Kyrrðar og íhugunarstund alla fimmtudaga í Ólafíustofu

taizeAlla fimmtudaga er stutt helgistund í kapellu Ólafíustofu (Pilestredet Park 20, 0176 Oslo)  kl.12.15. Stundin inniheldur, slökun, lestra, bænir og söng og tekur um 20 mínútur. Prestar safnaðarins skiptast á að leiða stundina.

Prestar taka við fyrirbænarefnum fyrir stundina.

Verið hjartanlega velkomin.

Messa í Nordberg kirkju annan hvítasunnudag

Ferming + Ìsland 2010 086Hátíðleg messa verður annan hvítasunnudag 25.maí kl.14 í Nordberg kirkju í Ósló. Ískórinn syngur og leiðir messusvör undir styrkri stjórn Gísla J. Grétarssonar. Hjörleifur Valsson leikur á fiðlu og organisti er Ole Johannes Kosberg.

Fermt verður í messunni eins og venja er hjá söfnuðinum þennan dag og lesa fermingarbörnin ritningarversin sín fyrir kirkjugesti.

Prestar safnaðarins þjóna fyrir altari og verða með skemmtilega nýbreyttni i predikunarhluta messunnar, þar sem samtal og söngur fá að tvinnast saman.

Sunnudagaskólinn verður á sínum stað sem og kirkjukaffið í safnaðarheimilinu í umsjá Íslendingafélagsins eftir messuna.

Verið öll hjartanlega velkomin.

Helgistund í Ólafíustofu kl.12.15 á uppstigningardag

Allra heilagraHelgistund í umsjá sr. Örnu Grétarsdóttur verður í Ólafíustofu kl.12.15 á uppstigningardag n.k fimmtudag 14.maí.

Íhugun, slökun, bænir, lestrar  og heimilislegur sálmasöngur. Stundin tekur uþb 20 mínútur og verður heitt á könnunni og spjall á eftir. Verið velkomin í kyrrð og samfélag.

Vortónleikar Ískórsins – Hugljúfir tónar að heiman!

banner31Árlegir vortónleikar Ískórsins verða í Svenska Margaretakyrkan þann 14.maí kl.18.00.  Stjórnandi kórsins er Gísli Jóhann Grétarsson. Verið velkomin.

Vorfagnaður 60 ára og eldri

karlsborg-9310Næstkomandi fimmtudag, 7. maí kl. 12:30, verður haldin vorfagnaður hjá 60 ára og eldri. Þetta er lokahittingur okkar fyrir sumarfrí. Við ætlum að hittast á Karlsborg Spiseforretning, Kongsveien 21. Þeir sem vilja verða samferða okkur mega endilega mæta í Ólafíustofu, Pilestredet Park 20, kl. 12:00.
Við hlökkum til að sjá sem flesta !

Stofustund í Ólafíustofu – Söngur og sögur með Ómari Diðrikssyni og gestum

SONY DSCÓmar Diðriksson söngvaskáld og trúbador verður með stofustund í Ólafíustofu í Osló laugardaginn 16. maí kl. 17:00.

Hann mun segja sögur af fólki og sinni tónlistarsköpun ásamt því að leika á gítar og taka mörg af sínum lögum.

Auk Ómars koma fram góðir gestir s.s. Hjörleifur Valsson fiðluleikari, Gróa Hreinsdóttir píanisti, Lilja Margrét Ómarsdóttir söngkona og Mínerva Hjörleifsdóttir sellóleikari.

Aðgangur er ókeypis meðan húsrúm leyfir.

Ómar mun verða með geisladiska sína til sölu á staðnum fyrir áhugasama.

Verið hjartanlega velkomin

Messa, innsetning prests og aðalfundur í Nordberg kirkju Osló

asa og arnaHátíðleg messa verður sunnudaginn 26.apríl kl.14 í Nordberg kirkju.  Þar mun fráfarandi prófastur Reykjavíkur prófastsdæmis vestra sr. Birgir Ásgeirsson setja sr. Ásu Laufeyju Sæmundsdóttur inn í embætti prests við Íslenska söfnuðinn í Noregi.  Sr. Ása Laufey var vígð til prests í Dómkirkjunni þann 22. febrúar s.l og í innsetningarathöfninni býður söfnuðurinn hana velkomna til starfa eins og hefð er fyrir og biður henni blessunar Guðs í þjónustunni.  Sr. Ása Laufey mun predika og sr. Jóhanna Sigmarsdóttir ásamt sr. Örnu Grétarsdóttur sóknarpresti þjóna fyrir altari.

Ískórinn mun sjá um að leiða sálmasöng undir stjórn Gísla J. Grétarssonar og Hjörleifur Valsson mun fylla sálir fögrum tónum. Organisti er Ole Johannes Kosberg.

Að lokinni messu er aðalfundur Íslenska safnaðarins og hefur til hans verið boðað með sérstakri auglýsingu. Messukaffi er að venju í umsjá Íslendingafélagsins í Osló.

Sunnudagaskólinn er á sínum stað á meðan á messu stendur.

Verið hjartanlega velkomin til þessa gleðidags í kirkjunni.

60 ára og eldri hittast fimmtudaginn 9. apríl

AprilNæstkomandi fimmtudag, 9. apríl, hittast 60 ára og eldri á skrifstofu Íslenska safnaðarins í Noregi í Pilestredet park 20 Osló. Við hefjum stundina á stuttri kyrrðar- og bænastund kl. 12:15 sem sr. Ása Laufey Sæmundsdóttir leiðir, að henni lokinni borðum við saman hádegismat. Það verður boðið upp á hangikjöt með tilheyrandi meðlæti og síðan kaffi á meðan við ræðum saman um málefni líðandi stundar.

Verið hjartanlega velkomin !

Hátíðarmessa og sunnudagaskóli í Nordberg kirkju kl.14

images-2Annar páskadagur í Nordberg kirkju kl. 14.

Hátíðarmessa annan páskadag kl.14 í Nordberg kirkju í Ósló.  Sr. Jóhanna Sigmarsdóttir predikar og þjónar fyrir altari og Ískórinn syngur hátíðartón Bjarna ásamt því að leiða sálmasöng undir stjórn Gísla J. Grétarssonar. Hjörleifur Valsson leikur á fiðlu og organisti er Ole Johannes Kosberg.

Páskaeggjaleit

Sunnudagaskólinn verður með páskaeggjaleit og leyndardómsfulla páska-karfan rannsökuð. Söngur, leikir og páskagleði í umsjá Ruthar, Leopolds og sr. Örnu.

Kaffi verður eftir messuna að venju í umsjá Íslendingafélagsins.

Verið hjartanlega velkomin.

Aðalfundarboð

0301-norbergAðalsafnaðarfundur verður haldinn þann 26. apríl n.k í Nordberg kirkju.

Messa hefst kl.14 og er fundurinn í safnaðarheimilinu strax á eftir.

Dagskrá aðalsafnaðarfundar samkvæmt lögum safnaðarins:

a. Formaður kannar hvort til fundar sé löglega boðað
b. Kosning fundarstjóra og fundarritara
c .Skýrsla formanns
d. Stefna stjórnar
e. Skýrsla prests
f. Fjárhagsáætlun og ársreikningar lagðir fram
g. Kosning í safnaðarstjórn og varastjórn
h.Tillögur
i. Kosning í kjörnefnd og aðrar nefndir
j. Önnur mál

Um aðalsafnaðarfund segir m.a í 2.gr. laga safnaðarins:

Aðalsafnaðarfundur fer með ákvörðunarvald safnaðarins í málum þeim sem undir fundinn heyra samkvæmt lögum eða lögmætum ákvörðunum.
Aðalsafnaðarfundur er vettvangur starfsskila og reiknisskila af hendi stjórnar safnaðarins og einstakra nefnda á vegum safnaðarins. Þar skulu rædd málefni safnaðarins, þar á meðal þau mál sem lögmælt er að undir fundinn séu borin.
Aðalsafnaðarfund skal að jafnaði halda fyrir maí lok. Til hans skal boðað með fjögurra vikna fyrivara. Aðra safnaðarfundi skal halda ef meirihluti stjórnar safnaðarins óskar þess, eða 150 safnaðarmanna sem atkvæðisrétt hafa á safnaðarfundum.

Tillögur til aðalfundar skulu berast safnaðarstjórn fyrir 1. mars ár hvert.

Safnaðarmenn njóta kosningarréttar og kjörgengis á safnaðarfundum þegar þeir eru fullra sextán ára.
Lagabreytingatillögur verða lagðar fyrir aðalfundinn og fylgja þær fundargögnum.
Kosið verður um tvo aðalmenn og tvo varamenn í safnaðarstjórn/sóknarnefnd á fundinum.  
Lilja B. Þorsteinsdóttir frá Stavanger og ritari sóknarnefndar býður sig fram til áframhaldandi setu í aðalstjórn og Elín Kolbeins frá Osló sitjandi varamaður býður sig einnig fram í aðalstjórn.
Fundargögn liggja frammi í Ólafíustofu.