Vorferð eldri borgara 60+ fimmtudaginn 23. maí 2019

Framundan er árleg ferð eldri borgara. Mæting í Ólafíustofu kl. 09.30 en lagt verður af stað kl. 10.00 og keyrt áleiðis með rútu í átt að Hønefoss. Þar verður fyrsta stopp og má eiga von á óvæntum gesti við Veien Kulturminnepark. Frá Hønefoss verður haldið til Granavolden. Þar verður Steinhuset skoðað ásamt Systrakirkjunum og endað á Granavolden Gjestgiveri. Sjá dagskrá hér undir:

 

Dagskrá

Innlandet (Hønefoss/Kistefoss/Granavolden)

1. Hittingur og morgunhressing í Ólafíustofu kl. 09.30

2. Rúta frá Ólafíustofu kl. 10.00 áleiðis til Hønefoss

3. Fyrsta stopp Veien Kulturminnepark kl. 11.15 – 12.15

4. Granavolden – Leiðsögn um Steinhuset kl. 13.15 – 13.45. Leiðsögn á norsku annast Anne Lise Jorstad.

5. Tvíréttað á Granavolden Gjestegiveri kl. 14.30 – Framreiddur verður kjúklingaréttur með grænmeti og sætri kartöflu. Eftirréttur sem samanstendur af suðrænum ávöxtum og ostakremi ásamt kaffi.

6. Granavolden – Leiðsögn um Søstrekirkene kl. 16.15. Leiðsögn á norsku annast Grete F Solheim.

7. Rúta áleiðis til Oslo kl. 17.00 og áætlaður komutími í Ólafíustofu er kl. 18.30

 

Þátttaka tilkynnist fyrir 16. maí til formanns á tölvupóstfang formadur@kirkjan.no og/eða með SMS í síma 450 79 733.

Þátttakendur greiða einungis fyrir veitingar á Granavolden Gjestgiveri og skv. tilboði frá þeim þá gerir það 315 nkr. pr/pers.