Hátíðarmessa og sunnudagaskóli

Við hefjum vetrarstarf Íslenska safnaðarins með hátíðlegri og hlýlegri innsetningarmessu þann 8. september kl. 15.00 í Bøler kirke í Osló, en við fáum góða gesti frá Íslandi í heimsókn til okkar af því tilefni. Sr. Helga Soffía Konráðsdóttir, prófastur setur sr. Ingu Harðardóttur formlega í embætti en þær þjóna í messunni ásamt sr. Þorvaldi Víðissyni, biskupsritara. Hörður Áskelsson, organisti Hallgrímskirkju, leikur á orgel og kammerkórinn, Laffí vokalensemble, leiðir sálmasönginn og flytur fallega tónlist í messunni.
Sunnudagaskólinn verður á sama tíma með fullt af söng, sögum, leikjum og fjöri með Rebekku Ingibjartsdóttur og Zsolt Anderlik í fararbroddi.
Að lokinni messu og þeirri andlegu næringu sem við fáum þar er komið að skemmtilegri veislu í messukaffinu en að þessu sinni sjá félagar úr 60+ hópnum okkar um hlaðborðið.
Verið öll hjartanlega velkomin til að eiga góða og endurnærandi stund í skemmtilegu samfélagi!
Vinsamlegast ath. breytta tímasetningu kl. 15.00!!