Tónleikarnir Trú, von og kærleikur í Sjøholmen 21. september

Þemað Trú, von og kærleikur endurspeglast í lögum og textum söngvaskáldsins Ómars Diðrikssonar (textarnir eru á norsku, íslensku og ensku) sem verða flutt á Sjøholmen 21. september klukkan 21 af eftirtöldum listamönnum:
Ómar Diðriksson söngur og gítar,

Ísold Hekla Apeland, söngur,

Jónína G Aradóttir, söngur,

Lilja Margrét Ómarsdóttir, söngur,

Rebekka Ingibjartsdóttir, söngur og fiðla,

Ágúst Jóhannsson, bassi,

Jónas Elí Bjarnason, strengjahljóðfæri,

Hjörleifur Valsson, fiðla,

Karl Þorvaldsson, ásláttur,

Rúnar Þór Guðmundsson, gítar.

Án efa notaleg kvöldstund í fögru umhverfi við Osló fjörðinn. Tónleikarnir eru fyrsti viðburður af fjórum fyrir jól, á vegum Menningar og listanefndar Íslenska Safnaðarins í Noregi.
Miðaverð er 135.- í Forsölu (Bíómiða verð) eða 200.- við innganginn.
Miðasalan er hafin á https://www.deltager.no/truhapogkjaerlighet