Fjölskyldumessur og unglingafundur í Kristiansand og Sandefjord

Föstudaginn 27. september kl 17-20 verður haldinn Æskó – unglingahittingur – heima hjá Margréti Ólöfu Magnúsdóttur, djákna, á Myrvanggata 22, 3936 Persgrunn. Þar gefst íslenskum unglingum tækifæri til að hitta aðra krakka, spjalla, gera eitthvað skemmtilegt og kynnast öðrum krökkum, sjálfum sér og Guði í góðum félagsskap.
Laugardaginn 28. september verður fjölskylduguðsþjónusta í Hellemyr menighet, Bydalsveien 19, 4628 Kristiansand S  kl.13.00. Sr Inga Harðardóttir og Margrét Ólöf Magnúsdóttir, djákni, leiða stundina sem verður hlýleg og skemmtileg fyrir alla fjölskylduna, með fullt af söng og tónlist en Zsolt Anderlik leikur með á pínaó og fallega tónlist á undan. Á eftir er boðið upp á kaffi í safnaðarheimilinu (Peisestua) og öllum er velkomið að koma með eitthvað á hlaðborðið.
Sunnudaginn 29. september verður svo fjölskylduguðsþjónusta í Sandefjord, í Sandar menighetshus Bjerggata 56, 3210 Sandefjord. Stundin hefst kl.14.00, sr. Inga og Margrét Ólöf, djákni leiða stundina og Zsolt verður líka með á píanóinu. Kaffi í safnaðarheimlinu (Peisestua) eftir á og öllum velkomið að koma með eitthvað gómsætt á hlaðborðið.