Aðalsafnaðarfundur 5. maí

Aðalsafnaðarfundur verður haldinn sunnudaginn 5. maí í Nordberg kirkju. Guðsþjónusta hefst kl. 14.00 og að henni lokinni hefst fundurinn í safnaðarheimilinu, en gert er ráð fyrir að sjálfur aðalfundurinn hefjist kl. 15:30. Hefðbundin aðalfundarstörf ásamt kosningum.

 

Dagskrá aðalsafnaðarfundar samkvæmt lögum safnaðarins:

a.  Formaður kannar hvort til fundar sé löglega boðað

b.  Kosning fundarstjóra og fundarritara

c.  Skýrsla formanns

d.  Stefna stjórnar

e.  Skýrsla sóknarprests

f.  Fjárhagsáætlun og ársreikningar lagðir fram

g.  Tillögur

h. Kosning í stjórn og aðrar nefndir.

i. Önnur mál

 

Skjöl er lögð verða fram á fundinum verða að finna hér á heimasíðunni, undir “Söfnuðurinn/Ársskýrslur”.

 

Undir lið h þarf að kjósa:

Stjórn Íslenska safnaðarins

– 2 í varastjórn (Kristján Daðason og Snorri Ásgeirsson ganga úr varastjórn)

 

Ólafíusjóður

– 2 í varastjórn Ólafíusjóðs (engir varamenn eru til staðar)

 

Nefndir

– 5 í listanefnd (endurvekja þarf nefndina)

– 2 í kjörnefnd (núverandi nefndarmeðlimir eru Sturla Jónsson og Rannveig María Gísladóttir)

– 2 innri endurskoðendur (núverandi innri endurskoðendur eru Þórhallur Guðmundsson og Ómar Diðriksson)

 

Framboð þurfa að hafa borist kjörnefnd fyrir 29. apríl.

Áhugasamir hafi samband við kjörnefnd safnaðarins: Sturlu Jónsson, formann nefndarinnar, í síma 905 68 173 eða Rannveigu Maríu Gísladóttir, í síma 905 51 583.

 

Um aðalsafnaðarfund segir m.a í 2.gr. laga safnaðarins:

• Aðalsafnaðarfundur fer með ákvörðunarvald safnaðarins í málum þeim sem undir fundinn heyra samkvæmt lögum eða lögmætum ákvörðunum.

• Aðalsafnaðarfundur er vettvangur starfsskila og reiknisskila af hendi stjórnar safnaðarins og einstakra nefnda á vegum safnaðarins. Þar skulu rædd málefni safnaðarins, þar á meðal þau mál sem lögmælt er að undir fundinn séu borin.

• Aðalsafnaðarfund skal að jafnaði halda fyrir maí lok. Til hans skal boðað með fjögurra vikna fyrivara.

• Aðra safnaðarfundi skal halda ef meirihluti stjórnar safnaðarins óskar þess, eða 150 safnaðarmanna sem atkvæðisrétt hafa á safnaðarfundum.

• Safnaðarmenn njóta kosningarréttar og kjörgengis á safnaðarfundum þegar þeir eru fullra sextán ára.

• Tillögur til aðalfundar skulu berast safnaðarstjórn á netfangið formadur@kirkjan.no fyrir 1. mars ár hvert. Tillögur sem berast eftir 1. mars verða ekki teknar til umræðu.