Skírn

Í faðmi fjalla og fjarða liggur fallegi bærinn Balestrand í Sogn og Fjordane og þar var Georg svo lánsamur að vera borinn til skírnar í fallegri heimaskírn, umvafinn sinni nánustu fjölskyldu, kærleika þeirra og hlýju. Íslenski söfnuðurinn óskar fjölskyldunni innilega til hamingju með skírnina! Guð blessi Georg.

 

Ó, Jesús bróðir besti
og barnavinur mesti,
æ breið þú blessun þína
á barnæskuna mína.

Mér gott barn gef að vera
og góðan ávöxt bera,
en forðast allt hið illa,
svo ei mér nái’ að spilla.

Það ætíð sé mín iðja
að elska þig og biðja,
þín lífsins orð að læra
og lofgjörð þér að færa.

Þín umsjón æ mér hlífi
í öllu mínu lífi,
þín líknarhönd mig leiði
og lífsins veginn greiði.

Mig styrk í stríði nauða,
æ styrk þú mig í dauða.
Þitt lífsins ljósið bjarta
þá ljómi’ í mínu hjarta.

Með blíðum barnarómi
mitt bænakvak svo hljómi:
Þitt gott barn gef ég veri
og góðan ávöxt beri.

Páll Jónsson

Georg með foreldrum sínum, guðforeldrum og prestinum