Atvinnutækifæri fyrir fólk sem finnst gaman að vinna með börnum og unglingum

Ertu leiðtogi? … og finnst gaman að vinna með börnum og unglingum?

 

Íslenski söfnuðurinn í Noregi auglýsir eftir starfsfólki í barna- og unglingastarf víðsvegar um Noreg.

Um er að ræða starf fyrir þrjá ólíka aldurshópa þ.e. sunnudagaskóla fyrir yngstu börnin og fjölskyldur þeirra, TTT starf fyrir 10-12 ára börn og unglinga. Til að byrja með verður miðað við einn viðburð í hverjum mánuði.  Söfnuðurinn býður upp á stuðning og fræðslunámskeið í leiðtogafræðum í ágúst á hverju ári. Um launað starf er að ræða í öllum tilvikum.

Við leitum eftir starfsfólki sem hefur gaman af að vinna með börnum á ólíkum aldri. Við stefnum á að hafa virkt starf fyrir þessa aldurshópa á eftirfarandi stöðum: Osló, Sandefjord, Bergen, Stavanger, Þrándheimi, Tromsø, Haugasundi, Álasundi og Kristiansand. Við hvetjum sem flesta til að sækja um og vinna að hag og velferð íslenskra barna í leik og starfi.

Umsóknir sendist á stjorn@kirkjan.no fyrir 1. júlí 2019. Nánari upplýsingar gefur Rebekka Ingibjartsdóttir í síma 948 63 356.