Skráning í fermingarfræðsluna fyrir veturinn 2019-2020 er hafin

Innritun fer fram á heimasíðu safnaðarins www.kirkjan.no (linkur á skráningareyðublað til hægri á heimasíðu).

Börn sem sækja fermingarfræðslu Íslenska safnaðarins þurfa að sækja 10 guðsþjónustur og sitja alls 10 fræðslufundi í Ólafíustofu. Fundirnir eru ávallt í tengslum við guðsþjónustur safnaðarins í Nordberg kirkju í Ósló. Fundirnir hefjast kl. 11.00 og guðsþjónustur kl. 14.00. Við tökum vel á móti foreldrum og öðrum fjölskyldumeðlimumsem fá leiðsögn um nágrenni Ólafíustofu meðan á fræðslu stendur.

Þau börn sem búa utan Óslóar og eiga ekki heimangengt vegna fjarlægðar munu fá möguleika til að vera virkir þátttakendur á öllum fræðslufundum í gegnum fjarfundarbúnað. Fundirnir eru sendir út og með aðstoð tækninnar eru samskiptin gagnvirk.

Auk fræðslufunda og guðsþjónusta verður öllum þátttakendum safnað saman 1-3 sinnum á árinu og yfir helgi.

Fyrsti fundur fermingarhóps næsta árs er sunnudaginn 12. maí kl. 11.00 í Ólafíustofu. Nánara fyrirkomulag fræðslunnar verður auglýst nánar síðar og skipulagt eftir búsetudreifingu þátttakenda.

 

Fermingardagar fyrir 2020  á vegum íslensku kirkjunnar í Noregi:

• Mánudaginn 1. júní kl. 14.00 (annar í hvítasunnu) í Nordberg kirkju í Osló.

• Sunnudaginn 28. júní kl. 12.00 í Seltjarnarneskirkju á Íslandi.

 

Aðrar dagsetningar og staðsetningar í Noregi eftir samkomulagi við presta íslensku kirkjunnar.