safnaðarins sr. Ása Laufey Sæmundsdóttir og sr. Arna Grétarsdóttir þjóna. Kirkjukaffi er í umsjá Íslendingafélagsins í Ósló. Sunnudagaskólinn á sínum stað.

Verið öll hjartanlega velkomin til kirkju á hátíð heilags anda.

Ískórinn færði Ólafíusjóði gjöf á aðalfundi safnaðarins

solKóramót var haldið nú í apríl þar sem íslensku kórarnir sem starfandi eru í Noregi komu saman til æfinga og tónleikahalds. Aðgangseyri tónleikanna rann til Ólafíusjóðs Íslenska safnaðarins í Noregi og afhenti Þorbjörg Guðmundsdóttir formaður Ískórsins styrkinn á aðalfundi safnaðarins sem haldinn var 24. apríl s.l. Dr. Sigríður Dúna Kristmundsdóttir formaður sjóðsstjórnar tók við styrknum og þakkaði af alhug fyrir rausnalega gjöf og velvild í garð þeirra sem á aðstoð þurfa að halda á erfiðum tímum.

Náungakærleikur og hjartagæska er hverju hjálparstarfi mikilvægt.

Drottinn elskar glaðann gjafara!

Vorferð 60 ára og eldri 12. maí

Nú fer að líða10419632_346150072205198_5259464046047729266_n að lokum vetrarstarfsins hjá 60 ára og eldri. Að því tilefni verður farið í skemmtilega vorferð. Áætlun ferðar:

Farið frá Ólafíustofu stundvíslega kl 10:00, fimmtudaginn 12. maí, þaðan sem ekið verður upp í Íslendingahúsið í Norefjell. Þar borðum við léttan hádegisverð, spjöllum og syngjum saman og skoðum nærumhverfi. Á leiðinni tilbaka stoppum við stutt við Villa Fridheim, sem er gömul ævintýrahöll á lítilli eyju (landfest með brú), við Noresund. Þaðan er haldið að „den gamle mester“ sem er mörg hundruð ára gömul eik (með sína sögu) sem var friðuð 1914 en hún stendur við Bjertnes prestegård við Noresund. Síðan höldum við leið okkar áfram tilbaka til Hönefoss og gerum ráð fyrir að vera þar laust fyrir klukkan fjögur þar sem við borðum saman kvöldmat í huggulegu umhverfi. Eigi síðar en 17.30 erum við komin í rútuna og ökum rakleitt til Ólafíustofu og áætlum að vera komin þangað uppúr kl. 18.

20121122-villa-fridheimninadjærff1Áhugasamir mega endilega skrá sig á netfangið fraedsla@kirkjan.no ef einhver er með sérstakt mataróþol eða ofnæmi þá má endilega láta vita af því.

Við hlökkum til að sjá ykkur sem flest ! Ása Laufey, Osvald, Snorri og Fríða.

 

Íhugunarguðsþjónusta og aðalfundur sunnudaginn 24. apríl kl.14

Allra heilagraÍhugunarguðsþjónusta eða Taize messa verður í Nordberg kirkju í Ósló sunnudaginn 24.apríl kl.14.  Sungnir verða einfaldir og rólegir sálmar. Ískórinn leiðir sálmasöng undir stjórn Gísla Jóhanns Grétarssonar og Hjörleifur Valsson leikur á fiðlu. Ole Johannes Kosberg situr við orgelið. Sr. Arna Grétarsdóttir predikar og leiðir helgihald. Fermingarbörnin aðstoða við helgihaldið. Kirkjukaffi að venju og hefðbundin aðalfundarstörf hefjast eftir messu. (sjá auglýsingu um aðalfundarstörf) Sunnudagaskólinn verður á sínum stað í umsjá sr. Ásu Laufeyjar Sæmundsdóttur. Verið hjartanlega velkomin til kirkju.

Hjálparstarfi kirkjunnar færðu styrkur úr Ólafíusjóði

Kristján og Bjarni í april 2016bSafnaðarstjórn ákvað á fundi sínum í mars að veita aukafjárveitingu að upphæð 30.000 nkr. inn í Ólafíusjóðinn til styrkatar Hjálparstarfi kirkjunnar.  Kristján Daðason sem situr í stjórn Ólafíusjóðs afhenti styrkinn fyrir hönd Ólafíusjóðs Íslenska safnaðarins í Noregi til Hjálparstarfs kirkjunnar. Bjarna Gíslasyni framkvæmdarstjóra Hjálparstarfs kirkjunnar tók á móti styrknum með þakklæti.  Það er von og okkar og vissa að styrkur þessi muni koma sér vel í því mikilvæga starfi sem hjálparstarfið vinnur meðal þeirra sem þiggja þurfa aðstoð. Versið góða úr Kórintubréfinu á vel við er við glöð í hjarta færum löndum okkar og trúsystkinum af gnægtum okkar hér í Íslenska söfnuðinum í Noregi.

„Sérhver gefi eins og hann hefur ásett sér í hjarta sínu, ekki með ólund eða með nauðung, því að Guð elskar glaðan gjafara“ (1.Kór.9.7b)

Aðalfundur 24. apríl n.k í Nordberg kirkju

empowered-womenAðalsafnaðarfundur verður haldinn þann 24. apríl n.k í Nordberg kirkju.

Messa hefst kl.14 og er fundurinn í safnaðarheimilinu strax á eftir. Boðað hefur verið til fundarins í fréttabréfi safnaðarins og í messum.

Dagskrá aðalsafnaðarfundar samkvæmt lögum safnaðarins:

a. Formaður kannar hvort til fundar sé löglega boðað
b. Kosning fundarstjóra og fundarritara
c .Skýrsla formanns
d. Stefna stjórnar
e. Skýrsla sóknarprests
f. Fjárhagsáætlun og ársreikningar lagðir fram
g. Kosning í safnaðarstjórn og varastjórn
h.Tillögur
i. Kosning í kjörnefnd og aðrar nefndir
j. Önnur mál

Um aðalsafnaðarfund segir m.a í 2.gr. laga safnaðarins:

Aðalsafnaðarfundur fer með ákvörðunarvald safnaðarins í málum þeim sem undir fundinn heyra samkvæmt lögum eða lögmætum ákvörðunum.
Aðalsafnaðarfundur er vettvangur starfsskila og reiknisskila af hendi stjórnar safnaðarins og einstakra nefnda á vegum safnaðarins. Þar skulu rædd málefni safnaðarins, þar á meðal þau mál sem lögmælt er að undir fundinn séu borin.
Aðalsafnaðarfund skal að jafnaði halda fyrir maí lok. Til hans skal boðað með fjögurra vikna fyrivara. Aðra safnaðarfundi skal halda ef meirihluti stjórnar safnaðarins óskar þess, eða 150 safnaðarmanna sem atkvæðisrétt hafa á safnaðarfundum.

Tillögur til aðalfundar skulu berast safnaðarstjórn fyrir 1. mars ár hvert.

Safnaðarmenn njóta kosningarréttar og kjörgengis á safnaðarfundum þegar þeir eru fullra sextán ára.
Lagabreytingatillögur voru lagðar fyrir aðalfund 2015 og samþykktar. Skulu þær lögum samkvæmt staðfestar á aðalfundi 2016.
Ekki er kosið í safnaðarstjórn í ár. Kosið verður í listanefnd.
Fundargögn liggja frammi í Ólafíustofu.

60 ára og eldri hittast fimmtudaginn 7. apríl í Ólafíustofu

4-april-daisies60 ára og eldri hittast næstkomandi fimmtudag, 7. apríl í Ólafíustofu, Pilestredet Park 20, Osló.

Stundin hefst kl. 12:15 á kyrrðarstund sem sr. Arna Grétarsdóttir leiðir, síðan borðum við saman léttan hádegisverð sem Áslaug Thomsen og Osvald Kratch reiða fram ásamt kaffi og meðlæti eftir hádegsverðinn.

Veriði velkomin í Ólafíustofu, við hlökkum til að sjá ykkur !

Alþjóðleg messa í Nordberg kirkju í Osló 3. apríl kl. 11

Nordberg_kirke_Oslo_01Næstkomandi sunnudag, 3. apríl kl. 11, verður alþjóðleg messa í Nordberg kirkju (Kringsjågrenda 1) í Osló.

Messan fer aðallega fram á ensku og norsku en einnig má heyra swahílí, oromo, kínversku, íslensku, ungversku og portúgölsku.

Sóknarprestur Nordberg kirkju, Kristin Stang Meløe leiðir stundina. Sr. Ása Laufey Sæmundsdóttir aðstoðar við helgihaldið.

Eftir messuna verður boðið upp á kaffi í safnaðarheimilinu með alþjóðlegu kaffimeðlæti.

Verið hjartanlega velkomin í Nordberg kirkju.

Fjölskylduguðsþjónusta í Fredrikstad

IMG_0198Fjölskylduguðsþjónusta í Fredrikstad sunnudaginn 3.apríl kl.14. (Østre Fredrikstad kirke, Kirkegaten 25, 1632 Gamle Fredrikstad).

Margrét og Helma leiða stundina ásamt sr. Örnu Grétarsdóttur. Sungið, leikið og hlustað á biblíusögu. Mars og apríl afmælisbörnin fá söng og gjöf. Kaffihressing og spjall eftir stundina að venju. Verið hjartanlega velkomin