Við bjóðum sr. Ingu Harðardóttur hjartanlega velkomna til starfa hjá okkur

Í dag er merkisdagur hjá Íslenska söfnuðinum í Noregi þar sem sr. Inga Harðardóttir hefur störf.

Inga er hingað komin ásamt fjölskyldu sinni og er þetta fyrsti dagur hennar hér sem sóknarprestur. Fyrstu dagarnir verða svolítið litaðir af því að hún er að flytja á milli landa og má reikna með hún verði aðeins laus við fram að miðjum mánuði.

En samt sem áður verður hennar fyrsta formlega verkefni sem sóknarprestur strax núna um helgina þegar hún mun skíra nýfæddan Íslending í Noregi.

Um leið og við óskum Ingu velfarnaðar í starfi þökkum við sr. Þóreyju Guðmundsdóttur, sem hefur verið staðgengill prests frá áramótum, kærlega fyrir sína þjónustu.