Fermingarferð í Norefjell

Tilvonandi fermingarbörn áttu skemmtilega, fjöruga og fræðandi daga í Norefjell um síðastliðna helgi. Þar fengu íslenskir unglingar hvaðanæva af landinu tækifæri til að mynda ný vinabönd um leið og þau kynntust sjálfum sér og trúnni í gegnum leiki, verkefni, samveru og fræðslu. Mikið stuð var á kvöldvökunni sem þau undirbjuggu sjálf, nýir leikir og glæsileg leikrit í bland við smá góðlátlega stríðni, söng og nammi!