TTT klúbburinn er fyrir tíu til tólf ára krakka. Fyrsta samkoman er áætluð þann 8. febrúar og svo í framhaldinu aðra hverja viku á föstudögum í Ólafíustofu kl. 17.30-19.00.  Þar er margt skemmtilegt gert m.a. leikir, föndur, fræðsla, helgistundir og fleira. Þetta verður leikandi skemmtilegur vetur!

Allir krakkar í 5 – 7. bekk eru velkomnir og þátttaka er ókeypis.

Umsjón hefur Jónína M Arnórsdóttir ásamt ungliðum úr æskulýðsstarfinu.