Skírn

Falleg skírn fór fram í Nordmarka þar sem Alexandra Sól var borin til skírnar í faðmi sinna nánustu og skógarins, umvafin kærleika, hlýju og sólskini. Íslenski söfnuðurinn óskar fjölskyldunni innilega til hamingju. Guð blessi Alexöndru Sól.

Megi gæfan þig geyma,
megi Guð þér færa sigurlag,
megi sól lýsa þína leið,
megi ljós þitt skína sérhvern dag.
Og bænar bið ég þér,
að ávallt geymi
þig Guð í hendi sér.

(Bjarni Stefán Konráðsson)

 

Myndir: Pálína Ósk Hraundal