Vel sótt hátíðarmessa og sunnudagaskóli

Sr Inga Harðardóttir var formlega sett í embætti af sr Helgu Soffíu Konráðsdóttur, prófasti, við hátíðlega messu í Bøler kirkju sunnudaginn 8. september 2019. Sr. Þorvaldur Víðisson, biskupsritari tók einnig þátt í þjónustunni, meðlimir stjórnarinnar lásu bænir, Hörður Áskelsson lék á orgel og söngflokkurinn Laffí leiddi sálmasönginn og flutti fallega tónlist. Rebekka Ingibjartsdóttir og Zsolt Anderlik héldu uppi fjörinu í sunnudagaskólanum og félagar úr 60+ hópnum reiddu fram glæsilegt hlaðborð í messukaffinu. Messan og sunnudagaskólinn voru mjög vel sótt og mikil gleði og samheldni einkenndi samfélagið í messukaffinu. Takk fyrir góðan og skemmtilegan sunnudag!

Myndirnar tók Freydís Heiðarsdóttir