Tveir umsækjendur um stöðu ný sóknarprests

Stjórn Íslenska safnaðarins hefur í samvinnu við Biskupsstofu unnið að auglýsingu og ráðningarferli sóknarprests og hefur það skilað tveimur umsóknum, en umsóknarfrestur rann út þann 21. janúar. Eins og áætlanir gera ráð fyrir þá munum við vinna úr þessum umsóknum og vanda það ferli eins og kostur er. Umsækjendur um stöðuna eru þær Inga Harðardóttir, fræðslufulltrúi Hallgrímskirkju og sr. Jóna Lovísa Jónsdóttir, prestur í norsku kirkjunni.

Báðir umsækjendur munu fá tækifæri til að þjóna fyrir altari í Nordberg kirkju áður en lokaákvörðun verður tekin um hvor þessarra umsækjenda fái starfstilboð um stöðu sóknarprests. Í fyrstu atrennu mun Inga Harðardóttir þjóna fyrir altari sunnudaginn 3. febrúar í Nordberg kirkju og byrjar athöfnin kl. 14.00.

Stjórn safnaðarins reiknar með að ráðningarferlinu ljúki fyrir páska og niðurstaða liggi fyrir í lok apríl eða fyrir aðalfund þann 5. maí.