Fundarboð: Aðalfundur Íslenska safnaðarins í Noregi og stofnfundur Ólafíusjóðs, sunnudaginn 3. maí 2020 klukkan 14:00

Íslenski söfnuðurinn í Noregi boðar til aðalfundar og stofnfunds Ólafíusjóðs, sunnudaginn 3. maí 2020 kl. 14:00

Fundinum verður streymt í gegnum fjarfundarbúnað.

Því óskar stjórn eftir að fólk skrái sig sem fyrst eða í síðasta lagi 1. maí til að taka þátt á netinu. Þetta til að staðfesta skráningu í söfnuðinn.

Skráning er lokuð núna.

Leiðbeiningar fyrir netfundinn er hægt að sjá hér http://www.kirkjan.no/zoom-netfundir-leidbeiningar/

Áður en aðalfundur hefst fer fram fundur um stofnun Ólafíusjóðs sem verður séreignarstofnun rekin af Íslenska söfnuðinum í Noregi samkvæmt samþykkt aðalfundar 2019.

Á stofnfundinum þarf að samþykkja stofnun sjóðsins, lög hans ásamt úthlutunarreglum og kjósa í stjórn hans.

Lög, reglur og boð til stofnfundar er að finna hér -> Stofnfundur Ólafíusjóðs

Vegna kosninga á aðalfundi óskar kjörnefnd eftir framboðum í eftirfarandi stöður, tvo í aðalstjórn, fjóra í varastjórn, einn í kjörnefnd og einn í laganefnd. Áhugasamir hafi samband við formann kjörnefndar safnaðarins: Rannveigu Maríu Gísladóttur í síma 905 51 583 eða email ransy@ransy.net

Ársskýrslu og ársreikninga safnaðarins er að finna hér -> Aðalfundur 2020
Fjárhagsáætlum með lyklum er hægt að nálgast hér -> Fjárhagsáætlun með lyklum

Dagskrá fundar:
1. Formaður kannar hvort til fundar sé löglega boðað.
2. Kosning fundarstjóra og fundarritara.
3. Skýrsla stjórnar.
4. Stefna safnaðar og stjórnar.
5. Skýrsla sóknarprests.
6. Fjárhagsáætlun og ársreikningar lagðir fram til samþykktar.
7. Kosning í safnaðarstjórn og varastjórn.
8. Tillögur.
    Ein tillaga hefur borist fundinum og hana er að finna neðar í fundarboði.
9. Kosning í kjörnefnd og aðrar nefndir.
10. Önnur mál.
       – Mál fyrrum formanns
       – Kynning á nýrri persónuverndarstefnu

Allir skráðir meðlimir safnaðarins hafa kjörgengi og atkvæðisrétt á fundinum.

Tillögur:
Stjórn leggur fram eftirfarandi tillögu:
„Aðalfundur Íslenska safnaðarins árið 2020 samþykki að menningar- og listanefnd verði lögð niður og þess í stað komi staða menningarfulltrúa í hlutastarf hjá söfnuðinum.

Menningarfulltrúi muni sjá um skyldur þær sem menningar- og listanefnd bar ábyrgð á áður og hafi umsjón með menningarviðburðum á vegum safnaðarins. Menningarfulltrúi muni vinna eftir þar til gerðri starfslýsingu.

Menningarfulltrúi muni jafnframt aðstoða íslendingarfélög í Noregi sem eru í samstarfi við söfnuðinn við menningarviðburði. Áhersla er lögð á að efla íslenskt menningarstarf.

Staðan verði auglýst ef og eftir að þessi tillaga verður samþykkt.“

Undir lið 7 þarf að kjósa:
Stjórn Íslenska safnaðarins
Tvo í aðalstjórn Rebekka Ingibjartsdóttir hefur óskað eftir að hætta í stjórn og Rúnar Sigríksson vék úr stjórn sumar 2019 því þarf að kjósa um tvo aðila. Katla Sveinbjörnsdóttir sem hefur sinnt stjórnarstörfum sem varamaður í stjórn frá sumri 2019 bíður sig fram til áframhaldandi starfa.

Fjóra í varastjórn (Katla Sveinbjörnsdóttir bíður sig fram í aðalstjórn, Sigurdís Reynisdóttir hefur hætt í varastjórn, Rannveig María Gísladóttir óskar eftir að hætta í varastjórn og það vantar einn)

Undir lið 9 þarf að kjósa:
Nefndir
Einn í kjörnefnd (núverandi nefndarmeðlimir eru Rannveig María Gísladóttir og Gunnar Hólm en það vantar einn)
Einn í laganefnd (núverandi nefndarmeðlimir eru Þór Garðarsson og Björn Hallbeck en Rósa Áskelsdóttir fer úr nefndinni)

Framboð þurfa að hafa borist kjörnefnd fyrir 29. apríl.

Áhugasamir hafi samband við formann kjörnefndar safnaðarins: Rannveigu Maríu Gísladóttir í síma 905 51 583 eða email ransy@ransy.net

Um aðalfund stendur í reglum safnaðarins eftirfarandi:
2.gr. Aðalsafnaðarfundur
Aðalsafnaðarfundur fer með ákvörðunarvald safnaðarins í málum þeim sem undir fundinn heyra samkvæmt lögum eða lögmætum ákvörðunum.
Aðalsafnaðarfundur er vettvangur starfsskila og reiknisskila af hendi stjórnar safnaðarins og einstakra nefnda á vegum safnaðarins. Þar skulu rædd málefni safnaðarins, þar á meðal þau mál sem lögmælt er að undir fundinn séu borin.

Aðalsafnaðarfund skal að jafnaði halda fyrir maí lok. Til hans skal boðað með fjögurra vikna fyrivara. Aðra safnaðarfundi skal halda ef meirihluti stjórnar safnaðarins óskar þess, eða 150 safnaðarmanna sem atkvæðisrétt hafa á safnaðarfundum.

Dagskrá aðalsafnaðarfundar:
1. Formaður kannar hvort til fundar sé löglega boðað
2. Kosning fundarstjóra og fundarritara
3. Skýrsla formanns
4. Stefna stjórnar
5. Skýrsla sóknarprests
6. Fjárhagsáætlun og ársreikningar lagðir fram
7. Kosning í safnaðarstjórn og varastjórn
8. Tillögur
9. Kosning í kjörnefnd og aðrar nefndir
10. Önnur mál

Tillögur til aðalfundar skulu berast safnaðarstjórn fyrir 1. mars ár hvert.
Safnaðarmenn njóta kosningarréttar og kjörgengis á safnaðarfundum þegar þeir eru fullra sextán ára.