Leikhúsferð 60+

Hópurinn 60+ ætlar að fara í leikhús í nóvember!

Staður og stund:  National Theatret föstudaginn 22.nóvember kl.19.30.  Leikritið er „Forelska i Shakespeare“, sem er gamanleikur gerður fyrir leiksvið eftir hinni margverðlaunuðu og geysivinsælu kvikmynd „Shakespeare in love“ frá 1998.  Mikið líf og fjör.  Áður en sýningin hefst setjumst við kannski inn á Bibliotekbarinn á Hótel Bristol, eða annan góðan stað, og eigum þar góða stund saman.  Vinsamlegast látið vita um þátttöku sem fyrst (helst fyrir 25. september) á skrifstofu safnaðarins 22360140 eða hjá Snorra í 91723271. Einnig er hægt að senda tölvupóst á [email protected]  Leikhúsferðin er í boði safnaðarins en mat og drykk á undan greiðir hver fyrir sig. Hlökkum til að eiga skemmtilega kvöldstund saman!